Sagðir hafa fellt hundruð Rússa í einni árás Samúel Karl Ólason skrifar 2. janúar 2023 11:13 Úkraínumenn gerðu árásina með HIMARS-eldflaugakerfum sem þeir fengu frá Bandaríkjunum. EPA/HANNIBAL HANSCHKE Úkraínumenn eru sagðir hafa fellt hundruð rússneskra hermanna í einni árás í austurhluta Úkraínu á nýársnótt. Fregnir hafa borist af því að flugskeytum hafi verið skotið að skóla í bænum Makívka því þar hafi fjölmargir hermenn verið komnir saman. Skólinn er nú rústir einar en skotfæri munu einnig hafa verið geymd í kjallara skólans. Yfirvöld í Rússlandi og á hernumdum svæðum í Úkraínu hafa ekkert sagt um árásina en mikið hefur verið rætt um hana meðal rússneskra herbloggara. Þeir eru mjög virkir í Rússlandi og hafa margir hverjir góða heimildarmenn í rússneska hernum. Þeir hafa heilt yfir fordæmt atvikið og gagnrýnt leiðtoga hersins alvarlega fyrir að smala svo mörgum hermönnum saman á einn stað. Einnig hefur það verið harðlega gagnrýnt að skotfæri hafi verið geymd á sama stað. Ekkert virðist hafa verið fjallað um árásina í ríkismiðlum Rússlands. Miðillinn Moscow Times hefur þó fjallað um árásina. Uppfært 13:30: Fréttaveitan RIA, sem er í eigu rússneska ríkisins, segir minnst 63 hermenn hafa fallið í árásinni. Herbloggararnir í Rybar segja að um sex hundruð hermenn hafi verið í skólanum. Myndbönd af rústum skólans hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum. The Russian base in Makiivka is but dust. HIMARS have delivered absolute carnage. An expected response for the Russian Shahed terror attacks on New Years Eve and the newest reminder that no matter where Russians position themselves, they are not safe. #Ukraine #Donetsk #Makiivka pic.twitter.com/Pfguo4phIK— (((Tendar))) (@Tendar) January 1, 2023 Úkraínumenn hafa tjáð sig lítillega um árásina og segja allt að fjögur hundruð Rússa hafa fallið í henni og um þrjú hundruð hafi særst. Rússneskir herbloggarar hafa slegið á svipaða strengi og segja að enn sé mikið af líkum í rústum skólans. Igor Girkin, sem var áður einn af leiðtogum aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu, segir að margra sé saknað. Líklega séu mörg hundruð menn fallnir. Varnarmálaráðuneyti ríkisins birti myndband af HIMARS-eldflaugakerfi að morgni nýársdags. Með myndbandinu fylgdi textinn „Óvænt ánægja!“ eða „Surprise“. Surprise! pic.twitter.com/R0gSLvm2LN— Defense of Ukraine (@DefenceU) January 1, 2023 Útlit er fyrir að um kvaðmenn hafi verið að ræða, það er að segja menn sem skikkaðir hafa verið til herþjónustu, en mennirnir eru sagðir koma frá Saratov-héraði í Rússlandi. Sérfræðingur sem sérhæfir sig í málefnum rússneska hersins segir að eitt þeirra vandamála sem notkun kvaðmanna feli í sér sé að ekki sé hægt að skipta þeim upp í smærri hópa. Samheldni smærri eininga sé lítil vegna skorts á leiðtogum og þjálfun. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Rússar héldu árásum sínum áfram í nótt Loftvarnaflautur hljómuðu í Kænugarði í gærkvöldi og nótt en samkvæmt heimildarmönnum innan úkraínska hersins skutu loftvarnakerfi niður um það bil tuttugu skotmörk, meðal annars dróna. 2. janúar 2023 07:14 Fyrstu árásirnar þegar hálftími var liðinn af nýja árinu Rússar héldu árásum sínum áfram á Úkraínu í dag og var fyrstu flugskeytunum skotið á höfuðborgina Kænugarð þegar einungis um hálftími var liðinn af nýja árinu. Skotið var á byggingar í tveimur hverfum höfuðborgarinnar og er að minnsta kosti einn látinn. 1. janúar 2023 22:40 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Sjá meira
Skólinn er nú rústir einar en skotfæri munu einnig hafa verið geymd í kjallara skólans. Yfirvöld í Rússlandi og á hernumdum svæðum í Úkraínu hafa ekkert sagt um árásina en mikið hefur verið rætt um hana meðal rússneskra herbloggara. Þeir eru mjög virkir í Rússlandi og hafa margir hverjir góða heimildarmenn í rússneska hernum. Þeir hafa heilt yfir fordæmt atvikið og gagnrýnt leiðtoga hersins alvarlega fyrir að smala svo mörgum hermönnum saman á einn stað. Einnig hefur það verið harðlega gagnrýnt að skotfæri hafi verið geymd á sama stað. Ekkert virðist hafa verið fjallað um árásina í ríkismiðlum Rússlands. Miðillinn Moscow Times hefur þó fjallað um árásina. Uppfært 13:30: Fréttaveitan RIA, sem er í eigu rússneska ríkisins, segir minnst 63 hermenn hafa fallið í árásinni. Herbloggararnir í Rybar segja að um sex hundruð hermenn hafi verið í skólanum. Myndbönd af rústum skólans hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum. The Russian base in Makiivka is but dust. HIMARS have delivered absolute carnage. An expected response for the Russian Shahed terror attacks on New Years Eve and the newest reminder that no matter where Russians position themselves, they are not safe. #Ukraine #Donetsk #Makiivka pic.twitter.com/Pfguo4phIK— (((Tendar))) (@Tendar) January 1, 2023 Úkraínumenn hafa tjáð sig lítillega um árásina og segja allt að fjögur hundruð Rússa hafa fallið í henni og um þrjú hundruð hafi særst. Rússneskir herbloggarar hafa slegið á svipaða strengi og segja að enn sé mikið af líkum í rústum skólans. Igor Girkin, sem var áður einn af leiðtogum aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu, segir að margra sé saknað. Líklega séu mörg hundruð menn fallnir. Varnarmálaráðuneyti ríkisins birti myndband af HIMARS-eldflaugakerfi að morgni nýársdags. Með myndbandinu fylgdi textinn „Óvænt ánægja!“ eða „Surprise“. Surprise! pic.twitter.com/R0gSLvm2LN— Defense of Ukraine (@DefenceU) January 1, 2023 Útlit er fyrir að um kvaðmenn hafi verið að ræða, það er að segja menn sem skikkaðir hafa verið til herþjónustu, en mennirnir eru sagðir koma frá Saratov-héraði í Rússlandi. Sérfræðingur sem sérhæfir sig í málefnum rússneska hersins segir að eitt þeirra vandamála sem notkun kvaðmanna feli í sér sé að ekki sé hægt að skipta þeim upp í smærri hópa. Samheldni smærri eininga sé lítil vegna skorts á leiðtogum og þjálfun.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Rússar héldu árásum sínum áfram í nótt Loftvarnaflautur hljómuðu í Kænugarði í gærkvöldi og nótt en samkvæmt heimildarmönnum innan úkraínska hersins skutu loftvarnakerfi niður um það bil tuttugu skotmörk, meðal annars dróna. 2. janúar 2023 07:14 Fyrstu árásirnar þegar hálftími var liðinn af nýja árinu Rússar héldu árásum sínum áfram á Úkraínu í dag og var fyrstu flugskeytunum skotið á höfuðborgina Kænugarð þegar einungis um hálftími var liðinn af nýja árinu. Skotið var á byggingar í tveimur hverfum höfuðborgarinnar og er að minnsta kosti einn látinn. 1. janúar 2023 22:40 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Sjá meira
Rússar héldu árásum sínum áfram í nótt Loftvarnaflautur hljómuðu í Kænugarði í gærkvöldi og nótt en samkvæmt heimildarmönnum innan úkraínska hersins skutu loftvarnakerfi niður um það bil tuttugu skotmörk, meðal annars dróna. 2. janúar 2023 07:14
Fyrstu árásirnar þegar hálftími var liðinn af nýja árinu Rússar héldu árásum sínum áfram á Úkraínu í dag og var fyrstu flugskeytunum skotið á höfuðborgina Kænugarð þegar einungis um hálftími var liðinn af nýja árinu. Skotið var á byggingar í tveimur hverfum höfuðborgarinnar og er að minnsta kosti einn látinn. 1. janúar 2023 22:40