Lífið

Gríðarleg ánægja með Skaupið sem sumir segja það besta frá upphafi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Lögreglumenn á Akureyri að handtaka nemendur sem fjölluðu með gagnrýnum hætti um Samherja var á meðal atriða í Skaupinu í ár.
Lögreglumenn á Akureyri að handtaka nemendur sem fjölluðu með gagnrýnum hætti um Samherja var á meðal atriða í Skaupinu í ár. RÚV

Mikil ánægja virðist hafa verið með Áramótaskaupið í ár í leikstjórn Dóru Jóhannsdóttur. Landsmenn hafa sem fyrr margir hverjir deilt skoðun sinni á sjónvarpsþættinum árlega á samfélagsmiðlum. Í fljótu bragði virðast mun fleiri ánægðir en ósáttir.

Saga Garðarsdóttir var yfirhöfundur Skaupsins en auk hennur skrifuðu Friðgeir Einarsson, Vigdís Hafliðadóttir, Jóhann Kristófer Stefánsson og Sigurjón Kjartansson handritið auk Dóru.

Hörður Ágústsson, kenndur við MacLand, tengir við atriðið um manninn sem les fréttir um fólk sem hann hefur aldrei heyrt um, fullur af hneykslan.

Edda Falak hlaðvarpsstjórnandi Eigin kvenna fékk nýtt viðurnefni; Edda Fúlegg. Margir hlógu.

Tómas Valgeirsson kvikmyndarýnir var ánægður.

Sömu sögu er að segja af Sigmari Vilhjálmssyni.

Flokkur fólksins fékk að finna fyrir því eftir skandala ársins. Maggi Peran fagnaði þeim atriðum.

Logi Geirsson handboltakempa virðist á því að frábært Skaup sé upptakturinn á spennandi hlutum á HM í handbolta í janúar.

Kristján Óli Sigurðsson fótboltaspekúlant virðist ekki hafa hlegið mikið að Skaupinu. Hann vill Hannes Þór Halldórsson í leikstjórastólinn og Leynilögguhópinn í handrit og leik.

Guðmundur Hilmarsson blaðamaður er heldur ekki sáttur.

Hörður Snævar Jónsson, íþróttafréttamaður og kollegi Guðmundar á Fréttablaðinu, var enn ósáttari. Skaupið fær 2,5 í einkunn hjá honum.

Fanney Birna Jónsdóttir lögfræðingur og fjölmiðlakona var ánægð með Skaupið.

Hildur Ýr Ísberg hönnuður var í skýjunum með Skaupið og sömuleiðis börnin hennar sem fannst fjögurra ára stelpan sem vildi fá kött og fugl í lokalagið vera stjarna kvöldsins.

Sóley Tómasdóttir kvenréttindakona hefur séð margt Skaupið. Þetta ber af að hennar mati.

Kolbrún Birna lögfræðingur fagnaði innkomu Diddú í lokalaginu. Óperusöngkonan spilaði enda á loftgítar auk þess að syngja.

Viðar Halldórsson, prófessor í félagsfræði, gefur Skaupinu háa einkunn.

Svo virðist sem pokaatriðið í Skaupinu, þar sem Saga Garðas er í hlutverki konu sem skammast sín niður í tær yfir að þurfa að kaupa poka, hafi slegið í gegn.

Ólöf Tara í Öfgum elskaði atriðið þar sem slaufaðir karlmenn báru saman bækur sínar.

Malín Brand var í skýjunum með atriðið þar sem Þorsteinn Bachmann er ósáttur með að pylsa á Bæjarins bestu, fars í svínahúð, kosti 600 krónur.

Jonathan Gerrlach vefhönnuður hló mikið.

Ragnheiður Júlíusdóttir handboltakona gefur Skaupinu fullt hús.

Karl Pétur Jónsson bæjarfulltrúi var a sama máli.

Margir fögnuðu komu Spaugstofunnar í lokaatriðið.

Borgarfulltrúar í Love Island var atriði sem sló í gegn.

Halldóra Mogensen þingmaður Pírata þakkaði kærlega fyrir sig.

Aðalheiður Ámundadóttir fréttakona sparaði ekki stóru orðin.

Haraldur Ingi Þorleifsson fór með hlutverk í Skaupinu og varpar fram spurningunni hvort um hafi verið að ræða besta Skaup allra tíma?

En hvað fannst þér? Láttu okkur vita í ummælakerfinu að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×