Fyrstu árásirnar þegar hálftími var liðinn af nýja árinu Atli Ísleifsson skrifar 1. janúar 2023 22:40 Íbúar í Saporisjía yfirgefa sundursprengd heimili sín eftir linnulausar árásir Rússa. AP Rússar héldu árásum sínum áfram á Úkraínu í dag og var fyrstu flugskeytunum skotið á höfuðborgina Kænugarð þegar einungis um hálftími var liðinn af nýja árinu. Skotið var á byggingar í tveimur hverfum höfuðborgarinnar og er að minnsta kosti einn látinn. AP segir frá því að loftvarnaflautur hafi ómað í Kænugarði í nótt þar sem heimamenn fögnuðu komu nýs árs í smærri hópum á heimilum vegna útgöngubanns sem hafði verið komið á. Talsmaður úkraínska flughersins segir að tekist hafi að skjóta niður að minnsta kosti 45 rússneska dróna á nýársnótt. Á að minnsta kosti einum þeirra hafi verið ritað „Gleðilegt nýtt ár“ á rússnesku. Talsmaður rússneska hersins segir að árásirnar hafi beinst að drónaverksmiðlum Úkraínuhers og að með þeim hafi tekist að draga úr getu Úkraínumanna til að fremja „hryðjuverkaárásir“ gegn Rússlandi. Engin hernaðarleg skotmörk eftir Í færslu á Twitter segir Mykhailo Podolyak, ráðgjafi Volodýmír Selenskí Úkraínuforseta, að árásirnar nú bendi til breytinga í stríðsrekstri Rússa. Segir hann að Rússar virðast ekki lengur með nein hernaðarleg skotmörk á lista og því „reyni þeir að drepa eins marga almenna borgara og hægt er.“ Auk mannfalls í Kænugarði hafa borist fréttir af tveimur látnum Úkraínumönnum í árásum Rússa í Kherson og Saporisjía. Þá eiga um fimmtíu manns að hafa særst í árásum Rússa á nýársnótt. Volodýmír Selenskí Úkraínuforseti segir að enginn í heiminum muni fyrirgefa Rússum.EPA Enginn mun fyrirgefa Rússum Selenskí Úkraínuforseti skrifaði á gamlárskvöld um árásir Rússa þar sem hann sagði meðal annars: „Vélmenni gegn manneskjum… Enginn í heiminum kemur til með að fyrirgefa ykkur þetta. Úkraína mun ekki fyrirgefa.“ Í ávarpi lagði hann jafnframt áherslu á að Úkraínumenn muni halda áfram að berjast þar til að sigur sé í höfn. „Við berjumst og höldum áfram að berjast. Við berjumst eins og lið – landið allt, öll héruð. Ég dáist að ykkur öllum. Ég vil þakka hverju ósigandi héraði í Úkraínu,“ sagði Selenskí. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Fjöldamargar loftárásir á Kænugarð Fjöldamargar loftárásir hafa verið gerðar á Kænugarð og fleiri borgir Úkraínu í dag. Volodómír Selenskí forseti Úkraínu segir Rússa hafa ætlað sér að eyðileggja nýársfögnuð Úkraínumanna með árásunum. Loftvarnarflautur hafa ómað í höfuðborginni í allan dag. 31. desember 2022 13:25 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Fleiri fréttir Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Sjá meira
AP segir frá því að loftvarnaflautur hafi ómað í Kænugarði í nótt þar sem heimamenn fögnuðu komu nýs árs í smærri hópum á heimilum vegna útgöngubanns sem hafði verið komið á. Talsmaður úkraínska flughersins segir að tekist hafi að skjóta niður að minnsta kosti 45 rússneska dróna á nýársnótt. Á að minnsta kosti einum þeirra hafi verið ritað „Gleðilegt nýtt ár“ á rússnesku. Talsmaður rússneska hersins segir að árásirnar hafi beinst að drónaverksmiðlum Úkraínuhers og að með þeim hafi tekist að draga úr getu Úkraínumanna til að fremja „hryðjuverkaárásir“ gegn Rússlandi. Engin hernaðarleg skotmörk eftir Í færslu á Twitter segir Mykhailo Podolyak, ráðgjafi Volodýmír Selenskí Úkraínuforseta, að árásirnar nú bendi til breytinga í stríðsrekstri Rússa. Segir hann að Rússar virðast ekki lengur með nein hernaðarleg skotmörk á lista og því „reyni þeir að drepa eins marga almenna borgara og hægt er.“ Auk mannfalls í Kænugarði hafa borist fréttir af tveimur látnum Úkraínumönnum í árásum Rússa í Kherson og Saporisjía. Þá eiga um fimmtíu manns að hafa særst í árásum Rússa á nýársnótt. Volodýmír Selenskí Úkraínuforseti segir að enginn í heiminum muni fyrirgefa Rússum.EPA Enginn mun fyrirgefa Rússum Selenskí Úkraínuforseti skrifaði á gamlárskvöld um árásir Rússa þar sem hann sagði meðal annars: „Vélmenni gegn manneskjum… Enginn í heiminum kemur til með að fyrirgefa ykkur þetta. Úkraína mun ekki fyrirgefa.“ Í ávarpi lagði hann jafnframt áherslu á að Úkraínumenn muni halda áfram að berjast þar til að sigur sé í höfn. „Við berjumst og höldum áfram að berjast. Við berjumst eins og lið – landið allt, öll héruð. Ég dáist að ykkur öllum. Ég vil þakka hverju ósigandi héraði í Úkraínu,“ sagði Selenskí.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Fjöldamargar loftárásir á Kænugarð Fjöldamargar loftárásir hafa verið gerðar á Kænugarð og fleiri borgir Úkraínu í dag. Volodómír Selenskí forseti Úkraínu segir Rússa hafa ætlað sér að eyðileggja nýársfögnuð Úkraínumanna með árásunum. Loftvarnarflautur hafa ómað í höfuðborginni í allan dag. 31. desember 2022 13:25 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Fleiri fréttir Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Sjá meira
Fjöldamargar loftárásir á Kænugarð Fjöldamargar loftárásir hafa verið gerðar á Kænugarð og fleiri borgir Úkraínu í dag. Volodómír Selenskí forseti Úkraínu segir Rússa hafa ætlað sér að eyðileggja nýársfögnuð Úkraínumanna með árásunum. Loftvarnarflautur hafa ómað í höfuðborginni í allan dag. 31. desember 2022 13:25