Þessir eru hættir að spila fótbolta.Mariano Gabriel Sanchez/ADRIA PUIG/Getty Images
Árið 2022 er að renna sitt skeið og líkt og hvert ár hefur fjöldi knattspyrnumanna ákveðið að leggja skóna á hilluna frægu. Töluvert magn heimsfrægra leikmanna ákvað að kalla þetta gott en að sama skapi voru menn að hætta sem flest öll okkar töldu að hefðu hætt fyrir löngu síðan.
Það var vefurinn Transfermarkt sem tók saman og því biðjumst við afsökunar ef það vantar áhugaverð nöfn á listann.
Blaise Matuidi, 35 ára. Varð heimsmeistari 2018 með Frakklandi og spilaði með liðum á borð við París Saint-Germain og Juventus. Endaði ferilinn með Inter Miami.Matthias Hangst/Getty ImagesGary Cahill, 37 ára. Vann fjölda titla með Chelsea, þar á meðal Meistaradeild Evrópu. Spilaði meðal annars með Aston Villa, Bolton Wanderers, Chelsea og Crystal Palace.Getty ImagesGerard Piqué, 35 ára. Hætti óvænt eftir að yfirstandandi tímabil hófst. Varð bæði heims- og Evrópumeistari með Spáni ásamt því að vinna fjölda titla með Barcelona. Spilaði einnig með Manchester United og Real Zaragoza á ferlinum.Silvestre SzpyIma/Getty ImagesFranck Ribéry, 39 ára. Vængmaður sem var hluti af ógnarsterku liði Bayern München í meira en áratug. Spilaði einnig fyrir lið á borð við Marseille og Galatasaray. Var hluti af liði Frakklands sem endaði í öðru sæti á HM 2006.Getty/Alexander HassensteinGonzalo Higuaín, 35 ára. Framherji frá Argentínu sem lék með stórliðum á borð við Real Madríd, Napoli, Juventus, AC Milan og Chelsea. Lauk ferlinum hjá Inter Miami í Bandaríkjunum.Getty ImagesBen Foster, 39 ára. Markvörður sem spilaði um stund fyrir Manchester United. Spilaði einnig fyrir Watford, Birmingham City, West Bromwich Albion og Watford.Mike Egerton/Getty ImagesNacho Monreal, 36 ára. Bakvörður sem spilaði lengi vel fyrir Arsenal. Spilaði einnig fyrir Málaga og Real Sociedad á Spáni.Getty ImagesJack Wilshere, 30 ára. Undrabarn sem kom upp í gegnum unglingastarf Arsenal. Mikið meiddur og endaði ferilinn með AGF í Danmörku. Þjálfar U-18 ára liðið hjá Arsenal í dag.Lars Ronbog/Getty ImagesAleksandar Kolarov, 37 ára. Fjölhæfur varnarmaður með frábæran vinstri fót. Spilað meðal annars fyrir Manchester City, Lazio, Roma og Inter Milan.Getty ImagesCarlos Tévez, 38 ára. Duglegur framherji sem gerði garðinn frægan með Manchester United og City. Varð Evrópumeistari með fyrrnefnda liðinu. Spilaði einnig fyrir West Ham United og Juventus sem og Boca Juniors og Shanghai Shenhua í Kína.Mariano Gabriel Sanchez/Getty Images