Bugaðir starfsmenn héldu grátandi heim og fólk fékk ekki bílinn sinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. janúar 2023 10:09 Fjölskyldur biðu sumar hverjar marga klukkutíma eftir að fá bílana sína afhenta aðfaranótt þriðjudags. Mun betur gekk í nótt að sögn framkvæmdastjóra Lagningar. Vísir Fjölmargar fjölskyldur biðu í fleiri klukkustundir í fyrrinótt eftir að fá bílinn sinn afhentan á Keflavíkurflugvelli. Framkvæmdastjóri Lagningar segist aldrei hafa lent í öðru eins ástandi. Starfsmenn hafi hver á fætur öðrum bugast undan álagi og hörðustu menn fellt tár. Öll ævintýri taka enda og þannig er það líka hjá þeim þúsundum Íslendinga sem notið hafa sólarinnar á Kanaríeyjum og víðar um jól og áramót. Nokkur fjöldi íslenskra fjölskylda lenti í Keflavík í kringum tvöleytið aðfaranótt þriðjudags. Þegar kom að því að nálgast fjölskyldubílinn var fátt um svör. „Það var dræm stemning í Leifsstöð núna í nótt þegar ég lenti. Margar fjölskyldur hafa beðið hér síðan hálf tvö eftir að fá bílinn sinn afhentan frá fyrirtækinu Lagningu. Þeir svara ekki í síma og enginn frá þeim hefur mætt hingað síðustu klukkustundir og ekki vitað hvort eða hvenær bílarnir skila sér hingað í nótt. Mörg þreytt börn að bíða,“ sagði einn farþegi á Keflavíkurflugvelli. Allt á kafi í snjó Íris Hrund Sigurðardóttir tók við starfi sem framkvæmdastjóri Lagningar síðastliðið sumar. Hún segir fyrirtækið hafa glímt við afar erfiðar aðstæður síðan að snjónum kyngdi niður viku fyrir jól. Rætt var við ferðamenn sem dvöldu í fjöldahjálparstöð í Reykjanesbæ þann 19. desember. „Eftir þá ófærð sátum við uppi með yfir fjögur hundruð bíla fasta,“ segir Íris Hrund. Þjónusta Lagningar virkar þannig að bíll ferðalanga er sóttur á Keflavíkurflugvöll við komu farþega og ekið á langtímabílastæði í Reykjanesbæ. Svo er bílnum skutlað í skammtímastæði á Keflavíkurflugvelli þegar fólk kemur til landsins. „Við fengum ekki mokstur. Isavia var búið að panta allan mögulegan mokstur. Reykjanesbær galt líka fyrir það. Það var allt ófært í Reykjanesbæ þegar Reykjanesbraut var opnuð 20. desember. Starfsfólk sat fast heima hjá sér en full starfsemi í gangi á flugvellinum. Fjöldi bíla í miklum snjó og erfiðum aðstæðum.“ Hún segir starfsfólk hafa leitað til vina og vandamanna. Allir hafi lagst á eitt og unnið dag sem nótt frá 18. desember. Hörðustu menn hafi fellt tár „Það voru allir „on-it“ og gjörsamlega útkeyrðir. Við reyndum meira að segja að fá björgunarsveitirnar til að hjálpa okkur,“ segir Íris Hrund. Það hafi þó ekki gengið. Umrædda nótt hafi þau svo misst stjórn á öllu. Þau hafi engan veginn náð að koma öllum bílum upp á Keflavíkurflugvöll. Þreyttir viðskiptavinir hafi skiljanlega verið mjög ósáttir. „Starfsfólk brotnar niður og gefst upp í mjög erfiðum aðstæðum. Fer að tínast heim af vaktinni. Einn og einn. Hörðustu menn fóru jafnvel grátandi heim alveg brotnir eftir mjög erfið samskipti við skiljanlega mjög ósátta viðskiptavini,“ segir Íris Hrund. Bæði sé um mikið fjárhagslegt tjón að ræða fyrir Lagningu og ekki síður viðskiptavini sem fái ekki bílinn sinn. Stór hluti viðskiptavina sé íbúar úti á landi sem einfaldlega þurfi að fá bílinn sinn þegar það komi til landsins. „Okkur þykir þetta virkilega leitt.“ Læra af erfiðri reynslu Hún segir stöðuna, nú rúmlega sólarhring síðar, orðna allt aðra. Þau séu búin að vinda ofan af vandanum og segja megi að jólatörninni sé lokið. Þau hafi náð sambandi við flesta viðskiptavini, verið að endurgreiða þeim og svo hafi verið lagt út fyrir leigubílum fyrir einhverja. Fólk sé komið með bílana sína. Íris Hrund segir Lagningu byggja á fimm ára reynslu, komist í gegnum Covid en þau hafi aldrei lent í öðru eins. „Nú sér maður hvað þarf að laga,“ segir Íris Hrund og nefnir bæði innviðina og stjórnun, krísustjórnun í því samhengi. „Við fengum að læra það á erfiðan hátt.“ Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Veður Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Öll ævintýri taka enda og þannig er það líka hjá þeim þúsundum Íslendinga sem notið hafa sólarinnar á Kanaríeyjum og víðar um jól og áramót. Nokkur fjöldi íslenskra fjölskylda lenti í Keflavík í kringum tvöleytið aðfaranótt þriðjudags. Þegar kom að því að nálgast fjölskyldubílinn var fátt um svör. „Það var dræm stemning í Leifsstöð núna í nótt þegar ég lenti. Margar fjölskyldur hafa beðið hér síðan hálf tvö eftir að fá bílinn sinn afhentan frá fyrirtækinu Lagningu. Þeir svara ekki í síma og enginn frá þeim hefur mætt hingað síðustu klukkustundir og ekki vitað hvort eða hvenær bílarnir skila sér hingað í nótt. Mörg þreytt börn að bíða,“ sagði einn farþegi á Keflavíkurflugvelli. Allt á kafi í snjó Íris Hrund Sigurðardóttir tók við starfi sem framkvæmdastjóri Lagningar síðastliðið sumar. Hún segir fyrirtækið hafa glímt við afar erfiðar aðstæður síðan að snjónum kyngdi niður viku fyrir jól. Rætt var við ferðamenn sem dvöldu í fjöldahjálparstöð í Reykjanesbæ þann 19. desember. „Eftir þá ófærð sátum við uppi með yfir fjögur hundruð bíla fasta,“ segir Íris Hrund. Þjónusta Lagningar virkar þannig að bíll ferðalanga er sóttur á Keflavíkurflugvöll við komu farþega og ekið á langtímabílastæði í Reykjanesbæ. Svo er bílnum skutlað í skammtímastæði á Keflavíkurflugvelli þegar fólk kemur til landsins. „Við fengum ekki mokstur. Isavia var búið að panta allan mögulegan mokstur. Reykjanesbær galt líka fyrir það. Það var allt ófært í Reykjanesbæ þegar Reykjanesbraut var opnuð 20. desember. Starfsfólk sat fast heima hjá sér en full starfsemi í gangi á flugvellinum. Fjöldi bíla í miklum snjó og erfiðum aðstæðum.“ Hún segir starfsfólk hafa leitað til vina og vandamanna. Allir hafi lagst á eitt og unnið dag sem nótt frá 18. desember. Hörðustu menn hafi fellt tár „Það voru allir „on-it“ og gjörsamlega útkeyrðir. Við reyndum meira að segja að fá björgunarsveitirnar til að hjálpa okkur,“ segir Íris Hrund. Það hafi þó ekki gengið. Umrædda nótt hafi þau svo misst stjórn á öllu. Þau hafi engan veginn náð að koma öllum bílum upp á Keflavíkurflugvöll. Þreyttir viðskiptavinir hafi skiljanlega verið mjög ósáttir. „Starfsfólk brotnar niður og gefst upp í mjög erfiðum aðstæðum. Fer að tínast heim af vaktinni. Einn og einn. Hörðustu menn fóru jafnvel grátandi heim alveg brotnir eftir mjög erfið samskipti við skiljanlega mjög ósátta viðskiptavini,“ segir Íris Hrund. Bæði sé um mikið fjárhagslegt tjón að ræða fyrir Lagningu og ekki síður viðskiptavini sem fái ekki bílinn sinn. Stór hluti viðskiptavina sé íbúar úti á landi sem einfaldlega þurfi að fá bílinn sinn þegar það komi til landsins. „Okkur þykir þetta virkilega leitt.“ Læra af erfiðri reynslu Hún segir stöðuna, nú rúmlega sólarhring síðar, orðna allt aðra. Þau séu búin að vinda ofan af vandanum og segja megi að jólatörninni sé lokið. Þau hafi náð sambandi við flesta viðskiptavini, verið að endurgreiða þeim og svo hafi verið lagt út fyrir leigubílum fyrir einhverja. Fólk sé komið með bílana sína. Íris Hrund segir Lagningu byggja á fimm ára reynslu, komist í gegnum Covid en þau hafi aldrei lent í öðru eins. „Nú sér maður hvað þarf að laga,“ segir Íris Hrund og nefnir bæði innviðina og stjórnun, krísustjórnun í því samhengi. „Við fengum að læra það á erfiðan hátt.“
Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Veður Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira