Banna einnota matvælaumbúðir á skyndibitastöðum eftir áramót Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 29. desember 2022 15:47 Skyndibitastaðirnir hafa haft þrjú ár til þess að undirbúa breytinguna. Getty/Digital Vision Bann við einnota umbúðum á skyndibitastöðum tekur brátt gildi í Frakklandi. Skyndibitastöðum mun ekki vera heimilt að framreiða mat í einnota umbúðum fyrir viðskiptavini sem ætla sér að borða á staðnum í stað þess að taka matinn með sér heim. Breytingar sem þessar eru ekki nýjar af nálinni í Frakklandi en einnota plast hefur þegar verið bannað þar í landi. Sú breyting er þó sögð hafa haft í för með sér að boðið hafi verið upp á einnota umbúðir úr öðrum efnum sem búi samt sem áður til mikið magn af sorpi. Áætlað er að skyndibitastaðirnir sem starfandi séu í Frakklandi búi til 180 þúsund tonn af sorpi á ári hverju. Staðirnir framreiða árlega um sex milljarða máltíða. Franskir umhverfissinnar segja breytinguna algjöra byltingu og halda því jafnframt fram að 55 prósent af því sorpi sem komi frá skyndibitastöðum komi til vegna viðskiptavina sem borði inni á stöðunum. Þessu greinir Guardian frá. Nýju reglurnar hafa það í för með sér að inni á öllum matsölustöðum sem geta tekið á móti meira en tuttugu viðskiptavinum í sæti verður að bjóða þeim sem hyggjast setjast til borðs á staðnum upp á endurnýtanlegan borðbúnað. Breytingin mun taka gildi þann 1. janúar næstkomandi. Lagabreytingin sjálf var samþykkt árið 2020 en yfirvöld gáfu matsölustöðunum þrjú ár til þess að undirbúa breytinguna. Samtök umhverfisaðgerðarsinna hafa þó áhyggjur af því að fyrirtæki framfylgi ekki lögunum eða muni færa sig yfir í að framreiða máltíðir á margnota plasti sem sé slæmt fyrir umhverfið. Aðgerðarsinnar hafa hvatt neytendur til þess að vera vakandi þegar breytingarnar taka gildi og fylgjast með því hvort matsölustaðir fari eftir reglunum. Frakkland Umhverfismál Matur Tengdar fréttir Frakkar banna borðbúnað úr plasti Frönsk fyrirtæki hafa frest til 2020 til að aðlaga sig að banninu. 17. september 2016 21:04 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Breytingar sem þessar eru ekki nýjar af nálinni í Frakklandi en einnota plast hefur þegar verið bannað þar í landi. Sú breyting er þó sögð hafa haft í för með sér að boðið hafi verið upp á einnota umbúðir úr öðrum efnum sem búi samt sem áður til mikið magn af sorpi. Áætlað er að skyndibitastaðirnir sem starfandi séu í Frakklandi búi til 180 þúsund tonn af sorpi á ári hverju. Staðirnir framreiða árlega um sex milljarða máltíða. Franskir umhverfissinnar segja breytinguna algjöra byltingu og halda því jafnframt fram að 55 prósent af því sorpi sem komi frá skyndibitastöðum komi til vegna viðskiptavina sem borði inni á stöðunum. Þessu greinir Guardian frá. Nýju reglurnar hafa það í för með sér að inni á öllum matsölustöðum sem geta tekið á móti meira en tuttugu viðskiptavinum í sæti verður að bjóða þeim sem hyggjast setjast til borðs á staðnum upp á endurnýtanlegan borðbúnað. Breytingin mun taka gildi þann 1. janúar næstkomandi. Lagabreytingin sjálf var samþykkt árið 2020 en yfirvöld gáfu matsölustöðunum þrjú ár til þess að undirbúa breytinguna. Samtök umhverfisaðgerðarsinna hafa þó áhyggjur af því að fyrirtæki framfylgi ekki lögunum eða muni færa sig yfir í að framreiða máltíðir á margnota plasti sem sé slæmt fyrir umhverfið. Aðgerðarsinnar hafa hvatt neytendur til þess að vera vakandi þegar breytingarnar taka gildi og fylgjast með því hvort matsölustaðir fari eftir reglunum.
Frakkland Umhverfismál Matur Tengdar fréttir Frakkar banna borðbúnað úr plasti Frönsk fyrirtæki hafa frest til 2020 til að aðlaga sig að banninu. 17. september 2016 21:04 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Frakkar banna borðbúnað úr plasti Frönsk fyrirtæki hafa frest til 2020 til að aðlaga sig að banninu. 17. september 2016 21:04