Við verðum í beinni útsendingu frá nokkrum stöðum, heyrum í formanni velferarráðs Reykjavíkurborgar og spyrjum hvers vegna ákvörðun var tekin í morgun um að framlengja ekki sólarhringsopnun neyðarskýla fyrir heimilislausa, skoðum mikla aðsókn í endurvinnslustöðvar í dag og skreppum við í ræktina til að heyra um áramótaheit fólks.
Sýnt er frá óvæntu bónorði um borð í flugvél í tímanum - alltaf notalegt að fá smá rómantík - og umfjöllun að norðan um fimm stjörnu lúxushótel sem rís nú við Eyjafjörð.