Starfsleyfi vegna skotsvæðisins á Álfsnesi fellt úr gildi Atli Ísleifsson skrifar 4. janúar 2023 07:03 Skotíþróttamenn hafa lengi stundað æfingar á æfingasvæðinu við Álfsnes. AÐSEND/GUÐMUNDUR GÍSLASON Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Heilbrigðiseftirlitsins í Reykjavík frá síðasta sumri um að gefa út starfsleyfi til Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis til reksturs skotvallar á Álfsnesi. Svæðinu hefur því verið lokað. Niðurstaða nefndarinnar er að starfsemin sé ekki talin samræmast landnotkun svæðisins samkvæmt gildandi aðalskipulagi Reykjavíkur. „Er því starfsemi sú sem heimiluð er með hinu kærða starfsleyfi ekki í samræmi við landnotkun umrædds svæðis eins og það er tilgreint í aðalskipulagi“, og er þar vísað í lög um hollustuhætti og mengunarvarnir. Að auki kemur fram að starfsleyfið hafi farið í bága við ákvæði skipulagsreglugerðar um landnotkunarflokka en í þeirri reglugerð sé ekki að finna heimild til að víkja frá gildandi landnotkun samkvæmt skipulagi. Lokað fyrirvaralaust í september 2021 Skotsvæðinu á Álfsnesi var lokað fyrirvaralaust í september 2021 eftir að íbúar og landeigendur í nágrenninu höfðu kært leyfisveitinguna nokkrum mánuðum fyrr á þeim forsendum að blýmengun hlytist af starfsemi skotsvæðisins, í fjöru og sjó við Álfsnes. Þá sagði í fyrri úrskurði úrskurðarnefndarinnar að starfsemi skotfélagsins í Álfsnesi hafi verið, nánast frá upphafi, „í mikilli óþökk íbúa, meðal annars vegna hávaðamengunar.“ Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur gaf hins vegar úr nýtt starfsleyfi fyrir æfingaaðstöðuna í júlí 2022. Endurkast frá Esjuklettum Landeigendur í nágrenninu kærðu þá ákvörðun Heilbrigðiseftirlitsins til nefndarinnar þar sem þess var krafist að ákvörðunin yrði felld úr gildi. Jafnframt var þess krafist að hávaðamælingar heilbrigðiseftirlitsins sem fram komi í starfsleyfinu yrðu ógildar og hljóðmælingar gerðar af óháðum aðila. Kærendur vísuðu til heilsuspillandi hávaðamengun frá skotsvæðinu sem bergmáli við endurkast frá Esjuklettum og þá valdi jarðvegsmengun á skotsvæðinu og mengun í sjó og fjöru því að fuglalíf væri í hættu og náttúru spillt. Umhverfismál Reykjavík Skotíþróttir Deilur um skotsvæðið á Álfsnesi Tengdar fréttir Fá að skjóta á Álfsnesi á ný Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur gefið út nýtt starfsleyfi fyrir æfingaaðstöðu Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis. Svæðinu var lokað fyrirvaralaust í september í fyrra. 5. ágúst 2022 07:16 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Niðurstaða nefndarinnar er að starfsemin sé ekki talin samræmast landnotkun svæðisins samkvæmt gildandi aðalskipulagi Reykjavíkur. „Er því starfsemi sú sem heimiluð er með hinu kærða starfsleyfi ekki í samræmi við landnotkun umrædds svæðis eins og það er tilgreint í aðalskipulagi“, og er þar vísað í lög um hollustuhætti og mengunarvarnir. Að auki kemur fram að starfsleyfið hafi farið í bága við ákvæði skipulagsreglugerðar um landnotkunarflokka en í þeirri reglugerð sé ekki að finna heimild til að víkja frá gildandi landnotkun samkvæmt skipulagi. Lokað fyrirvaralaust í september 2021 Skotsvæðinu á Álfsnesi var lokað fyrirvaralaust í september 2021 eftir að íbúar og landeigendur í nágrenninu höfðu kært leyfisveitinguna nokkrum mánuðum fyrr á þeim forsendum að blýmengun hlytist af starfsemi skotsvæðisins, í fjöru og sjó við Álfsnes. Þá sagði í fyrri úrskurði úrskurðarnefndarinnar að starfsemi skotfélagsins í Álfsnesi hafi verið, nánast frá upphafi, „í mikilli óþökk íbúa, meðal annars vegna hávaðamengunar.“ Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur gaf hins vegar úr nýtt starfsleyfi fyrir æfingaaðstöðuna í júlí 2022. Endurkast frá Esjuklettum Landeigendur í nágrenninu kærðu þá ákvörðun Heilbrigðiseftirlitsins til nefndarinnar þar sem þess var krafist að ákvörðunin yrði felld úr gildi. Jafnframt var þess krafist að hávaðamælingar heilbrigðiseftirlitsins sem fram komi í starfsleyfinu yrðu ógildar og hljóðmælingar gerðar af óháðum aðila. Kærendur vísuðu til heilsuspillandi hávaðamengun frá skotsvæðinu sem bergmáli við endurkast frá Esjuklettum og þá valdi jarðvegsmengun á skotsvæðinu og mengun í sjó og fjöru því að fuglalíf væri í hættu og náttúru spillt.
Umhverfismál Reykjavík Skotíþróttir Deilur um skotsvæðið á Álfsnesi Tengdar fréttir Fá að skjóta á Álfsnesi á ný Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur gefið út nýtt starfsleyfi fyrir æfingaaðstöðu Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis. Svæðinu var lokað fyrirvaralaust í september í fyrra. 5. ágúst 2022 07:16 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Fá að skjóta á Álfsnesi á ný Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur gefið út nýtt starfsleyfi fyrir æfingaaðstöðu Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis. Svæðinu var lokað fyrirvaralaust í september í fyrra. 5. ágúst 2022 07:16