Hjalti um fjarveru Harðar: „Stundum verður maður að taka fjölskylduna fram yfir einhverja leiki“ Andri Már Eggertsson skrifar 29. desember 2022 22:50 Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur. Vísir/Hulda Margrét Keflavík tapaði gegn nágrönnum sínum í Njarðvík 114-103. Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, var svekktur með byrjun Keflavíkur og svaraði fyrir fjarveru Harðar Axels Vilhjálmssonar sem var í fríi á Tenerife. „Við vorum á hælunum í byrjun og gáfum þeim sjálfstraust og það var erfitt að eiga við Njarðvík en hrós á strákana fyrir að koma til baka og gera þetta að leik,“ sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson eftir leik. Hjalti var ánægður með hvernig Keflavík kom til baka í síðari hálfleik eftir að hafa fengið á sig 40 stig í fyrsta leikhluta. „Í seinni hálfleik fórum við að spila sem ein eining. Við vorum bara einhvers staðar og einhvers staðar í fyrri hálfleik. Við vorum mitt á milli varnarlega. Við vorum ekki að dekka maninn okkar, vorum ekki að hjálpa og það boðar aldrei gott. Við þurfum að gera miklu betur varnarlega.“ Keflavík náði að minnka forskot Njarðvíkur niður í níu stig en alltaf þegar það gerðist þá átti Njarðvík svar. „Þeir voru með sjálfstraust og léku okkur grátt í byrjun og þeir voru tilbúnir með skotin og þá fer þetta svona.“ Annað árið í röð tapar Keflavík gegn Njarðvík og Hjalta finnst leiktíminn milli jóla og nýárs ekki henta. „Þessir leikir eru settir á og við verðum að spila þá. Mér þætti eðlilegast að þétta álagið þar sem það eru bara 22 leikir í þessari deild og gefa frí milli jóla og nýárs.“ Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður Keflavíkur, var í fríi á Tenerife og var ekki með liðinu í kvöld. Hjalti hafði mikinn skilning á því og fannst ekkert athugavert við það. „Það var flott hjá honum. Hörður átti þetta inni og þetta var vitað frá upphafi og þetta var allt í góðu. Þetta eru hátíðardagar og menn eru að fara með fjölskyldunni. Ef menn ætla að spila milli jól og nýárs þá geturðu ekki beðið um fullt lið. Ég er sannfærður um að þetta gerist aftur á næsta ári og stundum verður maður að taka fjölskylduna fram yfir einhverja leiki,“ sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson að lokum Keflavík ÍF Subway-deild karla Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Sport Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Fótbolti Fleiri fréttir Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Sjá meira
„Við vorum á hælunum í byrjun og gáfum þeim sjálfstraust og það var erfitt að eiga við Njarðvík en hrós á strákana fyrir að koma til baka og gera þetta að leik,“ sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson eftir leik. Hjalti var ánægður með hvernig Keflavík kom til baka í síðari hálfleik eftir að hafa fengið á sig 40 stig í fyrsta leikhluta. „Í seinni hálfleik fórum við að spila sem ein eining. Við vorum bara einhvers staðar og einhvers staðar í fyrri hálfleik. Við vorum mitt á milli varnarlega. Við vorum ekki að dekka maninn okkar, vorum ekki að hjálpa og það boðar aldrei gott. Við þurfum að gera miklu betur varnarlega.“ Keflavík náði að minnka forskot Njarðvíkur niður í níu stig en alltaf þegar það gerðist þá átti Njarðvík svar. „Þeir voru með sjálfstraust og léku okkur grátt í byrjun og þeir voru tilbúnir með skotin og þá fer þetta svona.“ Annað árið í röð tapar Keflavík gegn Njarðvík og Hjalta finnst leiktíminn milli jóla og nýárs ekki henta. „Þessir leikir eru settir á og við verðum að spila þá. Mér þætti eðlilegast að þétta álagið þar sem það eru bara 22 leikir í þessari deild og gefa frí milli jóla og nýárs.“ Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður Keflavíkur, var í fríi á Tenerife og var ekki með liðinu í kvöld. Hjalti hafði mikinn skilning á því og fannst ekkert athugavert við það. „Það var flott hjá honum. Hörður átti þetta inni og þetta var vitað frá upphafi og þetta var allt í góðu. Þetta eru hátíðardagar og menn eru að fara með fjölskyldunni. Ef menn ætla að spila milli jól og nýárs þá geturðu ekki beðið um fullt lið. Ég er sannfærður um að þetta gerist aftur á næsta ári og stundum verður maður að taka fjölskylduna fram yfir einhverja leiki,“ sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson að lokum
Keflavík ÍF Subway-deild karla Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Sport Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Fótbolti Fleiri fréttir Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti