Hætta að dreifa Fréttablaðinu á heimili fólks Jakob Bjarnar skrifar 2. janúar 2023 11:19 Jón Þórisson, forstjóri Torgs sem gefur út Fréttablaðið, segir að með því að hætta að bera blaðið á heimili fólks sparist einn milljarður króna. vísir/sigurjón Fréttablaðið greinir frá því að hætt verði að dreifa blaðinu inn á heimili íbúa á höfuðborgarsvæðinu sem og á Akureyri. Jón Þórisson, forstjóri Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins, segir þrátt fyrir þetta að engin ástæða sé til að ætla annað en að lesturinn geti orðið að minnsta kosti sambærilegur og verið hefur þrátt fyrir það að ákveðið hafi verið að hverfa frá því að dreifa blöðum á heimili landsmanna. Nú verður gripið til þess að hafa blaðið aðgengilegt í þar til gerðum stöndum á 120 fjölförnum stöðum á höfuðborgarsvæðinu, á Suðurnesjum, Árborgarsvæðinu, Akranesi, Borgarnesi og á Akureyri auk þess sem það verður gefið út í rafrænu formi eins og verið hefur. Dreifingin verið í lamasessi um langt skeið Þetta eru óneitanlega tíðindi af íslenskum fjölmiðlamarkaði en upphaflega viðskiptahugmyndin með Fréttablaðinu var að ná forskoti með því að dreifa blaðinu á hvert heimili, sem tókst. Fréttablaðið náði að leggja Morgunblaðið sem víðlesnasti fjölmiðill landsins uppúr aldamótum. Hins vegar hafa prentmiðlar verið að gefa eftir á heimsvísu, þetta dreifingarfyrirkomulag er óhemju dýrt og fréttalestur verið að færast inn á netið í auknari mæli. Vísir greindi frá því september að mjög væri kvartað undan því að Fréttablaðið bærist ekki í hús og ein ástæðan gæti verið sú að sumir blaðberar liggja á því lúalaginu að demba blöðum dagsins beint í ruslagáma. Hefur þetta verið reglulega til umræðu í hinum ýmsu hverfahópum á Facebook en þar birtist meðal annars myndskeið af tveimur blaðberum sem voru snemma á ferð, á rafskútum sínum í óða önn við að troða útburði dagsins beint í ruslastamp sem stendur við Sogaveg. Spara sér milljarð með þessu móti „Ástæða þessarar breytingar er margþætt,“ segir Jón í samtali við eigið blað: „Í fyrsta lagi höfum við hjá Torgi haft vaxandi áhyggjur af því að dreifing blaðsins væri ekki í samræmi við þau markmið sem við höfum gengið út frá og að dreifingarferlinu fylgdi óþarfa sóun. Ný mynd tekin við ruslagáma. Þessi blöð náðu ekki til lesenda sinna.vísir/sigurjón Það er í takti við vaxandi umhverfisvitund að lágmarka kolefnisspor í okkar starfsemi. Við bætist svo að dreifing blaðs til tugþúsunda heimila er óhemju kostnaðarsöm og reikna má með að kostnaður á nýbyrjuðu ári hefði orðið yfir einn milljarður króna.“ Fjölmiðlar Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Sjá meira
Jón Þórisson, forstjóri Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins, segir þrátt fyrir þetta að engin ástæða sé til að ætla annað en að lesturinn geti orðið að minnsta kosti sambærilegur og verið hefur þrátt fyrir það að ákveðið hafi verið að hverfa frá því að dreifa blöðum á heimili landsmanna. Nú verður gripið til þess að hafa blaðið aðgengilegt í þar til gerðum stöndum á 120 fjölförnum stöðum á höfuðborgarsvæðinu, á Suðurnesjum, Árborgarsvæðinu, Akranesi, Borgarnesi og á Akureyri auk þess sem það verður gefið út í rafrænu formi eins og verið hefur. Dreifingin verið í lamasessi um langt skeið Þetta eru óneitanlega tíðindi af íslenskum fjölmiðlamarkaði en upphaflega viðskiptahugmyndin með Fréttablaðinu var að ná forskoti með því að dreifa blaðinu á hvert heimili, sem tókst. Fréttablaðið náði að leggja Morgunblaðið sem víðlesnasti fjölmiðill landsins uppúr aldamótum. Hins vegar hafa prentmiðlar verið að gefa eftir á heimsvísu, þetta dreifingarfyrirkomulag er óhemju dýrt og fréttalestur verið að færast inn á netið í auknari mæli. Vísir greindi frá því september að mjög væri kvartað undan því að Fréttablaðið bærist ekki í hús og ein ástæðan gæti verið sú að sumir blaðberar liggja á því lúalaginu að demba blöðum dagsins beint í ruslagáma. Hefur þetta verið reglulega til umræðu í hinum ýmsu hverfahópum á Facebook en þar birtist meðal annars myndskeið af tveimur blaðberum sem voru snemma á ferð, á rafskútum sínum í óða önn við að troða útburði dagsins beint í ruslastamp sem stendur við Sogaveg. Spara sér milljarð með þessu móti „Ástæða þessarar breytingar er margþætt,“ segir Jón í samtali við eigið blað: „Í fyrsta lagi höfum við hjá Torgi haft vaxandi áhyggjur af því að dreifing blaðsins væri ekki í samræmi við þau markmið sem við höfum gengið út frá og að dreifingarferlinu fylgdi óþarfa sóun. Ný mynd tekin við ruslagáma. Þessi blöð náðu ekki til lesenda sinna.vísir/sigurjón Það er í takti við vaxandi umhverfisvitund að lágmarka kolefnisspor í okkar starfsemi. Við bætist svo að dreifing blaðs til tugþúsunda heimila er óhemju kostnaðarsöm og reikna má með að kostnaður á nýbyrjuðu ári hefði orðið yfir einn milljarður króna.“
Fjölmiðlar Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Sjá meira