Mannskæður skotbardagi eftir flótta úr fangelsi Kjartan Kjartansson skrifar 3. janúar 2023 15:51 Vopnaður hermaður fyrir utan ríkisfangelsið í Juárez-borg þaðan sem þrjátíu fangar sluppu á nýársdag, þar á meðal alræmdur glæpaforingi. AP/Christian Chavez Að minnsta kosti sjö eru fallnir eftir að til skotbardaga kom á milli lögreglumanna sem leita fanga sem flúðu úr fangelsi á nýársdag og hóps vopnaðra manna í Mexíkó. Þrjátíu fangar sluppu þegar félagar í glæpagengi réðust á fangelsið. Vopnaðir menn hófu skothríð á lögreglumenn sem eltust við fangana og felldu að minnsta kosti tvo þeirra. Fimm byssumannanna eru sagðir hafa fallið sömuleiðis. Breska ríkisútvarpið BBC segir óljóst hvort að einhver fanganna sé á meðal þeirra föllnu. Talið er að glæpagengi Los Mexicles, sem tengist Sinaloa-eiturlyfjahringnum alræmda, hafi staðið fyrir árásinni á fangelsið í Juárez-borg í Chihuahua við bandarísku landamærin á nýársdag. Tíu fangaverðir og sjö fangar féllu í árásinni. Félagar í Los Mexicles mættu fyrir utan fangelsið í brynvörðum bílum og hófu skothríð á verði við innganginn. Á sama tíma kveiktu fangar í dýnum í klefum sínum til þess að skapa ringulreið og dreifa athygli varðanna innan veggja fangelsisins. Með nuddpott og plasmasjónvarp í klefanum Talið er að í það minnsta þrjátíu fangar hafi sloppið, þar á meðal Ernesto „El neto“ Piñón de la Cruz, leiðtogi Los Mexicles. Hann afplánaði fjórtán ára fangelsisdóm fyrir mannrán og morð. Hann særðist þegar gengið gerði misheppnaða tilraun til þess að frelsa hann árið 2010. Lögregla leitar nú í bílum við flugvelli og á hraðbrautum í grennd við fangelsið til þess að koma í veg fyrir að El Neto og lagsmenn hans komist úr ríkinu. Varnarmálaráðherra Mexíkó segir að tíu „lúxusklefar“ hafi fundist í fangelsinu eftir árásina. Í klefa El neto var meðal annars nuddpottur, plasmasjónvarp og peningaskápur með jafnvirði milljóna króna í. Þá fann lögregla töluvert magn af fíkniefnum og skotvopnum. Alríkis-og staðaryfirvöld deila nú um hver beri ábyrgð á hvernig fór. Alríkisstjórnin kennir yfirvöldum í Chihuahua og eftirlitsleysi þeirra með fangelsinu um. Þau segja á móti að óskum þeirra um að El neto yrði færður í alríkisfangelsi með meiri öryggisgæslu hafi verið hafnað. Mexíkó Erlend sakamál Tengdar fréttir Réðust á fangelsi og hjápuðu tugum að sleppa Tugir fanga komust undan og fjórtán manns féllu þegar vopnaðir menn í brynvörðum bílum hófu skothríð á fangelsi í norðanverðu Mexíkó á nýársdag. Árásarmennirnir eru taldir félagar í eiturlyfjagengi. 2. janúar 2023 08:43 Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Fleiri fréttir Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Sjá meira
Vopnaðir menn hófu skothríð á lögreglumenn sem eltust við fangana og felldu að minnsta kosti tvo þeirra. Fimm byssumannanna eru sagðir hafa fallið sömuleiðis. Breska ríkisútvarpið BBC segir óljóst hvort að einhver fanganna sé á meðal þeirra föllnu. Talið er að glæpagengi Los Mexicles, sem tengist Sinaloa-eiturlyfjahringnum alræmda, hafi staðið fyrir árásinni á fangelsið í Juárez-borg í Chihuahua við bandarísku landamærin á nýársdag. Tíu fangaverðir og sjö fangar féllu í árásinni. Félagar í Los Mexicles mættu fyrir utan fangelsið í brynvörðum bílum og hófu skothríð á verði við innganginn. Á sama tíma kveiktu fangar í dýnum í klefum sínum til þess að skapa ringulreið og dreifa athygli varðanna innan veggja fangelsisins. Með nuddpott og plasmasjónvarp í klefanum Talið er að í það minnsta þrjátíu fangar hafi sloppið, þar á meðal Ernesto „El neto“ Piñón de la Cruz, leiðtogi Los Mexicles. Hann afplánaði fjórtán ára fangelsisdóm fyrir mannrán og morð. Hann særðist þegar gengið gerði misheppnaða tilraun til þess að frelsa hann árið 2010. Lögregla leitar nú í bílum við flugvelli og á hraðbrautum í grennd við fangelsið til þess að koma í veg fyrir að El Neto og lagsmenn hans komist úr ríkinu. Varnarmálaráðherra Mexíkó segir að tíu „lúxusklefar“ hafi fundist í fangelsinu eftir árásina. Í klefa El neto var meðal annars nuddpottur, plasmasjónvarp og peningaskápur með jafnvirði milljóna króna í. Þá fann lögregla töluvert magn af fíkniefnum og skotvopnum. Alríkis-og staðaryfirvöld deila nú um hver beri ábyrgð á hvernig fór. Alríkisstjórnin kennir yfirvöldum í Chihuahua og eftirlitsleysi þeirra með fangelsinu um. Þau segja á móti að óskum þeirra um að El neto yrði færður í alríkisfangelsi með meiri öryggisgæslu hafi verið hafnað.
Mexíkó Erlend sakamál Tengdar fréttir Réðust á fangelsi og hjápuðu tugum að sleppa Tugir fanga komust undan og fjórtán manns féllu þegar vopnaðir menn í brynvörðum bílum hófu skothríð á fangelsi í norðanverðu Mexíkó á nýársdag. Árásarmennirnir eru taldir félagar í eiturlyfjagengi. 2. janúar 2023 08:43 Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Fleiri fréttir Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Sjá meira
Réðust á fangelsi og hjápuðu tugum að sleppa Tugir fanga komust undan og fjórtán manns féllu þegar vopnaðir menn í brynvörðum bílum hófu skothríð á fangelsi í norðanverðu Mexíkó á nýársdag. Árásarmennirnir eru taldir félagar í eiturlyfjagengi. 2. janúar 2023 08:43