Faðir Jude Bellingham sagður vilja sjá strákinn sinn í Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. janúar 2023 09:31 Jude Bellingham sést hér fagna í leik með enska landsliðinu á HM í Katar í desember. Getty/Richard Heathcote Nýjasta slúðrið í kringum enska landsliðsmanninn Jude Bellingham bendir til þess að Liverpool sé að missa af honum. Hinn nítján ára gamli miðjumaður er draumamaður fyrir miðjuna hjá Liverpool sem þarf nauðsynlega á liðstyrk sem fyrst. Rumour has it that Jude Bellingham's father wants him to transfer to Liverpool...Read the gossip #BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) January 1, 2023 Bellingham hefur ekki aðeins spilað frábærlega með Dortmund heldur sýndi hann einnig þroska sinn og hæfileika á stærsta sviðinu með því að leika stórkostlega með enska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í Katar. Dortmund ætlar að selja Bellingham, helst í sumar, en svo gæti einnig farið að hann fari í janúar sé eitthvað félag tilbúið að borga vel fyrir kappann. Erlendu blöðin velta því stanslaust fyrir sér hvar Bellingham muni enda en auk Liverpool eru stórlið Real Madrid og Manchester City einnig með í kapphlaupinu. | Jude Bellingham's father, Mark Bellingham, who acts as his closet advisor and has far more influence than any agent, wants the midfielder to sign for Liverpool in the summer, even though the player has had his head turned by both Real Madrid and Man City. [@footyinsider247] pic.twitter.com/am7Y5hpTp7— Anfield Edition (@AnfieldEdition) December 31, 2022 Nú síðast hafa verið upp vangaveltur að leikmaðurinn sjálfur sé spenntastur að fara til Real Madrid. Heimildir hjá Football Insider vefnum herma hins vegar að faðir Jude Bellingham vilji ekki sjá hann taka skrefið til Spánar heldur fara til Jürgen Klopp hjá Liverpool. Stuðningsmönnum Liverpool dreymir um að fá Bellingham en hækkandi verðmiði og þessi mikli áhugi hjá Real Madrid dregur vissulega úr líkum á því að hann endi á Anfield. Nú er bara að sjá hvort strákurinn sé tilbúinn að hlusta á pabba sinn og hvort Liverpool sé tilbúið að setja mikinn pening í þennan framtíðarleiðtoga sem heldur ekki upp á tvítugsafmælið sitt fyrr en í lok júní. Enski boltinn Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Enski boltinn Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Sjá meira
Hinn nítján ára gamli miðjumaður er draumamaður fyrir miðjuna hjá Liverpool sem þarf nauðsynlega á liðstyrk sem fyrst. Rumour has it that Jude Bellingham's father wants him to transfer to Liverpool...Read the gossip #BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) January 1, 2023 Bellingham hefur ekki aðeins spilað frábærlega með Dortmund heldur sýndi hann einnig þroska sinn og hæfileika á stærsta sviðinu með því að leika stórkostlega með enska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í Katar. Dortmund ætlar að selja Bellingham, helst í sumar, en svo gæti einnig farið að hann fari í janúar sé eitthvað félag tilbúið að borga vel fyrir kappann. Erlendu blöðin velta því stanslaust fyrir sér hvar Bellingham muni enda en auk Liverpool eru stórlið Real Madrid og Manchester City einnig með í kapphlaupinu. | Jude Bellingham's father, Mark Bellingham, who acts as his closet advisor and has far more influence than any agent, wants the midfielder to sign for Liverpool in the summer, even though the player has had his head turned by both Real Madrid and Man City. [@footyinsider247] pic.twitter.com/am7Y5hpTp7— Anfield Edition (@AnfieldEdition) December 31, 2022 Nú síðast hafa verið upp vangaveltur að leikmaðurinn sjálfur sé spenntastur að fara til Real Madrid. Heimildir hjá Football Insider vefnum herma hins vegar að faðir Jude Bellingham vilji ekki sjá hann taka skrefið til Spánar heldur fara til Jürgen Klopp hjá Liverpool. Stuðningsmönnum Liverpool dreymir um að fá Bellingham en hækkandi verðmiði og þessi mikli áhugi hjá Real Madrid dregur vissulega úr líkum á því að hann endi á Anfield. Nú er bara að sjá hvort strákurinn sé tilbúinn að hlusta á pabba sinn og hvort Liverpool sé tilbúið að setja mikinn pening í þennan framtíðarleiðtoga sem heldur ekki upp á tvítugsafmælið sitt fyrr en í lok júní.
Enski boltinn Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Enski boltinn Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Sjá meira