Innlent

Neyðarskýlin ekki lengur opin allan sólarhringinn

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Konukot er neyðarskýli fyrir heimilislausar konur.
Konukot er neyðarskýli fyrir heimilislausar konur. Vísir/Arnar

Reykjavíkurborg hyggst ekki halda áfram með sólarhringsopnanir neyðarskýla borgarinnar, nú þegar nýtt ár er gengið í garð og kuldakast desembermánaðar yfirstaðið. 

Þannig var skýlunum lokað klukkan 10 í gærmorgun, samkvæmt hefðbundnum opnunartíma.

Frá þessu greinir mbl.is.

„Við sjá­um það núna að það er orðið lát á þess­ari kuldatíð þannig að við för­um í eðli­leg­an opn­un­ar­tíma en eins og áður er opið hjá kaffi­stofu Sam­hjálp­ar og Hjálp­ræðis­her­inn er með opið. Fólk get­ur leitað þangað,“ segir Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri velferðasviðs.

Sólahringsopnun var í neyðarskýlunum að Grandagarði og Lindargötu frá 17. desember og út árið, vegna veðurs. Rannveig segir að nú verði staðan metin eftir veðri hverju sinni. Hún bendir á að neyðarskýlin séu ekki búsetuúrræði.

Skýlin voru full yfir hátíðirnar og rúmlega það en Grandagarður tekur jafnan við 15 í gistingu, Lindargata við 25 og Konukot við 12.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×