Innlent

Sló mann í höfuðið með pönnu

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Alls voru 63 mál lögreglu skráð frá klukkan 17-05.
Alls voru 63 mál lögreglu skráð frá klukkan 17-05. Vísir/vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæði var kölluð til í gærkvöldi í úthverfi Reykjavíkurborgar vegna meiriháttar líkamsárásar þar sem maður hafði slegið annan mann í höfuðið með pönnu.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Árásin átti sér stað um klukkan 23 og var sá sem að árásinni stóð handtekinn og vistaður í fangageymslu. Sá sem fyrir árásinni varð var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild til aðhlynningar. 

Fyrr um kvöldið var aðstoðar lögreglu leitað vegna líkamsárásar í Kópavogi. Rétt eftir klukkan eitt í nótt var aðstoðar einnig óskað þar sem maður hafði ráðist á samstarfsmann sinn og flúið af vettvangi.

Í miðbæ Reykjavíkur var einnig tilkynnt um tvær líkamsárásir sem og árekstur þar sem sá sem olli árekstrinum flúði vettvang. Sá var handtekinn skömmu síðar, grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og vistaður í fangageymslu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×