Innlent

Hafði í hótunum við starfs­fólk fyrir­tækis

Atli Ísleifsson skrifar
Lögreglan hafði í ýmsu að snúast í gærkvöldi og nótt.
Lögreglan hafði í ýmsu að snúast í gærkvöldi og nótt. Vísir/Vilhelm

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í gærkvöldi og í nótt og var meðal annars kallað út eftir að maður hafði haft í hótunum við starfsfólk fyrirtækis og svo óhlýðnast fyrirmælum lögreglu.

Maðurinn var handtekinn en í tilkynningu lögreglu til fjölmiðla kemur hvorki fram hvenær atvikið átti sér stað né hvar, nema að þetta hafi gerst í umdæmi lögreglustöðvar 1 sem nær yfir vesturhluta borgarinnar og Seltjarnarnes. Tekið er fram að maðurinn hafi ítrekað komið við sögu lögreglu vegna alls kyns brota.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að óskað hafi verið eftir aðstoð lögreglu vegna manns sem hafi drukkið helst til mikið. Annað útkall barst svo skömmu síðar stutt frá fyrra útkalli. Segir að svo virðist sem að maðurinn „[hafi] séð ljósið“ og haldið heim.

Minnst er á nokkur útköll til viðbótar, meðal annars að mann hafi verið sektaður fyrir að tala í síma undir stýri og annan sem hafði haft í hótunum og verið í annarlegu ástandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×