Innlent

Lög­regla kölluð til vegna öskrandi aðila á bíl­skúrs­þaki sem reyndist vera að losa um spennu

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur haft í ýmsu að snúast síðasta sólarhringinn.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur haft í ýmsu að snúast síðasta sólarhringinn. Vísir/Vilhelm

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning í nótt um öskrandi aðila á bílskúrsþaki, beran að ofan. Þegar lögregla kom á vettvang og gaf sig á tal við manninn kom í ljós að hann hafi farið út að öskra til að losa um spennu. Þá var tilkynnt um nágranna sem rifust vegna snjómoksturs og sofandi aðila í snjóskafli.

Í tilkynningu frá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að tilkynning hafi borist vegna rifrildis nágranna vegna snjómoksturs, en eigendur skiptust á að moka snjó á milli garða. Þeim var gert að leysa málið án frekari aðkomu lögreglu.

Sofandi aðila í snjóskafli í miðbænum var ekið heim til sín vegna ölvunar.

Ökumaður stöðvaður í akstri án ökuréttinda en fram kemur að viðkomandi hafi framið ítrekuð brot. Lögregla stöðvaði nokkra ökumenn sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum fíkniefna og/eða áfengis. Þá barst tilkynning um hnupl úr verslun í hverfi 108. Aðili stal samloku, tíu kardimommudropum og coca cola dós.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×