Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Valur 78-84 | Valsmenn stöðvuðu sigurgögnu Stólana í síkinu Arnar Skúli Atlason skrifar 29. desember 2022 21:50 Valsmenn unnu góðan sigur í kvöld. Vísir/Diego Valur vann sterkan sex stiga sigur er liðið heimsótti Tindastól í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 78-84, en framlengingu þurfti til að skera úr um sigurvegara. Leikurinn byrjaði hægt og liðin skiptust á körfum til að byrja með, en svo tóku Valsmenn öll völd á vellinum og spiluðu agaðan sóknarleik á meðan Tindastóll voru heillum horfnir sóknarlega. Stólarnir voru illa tengdir en allir leikmenn Vals komu með eitthvað að borðinu bæði varnarlega og sóknarlega um miðjan fjórðunginn komu Valsmenn muninum upp í 9 stig og helst sá munur í gegnum leikhlutann og Kári Jónsson sá til þess að Valsmenn leiddu með 11 stigum eftir fjórðunginn staðan 28-17 Val í vil. Í öðrum leikhluta var ekki sama upp á teningnum, Stólarnir hertu varnarleikinn og náðu 6-0 sprett í byrjun fjórðungsins. En Valsmenn hertu tökin bara aftur þegar Tindastóll nálgaðist og allir leikmenn Vals sem höfðu spilað komnir á blað og héldu þeir muninum í 3 sóknaleik út fjórðunginn og Pablo kláraði fjórðunginn á þriggjastiga körfu og Valur leiddu í hálfleik 41-36 Stólarnir byrjuðu af krafti í þriðja leikhluta og byrjuðu Valsmenn betur og komum muninum upp í 10 stig sem var saga leiksins og þeir héldu muninum í þessum 5-10 stigum út leikhlutann og virtust vera með leikinn í frekar þægilega og það var eins og þeir hefðu svör við öllu sem Tindastóll gerði. Um miðjan fjórðaleikhluta fór að draga til tíðinda og í stöðunni 53-62 kom 8-0 sprettur frá Tindastól og allt í einu var þetta orðinn einnar körfuleikur, liðin skiptust á körfum á þessum kafla og þegar tvær mínútur lifðu leiks komust Tindastólsmenn yfir með körfu frá Keyshawn Woods sem fór mikinn í leikhlutanum. Liðin skiptust á þristum og þegar 10 sekúndur voru eftir fara Tindastól menn í í sókn og geta klárað leikinn því jafnt var á með liðinum, Keyshawn Woods fær opið skot á lyklinum en klikkar og á sama augnabliki rennur tíminn út og leikurinn framlengdur. Valsmenn reyndust sterkari í framlengingunni og fóru með sigur af hólmi 84-78 og stöðvuðu þar að leiðandi sigurgöngu Stólana í síkinu, þeir höfðu unnið 16 leiki í röð á heimavelli fyrir leikinn í kvöld Af hverju vann Valur? Þeir bjuggu til mun í fyrsta leikhluta sem Tindastóll var að reyna að vinna tilbaka allan leikinn en það var Varnarleikurinn sem skóp þennan sigur, þeir voru mjög góðir í vörn Hverjir stóðu upp úr? Callum Lawson var bestur í kvöld heilt yfir, tekur ekkert frá neinum, stjórnar vörninni mjög vel og tekur ekki neitt frá neinum. Liðsheildin hjá Val var líka mjög góð og það voru allir að leggja sitt af mörkum og komust allir á blað sem spiluðum Hvað gekk illa? Stórustrákarnir hjá Tindastól áttu erfiðan dag Drungilas og Siggi Þorsteinn voru ekki á sínum leik, einnig léleg skotnýting, það var ekki að hjálpa þeim heldur Hvað gerist næst? Tindastóll fær Keflavík í heimsókn á nýju ári og Valsmenn fara í heimsókn í Stjörnuheimilið. Kári Jónsson: Við erum virkilega glaðir að hafa klárað þetta Kári Jónsson átti fínan leik í kvöld.Vísir/Vilhelm „Hörkuleikur í vörn og sókn, mér fannst þetta geta dottið báðum megin í framlengingu og fullt af stórum skotum og stórum klikkum líka en líka bar vörnin, við heldum henni virkilega þétt allan leikinn og auðvitað erfitt að hafa ekki Kristó en mér fannst menn virkilega stíga upp og þetta var karekter sigur“ Vissum alltaf að lið eins og Tindastóll er ekki að fara að gefast upp og sértaklega hérna á heimavelli og þeir hætta aldrei, við kannski kominn smá þreyta og þynnri rótering og við erum virkilega glaðir að hafa klárað þetta“ Helgi Margeirsson: Erfitt að finna eitthvað jákvætt eftir svona leik Helgi Freyr Margeirsson í leik með Tindastól, hann er aðstoðarþjálfari liðsins í dag.Vísir/Andri Marínó „Erfitt að finna eitthvað jákvætt eftir svona leik, en við gröfum okkur í holu í fyrstaleikhluta en vinnum okkur tilbaka, þrátt fyrir mikinn mótvind, Okkur finnst orðið helvíti súrt hvað er hallað á okkur svona í gang leiksins og stýringu leiksins, það er bara leik eftir leik hérna þar sem annað liðið er komið djúpt inn í leikhluta og með eina og tvær liðsvillur og við komnir með 5 liðsvillur eftir 2-3 mín í leikhlutanum, þetta er bara ekkert eðlilegt þegar verið er að skoða atvikin í leikjunum.“ „Þetta byrjar varnarmeginn, þeir setja 70% af þriggjastigakotunum sínum í fyrstaleikhluta og eru að hitta vel, við erum ekki nógu nálægt þeim, en við komum svo tilbaka og náum ekki að kveikja svolítið á vörnininni hjá okkur en náum því miður ekki að nýta okkur það“ Subway-deild karla Valur Tindastóll
Valur vann sterkan sex stiga sigur er liðið heimsótti Tindastól í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 78-84, en framlengingu þurfti til að skera úr um sigurvegara. Leikurinn byrjaði hægt og liðin skiptust á körfum til að byrja með, en svo tóku Valsmenn öll völd á vellinum og spiluðu agaðan sóknarleik á meðan Tindastóll voru heillum horfnir sóknarlega. Stólarnir voru illa tengdir en allir leikmenn Vals komu með eitthvað að borðinu bæði varnarlega og sóknarlega um miðjan fjórðunginn komu Valsmenn muninum upp í 9 stig og helst sá munur í gegnum leikhlutann og Kári Jónsson sá til þess að Valsmenn leiddu með 11 stigum eftir fjórðunginn staðan 28-17 Val í vil. Í öðrum leikhluta var ekki sama upp á teningnum, Stólarnir hertu varnarleikinn og náðu 6-0 sprett í byrjun fjórðungsins. En Valsmenn hertu tökin bara aftur þegar Tindastóll nálgaðist og allir leikmenn Vals sem höfðu spilað komnir á blað og héldu þeir muninum í 3 sóknaleik út fjórðunginn og Pablo kláraði fjórðunginn á þriggjastiga körfu og Valur leiddu í hálfleik 41-36 Stólarnir byrjuðu af krafti í þriðja leikhluta og byrjuðu Valsmenn betur og komum muninum upp í 10 stig sem var saga leiksins og þeir héldu muninum í þessum 5-10 stigum út leikhlutann og virtust vera með leikinn í frekar þægilega og það var eins og þeir hefðu svör við öllu sem Tindastóll gerði. Um miðjan fjórðaleikhluta fór að draga til tíðinda og í stöðunni 53-62 kom 8-0 sprettur frá Tindastól og allt í einu var þetta orðinn einnar körfuleikur, liðin skiptust á körfum á þessum kafla og þegar tvær mínútur lifðu leiks komust Tindastólsmenn yfir með körfu frá Keyshawn Woods sem fór mikinn í leikhlutanum. Liðin skiptust á þristum og þegar 10 sekúndur voru eftir fara Tindastól menn í í sókn og geta klárað leikinn því jafnt var á með liðinum, Keyshawn Woods fær opið skot á lyklinum en klikkar og á sama augnabliki rennur tíminn út og leikurinn framlengdur. Valsmenn reyndust sterkari í framlengingunni og fóru með sigur af hólmi 84-78 og stöðvuðu þar að leiðandi sigurgöngu Stólana í síkinu, þeir höfðu unnið 16 leiki í röð á heimavelli fyrir leikinn í kvöld Af hverju vann Valur? Þeir bjuggu til mun í fyrsta leikhluta sem Tindastóll var að reyna að vinna tilbaka allan leikinn en það var Varnarleikurinn sem skóp þennan sigur, þeir voru mjög góðir í vörn Hverjir stóðu upp úr? Callum Lawson var bestur í kvöld heilt yfir, tekur ekkert frá neinum, stjórnar vörninni mjög vel og tekur ekki neitt frá neinum. Liðsheildin hjá Val var líka mjög góð og það voru allir að leggja sitt af mörkum og komust allir á blað sem spiluðum Hvað gekk illa? Stórustrákarnir hjá Tindastól áttu erfiðan dag Drungilas og Siggi Þorsteinn voru ekki á sínum leik, einnig léleg skotnýting, það var ekki að hjálpa þeim heldur Hvað gerist næst? Tindastóll fær Keflavík í heimsókn á nýju ári og Valsmenn fara í heimsókn í Stjörnuheimilið. Kári Jónsson: Við erum virkilega glaðir að hafa klárað þetta Kári Jónsson átti fínan leik í kvöld.Vísir/Vilhelm „Hörkuleikur í vörn og sókn, mér fannst þetta geta dottið báðum megin í framlengingu og fullt af stórum skotum og stórum klikkum líka en líka bar vörnin, við heldum henni virkilega þétt allan leikinn og auðvitað erfitt að hafa ekki Kristó en mér fannst menn virkilega stíga upp og þetta var karekter sigur“ Vissum alltaf að lið eins og Tindastóll er ekki að fara að gefast upp og sértaklega hérna á heimavelli og þeir hætta aldrei, við kannski kominn smá þreyta og þynnri rótering og við erum virkilega glaðir að hafa klárað þetta“ Helgi Margeirsson: Erfitt að finna eitthvað jákvætt eftir svona leik Helgi Freyr Margeirsson í leik með Tindastól, hann er aðstoðarþjálfari liðsins í dag.Vísir/Andri Marínó „Erfitt að finna eitthvað jákvætt eftir svona leik, en við gröfum okkur í holu í fyrstaleikhluta en vinnum okkur tilbaka, þrátt fyrir mikinn mótvind, Okkur finnst orðið helvíti súrt hvað er hallað á okkur svona í gang leiksins og stýringu leiksins, það er bara leik eftir leik hérna þar sem annað liðið er komið djúpt inn í leikhluta og með eina og tvær liðsvillur og við komnir með 5 liðsvillur eftir 2-3 mín í leikhlutanum, þetta er bara ekkert eðlilegt þegar verið er að skoða atvikin í leikjunum.“ „Þetta byrjar varnarmeginn, þeir setja 70% af þriggjastigakotunum sínum í fyrstaleikhluta og eru að hitta vel, við erum ekki nógu nálægt þeim, en við komum svo tilbaka og náum ekki að kveikja svolítið á vörnininni hjá okkur en náum því miður ekki að nýta okkur það“
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum