„Þetta átak Umhverfisstofnunar kom aftan að okkur“ Atli Ísleifsson skrifar 1. janúar 2023 18:52 Otti Rafn Sigmarsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, telur að flugeldasalan nú hafi verið svipuð og fyrir ári síðan. Vísir/Vilhelm/Landsbjörg Formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir flugeldasöluna á síðustu dögum nýliðins árs hafa verið nokkurn veginn á pari við söluna 2021. Hann segir að átak Umhverfisstofnunar hafi komið aftan að félaginu, en flugeldasala er ein helsta fjármögnunarleið björgunarsveitanna. Otti Rafn Sigmarsson, formaður félagsins, segir að endanlegar tölur um flugeldasölu dagana fyrir áramót liggi enn ekki fyrir. Veðurspáin hefur sitt að segja Otti Rafn segir að það sé þó hans tilfinning að salan nú hafi verið svipuð og fyrir ári síðan. „Við eigum eftir að taka þetta almennilega saman, en við erum nokkuð ánægð með söluna. Auðvitað var fremur vont veður í kortunum, misjafnlega vont. Við höfðum áhyggjur af því að salan yrði minni en raunin varð.“ Hann segir að flugeldasala verði einnig opin fyrir þrettándann þegar margir leggja í vana sinn að skjóta upp flugeldum. Mikið var sprengt í Reykjavík og víðar þegar nýtt ár gekk í garð.Vísir/Egill Óheppilega staðið að átaki Umhverfisstofnunar Dagana fyrir áramót réðst Umhverfisstofnun í átak þar sem landsmenn voru hvattir til að sleppa flugeldum alveg eða stilla notkun þeirra verulega í hóf. Var bent á að flugeldar væru aldrei umhverfisvænir eða skaðlausir og að þörfin fyrir flugelda færi minnkandi með nýjum hugsunarhætti. Otti Rafn telur að þetta átak Umhverfisstofnunar hafi haft áhrif á flugeldasöluna. „Ég hugsa það. Þetta var óheppilega að þessu staðið hjá þeim finnst mér. Við áttum samtal við Umhverfisstofnun í desember og þá var ekkert minnst á að til stæði að fara í svona átak gegn flugeldum. Flugeldar eru ekki bannaðir og það er engin stefna hjá stjórnvöldum að banna flugelda. Þetta átak Umhverfisstofnunar kom aftan að okkur. Það er skrýtið að verið sé að hvetja fólk til að sniðganga kaup á þessum varningi,“ segir Otti Rafn. Flugeldar Áramót Björgunarsveitir Umhverfismál Tengdar fréttir Verð á flugeldum hækkar vegna gengissveiflu Flugeldasala björgunarsveitanna hefst formlega í dag en verð á flugeldum hækkar frá því í fyrra vegna gengissveiflu. Formaður Landsbjargar segir flugeldasölu langmikilvægasta fjáröflunarliðinn þrátt fyrir að síðustu ár hafi björgunarsveitirnar reynt að hafa eggin í fleiri körfum. 28. desember 2022 12:54 Best sé að sleppa alveg flugeldunum Umhverfisstofnun hvetur landsmenn til að sleppa flugeldum alveg eða stilla notkun þeirra verulega í hóf. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stofnunarinnar. 22. desember 2022 15:43 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Otti Rafn Sigmarsson, formaður félagsins, segir að endanlegar tölur um flugeldasölu dagana fyrir áramót liggi enn ekki fyrir. Veðurspáin hefur sitt að segja Otti Rafn segir að það sé þó hans tilfinning að salan nú hafi verið svipuð og fyrir ári síðan. „Við eigum eftir að taka þetta almennilega saman, en við erum nokkuð ánægð með söluna. Auðvitað var fremur vont veður í kortunum, misjafnlega vont. Við höfðum áhyggjur af því að salan yrði minni en raunin varð.“ Hann segir að flugeldasala verði einnig opin fyrir þrettándann þegar margir leggja í vana sinn að skjóta upp flugeldum. Mikið var sprengt í Reykjavík og víðar þegar nýtt ár gekk í garð.Vísir/Egill Óheppilega staðið að átaki Umhverfisstofnunar Dagana fyrir áramót réðst Umhverfisstofnun í átak þar sem landsmenn voru hvattir til að sleppa flugeldum alveg eða stilla notkun þeirra verulega í hóf. Var bent á að flugeldar væru aldrei umhverfisvænir eða skaðlausir og að þörfin fyrir flugelda færi minnkandi með nýjum hugsunarhætti. Otti Rafn telur að þetta átak Umhverfisstofnunar hafi haft áhrif á flugeldasöluna. „Ég hugsa það. Þetta var óheppilega að þessu staðið hjá þeim finnst mér. Við áttum samtal við Umhverfisstofnun í desember og þá var ekkert minnst á að til stæði að fara í svona átak gegn flugeldum. Flugeldar eru ekki bannaðir og það er engin stefna hjá stjórnvöldum að banna flugelda. Þetta átak Umhverfisstofnunar kom aftan að okkur. Það er skrýtið að verið sé að hvetja fólk til að sniðganga kaup á þessum varningi,“ segir Otti Rafn.
Flugeldar Áramót Björgunarsveitir Umhverfismál Tengdar fréttir Verð á flugeldum hækkar vegna gengissveiflu Flugeldasala björgunarsveitanna hefst formlega í dag en verð á flugeldum hækkar frá því í fyrra vegna gengissveiflu. Formaður Landsbjargar segir flugeldasölu langmikilvægasta fjáröflunarliðinn þrátt fyrir að síðustu ár hafi björgunarsveitirnar reynt að hafa eggin í fleiri körfum. 28. desember 2022 12:54 Best sé að sleppa alveg flugeldunum Umhverfisstofnun hvetur landsmenn til að sleppa flugeldum alveg eða stilla notkun þeirra verulega í hóf. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stofnunarinnar. 22. desember 2022 15:43 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Verð á flugeldum hækkar vegna gengissveiflu Flugeldasala björgunarsveitanna hefst formlega í dag en verð á flugeldum hækkar frá því í fyrra vegna gengissveiflu. Formaður Landsbjargar segir flugeldasölu langmikilvægasta fjáröflunarliðinn þrátt fyrir að síðustu ár hafi björgunarsveitirnar reynt að hafa eggin í fleiri körfum. 28. desember 2022 12:54
Best sé að sleppa alveg flugeldunum Umhverfisstofnun hvetur landsmenn til að sleppa flugeldum alveg eða stilla notkun þeirra verulega í hóf. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stofnunarinnar. 22. desember 2022 15:43