Luka endaði árið með þriðja fimmtíu stiga leiknum í síðustu fimm leikjum Smári Jökull Jónsson skrifar 1. janúar 2023 10:30 Luka Doncic skoraði 51 stig þegar Dallas lagði San Antonio í nótt. Vísir/Getty Luka Doncic endaði árið 2022 heldur betur vel því hann skoraði 51 stig fyrir Dallas Mavericks þegar liðið lagði San Antonio Spurs í nótt. Þá var Joel Embiid með þrefalda tvennu í sigri Philadelphia 76´ers gegn Oklahoma City Thunder. Luka Doncic hefur verið frábær fyrir Dallas Mavericks á tímabilinu en hann er stigahæstur í NBA-deildinni með 34,2 stig að meðaltali í vetur. Hann var að sjálfsögðu í aðalhlutverki hjá liði Dalls í nótt þegar liðið vann sigur á San Antonio Spurs. Doncic skoraði hvorki meira né minna en 51 stig í 126-125 sigri liðsins en þetta er þriðji leikurinn af síðustu fimm þar sem Doncic skorar yfir 50 stig. Hann er fyrsti leikmaðurinn í sögu NBA sem nær 250 stigum, 50 fráköstum og 50 stoðsendingum á fimm leikja tímabili. Luka is averaging a 45/11/10 triple-double over his last 5 games. pic.twitter.com/UwxxVaALsD— NBA (@NBA) January 1, 2023 Leikurinn í nótt var æsispennandi en Tre Jones fékk tækifæri til að jafna í lokin en klikkaði á seinna vítaskotinu sínu. Doncic fór síðan á vítalínuna með 1,5 sekúndur eftir. Hann klikkaði á báðum, því seinna viljandi svo Spurs fengi minni tíma til að koma skoti á körfuna. „Þetta er ótrúlegt. Á mínum sjö árum í deildinni þá hef ég aldrei séð neinn gera það sem hann getur gert. Hann er í ótrúlegu formi, að spila eins og MVP. Augljóslega einn af bestu leikmönnunum í deildinni,“ sagði samherji Doncic hjá Dallas, Christian Wood. Þreföld tvenna hjá Embiid Joel Embiid skoraði 16 stig, tók 13 fráköst og gaf 10 stoðsendingar þegar Philadelphia 76´ers vann 115-96 sigur á Oklahoma City Thunder. Kamerúninn Embiid er næst stigahæstur í deildinni, á eftir Doncic, en 76´ers er í fimmta sæti Austurdeildarinnar. Paul George skoraði 45 stig fyrir LA Clippers í 131-130 tapi liðsins gegn Indiana Pacers. George sneri þar aftur á sinn gamla heimavöll en þetta er hæsta stigaskor leikmanns hjá Clippers í vetur. Tyler Herro var hetja Miami Heat þegar hann skoraði flautukörfu til að tryggja liðinu 126-123 sigur á Utah Jazz. Herro skoraði 29 stig, tók 9 fráköst og gaf sex stoðsendingar. Sigurkarfa hans undir lokin var glæsileg en hann keyrði þá upp völlinn eftir að Jazz hafði jafnað leikinn úr vítaskoti þegar rúmar sex sekúndur voru eftir. After his game-winner tonight, peep some of the most clutch shots from Tyler Herro's career so far pic.twitter.com/CRkkvUEDzz— NBA (@NBA) January 1, 2023 Önnur úrslit í NBA-deildinni í nótt: Charlotte Hornets - Brooklyn Nets 106-123 Chicago Bulls - Cleveland Cavaliers 102-103 Houston Rockets - New York Knicks 88-108 Memphis Grizzlies - New Orleans Pelicans 116-101 Minnesota Timberwolves - Detroit Pistons 104-116 NBA Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao Sjá meira
Luka Doncic hefur verið frábær fyrir Dallas Mavericks á tímabilinu en hann er stigahæstur í NBA-deildinni með 34,2 stig að meðaltali í vetur. Hann var að sjálfsögðu í aðalhlutverki hjá liði Dalls í nótt þegar liðið vann sigur á San Antonio Spurs. Doncic skoraði hvorki meira né minna en 51 stig í 126-125 sigri liðsins en þetta er þriðji leikurinn af síðustu fimm þar sem Doncic skorar yfir 50 stig. Hann er fyrsti leikmaðurinn í sögu NBA sem nær 250 stigum, 50 fráköstum og 50 stoðsendingum á fimm leikja tímabili. Luka is averaging a 45/11/10 triple-double over his last 5 games. pic.twitter.com/UwxxVaALsD— NBA (@NBA) January 1, 2023 Leikurinn í nótt var æsispennandi en Tre Jones fékk tækifæri til að jafna í lokin en klikkaði á seinna vítaskotinu sínu. Doncic fór síðan á vítalínuna með 1,5 sekúndur eftir. Hann klikkaði á báðum, því seinna viljandi svo Spurs fengi minni tíma til að koma skoti á körfuna. „Þetta er ótrúlegt. Á mínum sjö árum í deildinni þá hef ég aldrei séð neinn gera það sem hann getur gert. Hann er í ótrúlegu formi, að spila eins og MVP. Augljóslega einn af bestu leikmönnunum í deildinni,“ sagði samherji Doncic hjá Dallas, Christian Wood. Þreföld tvenna hjá Embiid Joel Embiid skoraði 16 stig, tók 13 fráköst og gaf 10 stoðsendingar þegar Philadelphia 76´ers vann 115-96 sigur á Oklahoma City Thunder. Kamerúninn Embiid er næst stigahæstur í deildinni, á eftir Doncic, en 76´ers er í fimmta sæti Austurdeildarinnar. Paul George skoraði 45 stig fyrir LA Clippers í 131-130 tapi liðsins gegn Indiana Pacers. George sneri þar aftur á sinn gamla heimavöll en þetta er hæsta stigaskor leikmanns hjá Clippers í vetur. Tyler Herro var hetja Miami Heat þegar hann skoraði flautukörfu til að tryggja liðinu 126-123 sigur á Utah Jazz. Herro skoraði 29 stig, tók 9 fráköst og gaf sex stoðsendingar. Sigurkarfa hans undir lokin var glæsileg en hann keyrði þá upp völlinn eftir að Jazz hafði jafnað leikinn úr vítaskoti þegar rúmar sex sekúndur voru eftir. After his game-winner tonight, peep some of the most clutch shots from Tyler Herro's career so far pic.twitter.com/CRkkvUEDzz— NBA (@NBA) January 1, 2023 Önnur úrslit í NBA-deildinni í nótt: Charlotte Hornets - Brooklyn Nets 106-123 Chicago Bulls - Cleveland Cavaliers 102-103 Houston Rockets - New York Knicks 88-108 Memphis Grizzlies - New Orleans Pelicans 116-101 Minnesota Timberwolves - Detroit Pistons 104-116
NBA Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao Sjá meira