„Eina áramótaheitið sem ég hef staðið við“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. janúar 2023 11:43 Valgerður Árnadóttir, formaður félags grænkera. Sístækkandi átakið Veganúar hefst formlega í kvöld með upphafsfundi í Bíó Paradís. Formaður félags grænkera telur alla geta sneitt hjá dýraafurðum í einn mánuð og segir átakið oft leiða til betri neysluvenja til frambúðar Blásið verður formlega til Veganúar átaksins í sjöunda sinn með upphafsfundi í Bíó Paradís klukkan átta í kvöld þar sem sérfræðingar munu fara yfir hugmyndafræði veganisma og mögulegan ávinning þess að taka upp grænkeralífstíl. Íslenski viðburðurinn er hluti af átaki á heimsvísu og sífellt fleiri um allan heim hafa verið að skrá sig til leiks, að sögn Valgerðar Árnadóttur formanns félags grænkera. „Samkvæmt alþjóðatölum frá Veganuary-samtökunum eru þetta alltaf fleiri og fleiri. Ég held að það hafi verið um 630 þúsund sem tóku þátt nú síðast.“ Líkt og margt annað hefur átakið verðið heldur lágstemmt síðustu tvö ár vegna faraldursins en Valgerður segir að um tvö hundruð hafi þó skráð sig hér á landi í fyrra og sótt ýmsa rafræna viðburði. Nú horfir til betri tíðar og allan mánuðinn verða ýmsir viðburðir sem hægt er að kynna sér á heimasíðu Veganúar. Valgerður segir ótal kosti við að sneiða hjá dýraafurðum. Það sé gott fyrir umhverfið vegna kolefnisspors kjötframleiðslu og heilsuna. Hún hvetur alla til að prófa. „Þetta er til dæmis eina áramótaheitið sem ég hef staðið við frá því að ég prófaði. Ég hef verið vegan frá 1. janúar 2016 þegar ég tók þátt í Veganúar og það eru mjög margir sem annað hvort halda áfram og eru vegan eftir að þeir prófa mánuð, eða breyta neysluvenjum til hins betra og minnka neyslu á dýraafurðum,“ segir Valgerður. „Það ættu allir að geta prófað að borða ekki dýr í einn mánuð og kannski sjá hvort þeir verði einhvers vísari.“ Vegan Umhverfismál Mest lesið Eldgos er hafið Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Innlent Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Innlent Fleiri fréttir Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Eldgos er hafið Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Bíll fór á hliðina á Suðurlandsvegi Bann við dvöl í bústað og aðgerðir sem bitnuðu á börnum ósanngjarnastar „Lærið af mistökum okkar!“ „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Pallborðið: Er harka að færast í leikinn? Sjá meira
Blásið verður formlega til Veganúar átaksins í sjöunda sinn með upphafsfundi í Bíó Paradís klukkan átta í kvöld þar sem sérfræðingar munu fara yfir hugmyndafræði veganisma og mögulegan ávinning þess að taka upp grænkeralífstíl. Íslenski viðburðurinn er hluti af átaki á heimsvísu og sífellt fleiri um allan heim hafa verið að skrá sig til leiks, að sögn Valgerðar Árnadóttur formanns félags grænkera. „Samkvæmt alþjóðatölum frá Veganuary-samtökunum eru þetta alltaf fleiri og fleiri. Ég held að það hafi verið um 630 þúsund sem tóku þátt nú síðast.“ Líkt og margt annað hefur átakið verðið heldur lágstemmt síðustu tvö ár vegna faraldursins en Valgerður segir að um tvö hundruð hafi þó skráð sig hér á landi í fyrra og sótt ýmsa rafræna viðburði. Nú horfir til betri tíðar og allan mánuðinn verða ýmsir viðburðir sem hægt er að kynna sér á heimasíðu Veganúar. Valgerður segir ótal kosti við að sneiða hjá dýraafurðum. Það sé gott fyrir umhverfið vegna kolefnisspors kjötframleiðslu og heilsuna. Hún hvetur alla til að prófa. „Þetta er til dæmis eina áramótaheitið sem ég hef staðið við frá því að ég prófaði. Ég hef verið vegan frá 1. janúar 2016 þegar ég tók þátt í Veganúar og það eru mjög margir sem annað hvort halda áfram og eru vegan eftir að þeir prófa mánuð, eða breyta neysluvenjum til hins betra og minnka neyslu á dýraafurðum,“ segir Valgerður. „Það ættu allir að geta prófað að borða ekki dýr í einn mánuð og kannski sjá hvort þeir verði einhvers vísari.“
Vegan Umhverfismál Mest lesið Eldgos er hafið Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Innlent Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Innlent Fleiri fréttir Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Eldgos er hafið Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Bíll fór á hliðina á Suðurlandsvegi Bann við dvöl í bústað og aðgerðir sem bitnuðu á börnum ósanngjarnastar „Lærið af mistökum okkar!“ „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Pallborðið: Er harka að færast í leikinn? Sjá meira