Farsímanotkun sögð hafa leitt til einnar mannskæðustu árásar stríðsins Samúel Karl Ólason skrifar 3. janúar 2023 11:16 Úkraínumenn notuðu HIMARS-eldflaugakerfi til árásarinnar. Rússar segja sex eldflaugum hafa verið skotið að skólanum en tvær hafi verið skotnar niður. EPA/HANNIBAL HANSCHKE Rússneskir ráðamenn í Donetsk-héraði í Úkraínu segja að þeir hermenn sem féllu í einni af mannskæðustu árásum stríðsins í Úkraínu á nýársnótt geti kennt sjálfum sér um. Úkraínumenn hafi fundið þá vegna þess hve margir af hermönnunum voru að nota farsíma sína. TASS fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, vitnar í heimildarmann í Donetsk um að bráðabirgðaniðurstöður bendi til þess að símanotkun hermanna hafa leitt til árásarinnar. Úkraínumenn hafi greint hana og fundið hermennina. Úkraínumenn sögðust fyrst hafa fellt allt að fjögur hundruð hermenn með HIMARS-eldflaugum í skóla í bænum Makívka nærri Donetsk-borg á nýársnótt. Um þrjú hundruð hefðu særst. Þeir drógu þó úr yfirlýsingum sínum og sögðust vera að leggja mat á árangur árásarinnar. Varnarmálaráðuneyti Rússlands hefur viðurkennt að minnst 63 hermenn féllu í árásinni en það eitt og sér gerir árásina að einhverri þeirri mannskæðustu í stríðinu í Úkraínu. Rússneskir herbloggarar hafa sagt að allt að sex hundruð menn hafi verið í skólanum. Skotfæri eru sögð hafa verið geymd í kjallara skólans en í árásinni munu þau hafa sprungið og skólinn er ekkert nema rústir. Rússar segja að tvær af sex eldflaugum hafi verið skotnar niður en fjórar hafi hæft skólann. Í skólanum voru að mestu kvaðmenn, það er að segja menn sem skikkaðir hafa verið til herþjónustu, en mennirnir eru flestir sagðir koma frá Saratov-héraði í Rússlandi. Rússneski herinn hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að hafa svo marga hermenn á sama staðnum svo nærri víglínunum í Úkraínu. Rússneski miðillinn Moscow Times segir útskýringu ráðamanna í Donetsk ekki hafa fallið í kramið hjá rússneskum herbloggurum, sem fjalla mikið um innrásina í Úkraínu og eru oft gagnrýnir á leiðtoga hersins, né öðrum í Rússlandi. Þeir sem halda utan um Telegram-síðu Rybar, segja til að mynda að leiðtogum herdeildarinnar sé um að kenna. Þeir hefðu átt að dreifa kvaðmönnunum betur og ekki hýsa þá á sama stað og þeir geymdu mikið magn skotfæra. Þingmenn vilja rannsókn New York Times segir að rússneskir þingmenn hafi krafist þess að árásin og aðdragandi hennar verði rannsökuð frekar. Þeirra á meðal eru þingmenn sem eru hliðhollir ríkisstjórn Rússlands en þeir hafa meðal annars kallað eftir því að þeir sem beri ábyrgð á árásinni verði sóttir til saka. Sergei Mironov, þingmaður, sagði til að mynda að augljóst væri að margt hefði ekki virkað sem skildi og nefndi hann loftvarnir og upplýsingaöflun. Þá hefur NYT eftir einum af talsmönnum leppstjóra Rússa í Donetsk að árásin hafi verið gífurlegt högg. Þetta sé alvarlegasta manntjón sem Rússar hafi orðið fyrir og það hafi ekki komið til vegna hæfileika Úkraínumanna, heldur mistaka Rússa. Árás fönguð í beinni Rússar gerðu í gærkvöldi árásir í bænum Druzhkovka, sem einnig er í Donetsk-héraði. Ein þeirra beindist gegn hóteli sem erlendir blaðamenn eru sagðir sækja og náðist hún á myndband í beinni útsendingu hjá frönskum fréttamönnum. Rybar halda því fram að árásirnar í bænum hafi meðal annars beinst að vistarstað erlendra málaliða og sömuleiðis loftvarnarkerfum og HIMARS-eldflaugakerfum. Ekkert hefur þó verið staðfest í þessum efnum en Rússar hafa ítrekað haldið því fram að þeir hafi grandað HIMARS-kerfum án þess þó að það hafi verið sannreynt. This French TV team caught a Russian attack in Druzhkivka (south of Kramatorsk) live on tape. #Kramatorsk #Ukraine #Donetsk pic.twitter.com/mH4G3jS83j— (((Tendar))) (@Tendar) January 3, 2023 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Selenskí segir drónaárásir Rússa verða langvarandi Selenskí Úkraínuforseti sagði í reglulegu ávarpi sínu í nótt að Rússar ætli sér augljóslega að beita írönskum drónum í meira mæli næstu mánuðina til að draga stríðið á langinn og að ætlun þeirra sé að vona að Úkraínumenn missi baráttuþrekið. 3. janúar 2023 07:18 Rússar héldu árásum sínum áfram í nótt Loftvarnaflautur hljómuðu í Kænugarði í gærkvöldi og nótt en samkvæmt heimildarmönnum innan úkraínska hersins skutu loftvarnakerfi niður um það bil tuttugu skotmörk, meðal annars dróna. 2. janúar 2023 07:14 Fyrstu árásirnar þegar hálftími var liðinn af nýja árinu Rússar héldu árásum sínum áfram á Úkraínu í dag og var fyrstu flugskeytunum skotið á höfuðborgina Kænugarð þegar einungis um hálftími var liðinn af nýja árinu. Skotið var á byggingar í tveimur hverfum höfuðborgarinnar og er að minnsta kosti einn látinn. 1. janúar 2023 22:40 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira
TASS fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, vitnar í heimildarmann í Donetsk um að bráðabirgðaniðurstöður bendi til þess að símanotkun hermanna hafa leitt til árásarinnar. Úkraínumenn hafi greint hana og fundið hermennina. Úkraínumenn sögðust fyrst hafa fellt allt að fjögur hundruð hermenn með HIMARS-eldflaugum í skóla í bænum Makívka nærri Donetsk-borg á nýársnótt. Um þrjú hundruð hefðu særst. Þeir drógu þó úr yfirlýsingum sínum og sögðust vera að leggja mat á árangur árásarinnar. Varnarmálaráðuneyti Rússlands hefur viðurkennt að minnst 63 hermenn féllu í árásinni en það eitt og sér gerir árásina að einhverri þeirri mannskæðustu í stríðinu í Úkraínu. Rússneskir herbloggarar hafa sagt að allt að sex hundruð menn hafi verið í skólanum. Skotfæri eru sögð hafa verið geymd í kjallara skólans en í árásinni munu þau hafa sprungið og skólinn er ekkert nema rústir. Rússar segja að tvær af sex eldflaugum hafi verið skotnar niður en fjórar hafi hæft skólann. Í skólanum voru að mestu kvaðmenn, það er að segja menn sem skikkaðir hafa verið til herþjónustu, en mennirnir eru flestir sagðir koma frá Saratov-héraði í Rússlandi. Rússneski herinn hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að hafa svo marga hermenn á sama staðnum svo nærri víglínunum í Úkraínu. Rússneski miðillinn Moscow Times segir útskýringu ráðamanna í Donetsk ekki hafa fallið í kramið hjá rússneskum herbloggurum, sem fjalla mikið um innrásina í Úkraínu og eru oft gagnrýnir á leiðtoga hersins, né öðrum í Rússlandi. Þeir sem halda utan um Telegram-síðu Rybar, segja til að mynda að leiðtogum herdeildarinnar sé um að kenna. Þeir hefðu átt að dreifa kvaðmönnunum betur og ekki hýsa þá á sama stað og þeir geymdu mikið magn skotfæra. Þingmenn vilja rannsókn New York Times segir að rússneskir þingmenn hafi krafist þess að árásin og aðdragandi hennar verði rannsökuð frekar. Þeirra á meðal eru þingmenn sem eru hliðhollir ríkisstjórn Rússlands en þeir hafa meðal annars kallað eftir því að þeir sem beri ábyrgð á árásinni verði sóttir til saka. Sergei Mironov, þingmaður, sagði til að mynda að augljóst væri að margt hefði ekki virkað sem skildi og nefndi hann loftvarnir og upplýsingaöflun. Þá hefur NYT eftir einum af talsmönnum leppstjóra Rússa í Donetsk að árásin hafi verið gífurlegt högg. Þetta sé alvarlegasta manntjón sem Rússar hafi orðið fyrir og það hafi ekki komið til vegna hæfileika Úkraínumanna, heldur mistaka Rússa. Árás fönguð í beinni Rússar gerðu í gærkvöldi árásir í bænum Druzhkovka, sem einnig er í Donetsk-héraði. Ein þeirra beindist gegn hóteli sem erlendir blaðamenn eru sagðir sækja og náðist hún á myndband í beinni útsendingu hjá frönskum fréttamönnum. Rybar halda því fram að árásirnar í bænum hafi meðal annars beinst að vistarstað erlendra málaliða og sömuleiðis loftvarnarkerfum og HIMARS-eldflaugakerfum. Ekkert hefur þó verið staðfest í þessum efnum en Rússar hafa ítrekað haldið því fram að þeir hafi grandað HIMARS-kerfum án þess þó að það hafi verið sannreynt. This French TV team caught a Russian attack in Druzhkivka (south of Kramatorsk) live on tape. #Kramatorsk #Ukraine #Donetsk pic.twitter.com/mH4G3jS83j— (((Tendar))) (@Tendar) January 3, 2023
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Selenskí segir drónaárásir Rússa verða langvarandi Selenskí Úkraínuforseti sagði í reglulegu ávarpi sínu í nótt að Rússar ætli sér augljóslega að beita írönskum drónum í meira mæli næstu mánuðina til að draga stríðið á langinn og að ætlun þeirra sé að vona að Úkraínumenn missi baráttuþrekið. 3. janúar 2023 07:18 Rússar héldu árásum sínum áfram í nótt Loftvarnaflautur hljómuðu í Kænugarði í gærkvöldi og nótt en samkvæmt heimildarmönnum innan úkraínska hersins skutu loftvarnakerfi niður um það bil tuttugu skotmörk, meðal annars dróna. 2. janúar 2023 07:14 Fyrstu árásirnar þegar hálftími var liðinn af nýja árinu Rússar héldu árásum sínum áfram á Úkraínu í dag og var fyrstu flugskeytunum skotið á höfuðborgina Kænugarð þegar einungis um hálftími var liðinn af nýja árinu. Skotið var á byggingar í tveimur hverfum höfuðborgarinnar og er að minnsta kosti einn látinn. 1. janúar 2023 22:40 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira
Selenskí segir drónaárásir Rússa verða langvarandi Selenskí Úkraínuforseti sagði í reglulegu ávarpi sínu í nótt að Rússar ætli sér augljóslega að beita írönskum drónum í meira mæli næstu mánuðina til að draga stríðið á langinn og að ætlun þeirra sé að vona að Úkraínumenn missi baráttuþrekið. 3. janúar 2023 07:18
Rússar héldu árásum sínum áfram í nótt Loftvarnaflautur hljómuðu í Kænugarði í gærkvöldi og nótt en samkvæmt heimildarmönnum innan úkraínska hersins skutu loftvarnakerfi niður um það bil tuttugu skotmörk, meðal annars dróna. 2. janúar 2023 07:14
Fyrstu árásirnar þegar hálftími var liðinn af nýja árinu Rússar héldu árásum sínum áfram á Úkraínu í dag og var fyrstu flugskeytunum skotið á höfuðborgina Kænugarð þegar einungis um hálftími var liðinn af nýja árinu. Skotið var á byggingar í tveimur hverfum höfuðborgarinnar og er að minnsta kosti einn látinn. 1. janúar 2023 22:40