Samfylkingin orðin stærsti flokkur landsins samkvæmt könnun Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. desember 2022 19:36 Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Samfylkingin er stærsti flokkur landsins, með örlítið forskot á Sjálfstæðisflokkinn, samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu. Stjórnmálafræðingur segir þetta mikil tíðindi - og allt Kristrúnu Frostadóttur að þakka. Könnun Maskínu var lögð fyrir dagana 16. til 28. desember og 1703 svarendur tóku afstöðu. Sjálfstæðisflokkur mælist með 20 prósenta fylgi í könnuninni og Framsókn með 12,2 prósent. Báðir dala flokkarnir talsvert frá kosningunum í fyrrahaust. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarinnar er 40 prósent og hefur ekki verið lægra í Maskínukönnun á kjörtímabilinu. Þá hefur Samfylkingin rúmlega tvöfaldað fylgi sitt frá kosningum; mælist með mest fylgi allra flokka, 20,1 prósent. „Það hefur auðvitað gerst áður að Samfylking hefur mælst stærri en Sjálfstæðisflokkur en það eru töluverð tíðindi þegar nokkur flokkur annar en Sjálfstæðisflokkur mælist með mest fylgi. Þannig að það er auðvitað augljóst að Samfylkingin er algjör hástökkvari í þessari könnun og það skrifast auðvitað allt á Kristrúnu Frostadóttur og hennar formennsku í flokknum,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. „Síðan eru auðvitað önnur tíðindi fólgin í því að það eru níu flokkar að mælast inn á Alþingi. Þannig að fylgið er auðvitað að dreifast miklu víðar.“ Ráðherrarnir sem röðuðu sér efst á á lista við spurningunni: Hvaða ráðherra finnst þér hafa staðið sig best á yfirstandandi kjörtímabili? Maskína spurði einnig um frammistöðu ráðherra. Þar þykir Ásmundur Einar Daðason menntamálaráðherra áfram standa sig best - titill sem forsætisráðherra, sem er í öðru sæti, átti áður alfarið. „Menn áttu von á því þegar stofnað var til þessa samstarfs á sínum tíma að fylgi Vinstri grænna myndi rjátlast af flokknum. En það er í raun að gerast mun seinna en maður svona hefði getað haldið,“ segir Eiríkur. Þá er það fjármálaráðherra sem þykir samkvæmt könnuninni standa sig afgerandi verst; dómsmálaráðherra næstverst og menningar- og viðskiptaráðherra þar á eftir. Ráðherrarnir sem röðuðu sér efst á listann við spurningunni: Hvaða ráðherra finnst þér hafa staðið sig best/verst á yfirstandandi kjörtímabili? Alþingi Samfylkingin Skoðanakannanir Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Könnun Maskínu var lögð fyrir dagana 16. til 28. desember og 1703 svarendur tóku afstöðu. Sjálfstæðisflokkur mælist með 20 prósenta fylgi í könnuninni og Framsókn með 12,2 prósent. Báðir dala flokkarnir talsvert frá kosningunum í fyrrahaust. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarinnar er 40 prósent og hefur ekki verið lægra í Maskínukönnun á kjörtímabilinu. Þá hefur Samfylkingin rúmlega tvöfaldað fylgi sitt frá kosningum; mælist með mest fylgi allra flokka, 20,1 prósent. „Það hefur auðvitað gerst áður að Samfylking hefur mælst stærri en Sjálfstæðisflokkur en það eru töluverð tíðindi þegar nokkur flokkur annar en Sjálfstæðisflokkur mælist með mest fylgi. Þannig að það er auðvitað augljóst að Samfylkingin er algjör hástökkvari í þessari könnun og það skrifast auðvitað allt á Kristrúnu Frostadóttur og hennar formennsku í flokknum,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. „Síðan eru auðvitað önnur tíðindi fólgin í því að það eru níu flokkar að mælast inn á Alþingi. Þannig að fylgið er auðvitað að dreifast miklu víðar.“ Ráðherrarnir sem röðuðu sér efst á á lista við spurningunni: Hvaða ráðherra finnst þér hafa staðið sig best á yfirstandandi kjörtímabili? Maskína spurði einnig um frammistöðu ráðherra. Þar þykir Ásmundur Einar Daðason menntamálaráðherra áfram standa sig best - titill sem forsætisráðherra, sem er í öðru sæti, átti áður alfarið. „Menn áttu von á því þegar stofnað var til þessa samstarfs á sínum tíma að fylgi Vinstri grænna myndi rjátlast af flokknum. En það er í raun að gerast mun seinna en maður svona hefði getað haldið,“ segir Eiríkur. Þá er það fjármálaráðherra sem þykir samkvæmt könnuninni standa sig afgerandi verst; dómsmálaráðherra næstverst og menningar- og viðskiptaráðherra þar á eftir. Ráðherrarnir sem röðuðu sér efst á listann við spurningunni: Hvaða ráðherra finnst þér hafa staðið sig best/verst á yfirstandandi kjörtímabili?
Alþingi Samfylkingin Skoðanakannanir Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira