Axarvegi frestað um óákveðinn tíma vegna þensluniðurskurðar Kristján Már Unnarsson skrifar 4. janúar 2023 22:33 Svona sér Vegagerðin fyrir sér að Axarvegur upp úr Berufirði verði skorinn inn í Vagnabrekku. Vegagerðin Uppbygging heilsársvegar um Öxi, milli Egilsstaða og Djúpavogs, sem til stóð að hefja í vor, er komin í salt vegna niðurskurðar í vegagerð. Hvenær ráðist verður í verkið skýrist væntanlega í vor við gerð næstu fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar. Fjallað var um Axarveg á sunnanverðum Austfjörðum í fréttum Stöðvar 2 en fjallvegurinn liggur milli Skriðdals og Berufjarðar. Um hann liggur stysta leiðin milli Fljótsdalshéraðs og Djúpavogs. Þarna er núna hlykkjóttur malarvegur sem lokaður er yfir vetrarmánuði. Hér sést hvernig ný veglína Axarvegar er hugsuð við Vinárneshjalla. Berufjarðará til vinstri.Vegagerðin Uppbygging hans sem tveggja akreina heilsársvegar með bundnu slitlagi hefur lengi verið draumur Austfirðinga, sérstaklega þó íbúa sveitarfélaganna sem núna mynda Múlaþing. Enda styttir vegurinn ferðatímann milli Djúpavogs og Egilsstaða um fjörutíu til fimmtíu mínútur, miðað við að aka um firðina eða um Breiðdalsheiði. Ný veglína upp á Öxi í botni Berufjarðar við Bunkuvelli. Núna liggur vegurinn austan Berufjarðarár.Vegagerðin Til að koma verkinu í gang voru Alþingi og ríkisstjórn búin að skilgreina það sem samvinnuverkefni, ásamt fimm öðrum. Hafði Vegagerðin í fyrra gefið það út að vegurinn um Öxi yrði boðinn út á árinu 2022. Það ár er núna liðið. „Við vorum í raun og veru langt komin með útboðsgögn þar til að hefja það ferli,“ segir Guðmundur Valur Guðmundsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar. Ekkert bólar á útboðinu. Alþingi og ríkisstjórn skáru nefnilega tíu milljarða króna af nýframkvæmdum í vegagerð á þessu ári. Og þótt gert væri ráð fyrir einkafjármögnun Axarvegar og vegtolli átti ríkið að koma með mótframlag. Svona er nýr Axarvegur hugsaður í Vagnabrekku.Vegagerðin „Það voru lækkuð framlög til vegagerðar, flutt til 2024, út af þensluáhrifum meðal annars. Og að einhverju leyti bitnar það kannski á Öxi. En við erum að vinna af fullum krafti í undirbúningi þar, bæði að hönnun og landakaupum og öllu sem tilheyrir þar. Ný veglína Axarvegar við Innri-Viná.Vegagerðin Þannig að væntanlega næsta vor, þá mun það skýrast í tengslum við fjármálaáætlun, sem liggur fyrir næsta vor, fjármálaáætlun til fimm ára, hvernig fjármögnun á nýjum vegi um Öxi verður,“ segir Guðmundur Valur. Uppbygging vegarins var ein helsta forsenda sameiningar Djúpavogs, Fljótsdalshéraðs, Seyðisfjarðar og Borgarfjarðar eystri í Múlaþing en hún var samþykkt í íbúakosningu haustið 2019. Svona eiga ný gatnamót Axarvegar og Breiðdalsvegar að líta út efst í Skriðdal.Vegagerðin Vegagerðin hafði stefnt að því að framkvæmdir við Axarveg hæfust vorið 2023 og að verkið tæki þrjú ár. En hvenær telja Vegagerðarmenn núna að verkið gæti hafist? „Ég held að það bara, eins og fleiri verkefni hjá okkur, varðandi samgönguáætlun og í vegagerð, byggir mikið á hvernig fjármálaáætlunin muni líta út fyrir 2024 til 2028. Það er kannski bara ótímabært að tjá sig eitthvað um það fyrr en það bara liggur fyrir,“ svarar framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar. Ný veglína Axarvegar innst í Berufirði við Víðineshjalla.Vegagerðin Vegagerð Samgöngur Múlaþing Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Fjárlagafrumvarp 2023 Tengdar fréttir Tíu milljarða vantar í fjárlög upp í loforðin í vegagerð Tíu milljarða króna gat er í nýsamþykktum fjárlögum næsta árs til að unnt verði að standa við þau fyrirheit sem gefin voru í samgönguáætlun fyrir síðustu kosningar. Breikkun Suðurlandsvegar í útjaðri Reykjavíkur er meðal þeirra verkefna sem skorin verða niður. 21. desember 2022 10:20 Innviðaráðherra segir aðgerðir gegn þenslu ekki bitna á framkvæmdum Ríkisstjórnin boðar aðgerðir til að mæta þenslu í hagkerfinu. Innviðaráðherra segir að þetta muni ekki bitna á neinum framkvæmdum. 8. júní 2022 22:20 Ölfusárbrú og Axarvegur á leið í einkaframkvæmd Smíði nýrrar Ölfusárbrúar og lagning Axarvegar eru að fara í útboðsferli sem einkaframkvæmd og mun Vegagerðin í þessum og næsta mánuði óska eftir áhugasömum bjóðendum. Ný brú á Hornafjarðarfljót er þó komin lengst slíkra verkefna en tilboð verða opnuð síðar í þessari viku. 14. febrúar 2022 22:05 Heilsársvegur yfir Öxi efstur á óskalistanum Betri veg yfir Öxi var svarið þegar Djúpavogsbúar voru spurðir í þættinum Um land allt á Stöð 2 um hvað helst þyrfti að bæta til að styrkja samfélagið á Djúpavogi. 6. mars 2020 17:12 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira
Fjallað var um Axarveg á sunnanverðum Austfjörðum í fréttum Stöðvar 2 en fjallvegurinn liggur milli Skriðdals og Berufjarðar. Um hann liggur stysta leiðin milli Fljótsdalshéraðs og Djúpavogs. Þarna er núna hlykkjóttur malarvegur sem lokaður er yfir vetrarmánuði. Hér sést hvernig ný veglína Axarvegar er hugsuð við Vinárneshjalla. Berufjarðará til vinstri.Vegagerðin Uppbygging hans sem tveggja akreina heilsársvegar með bundnu slitlagi hefur lengi verið draumur Austfirðinga, sérstaklega þó íbúa sveitarfélaganna sem núna mynda Múlaþing. Enda styttir vegurinn ferðatímann milli Djúpavogs og Egilsstaða um fjörutíu til fimmtíu mínútur, miðað við að aka um firðina eða um Breiðdalsheiði. Ný veglína upp á Öxi í botni Berufjarðar við Bunkuvelli. Núna liggur vegurinn austan Berufjarðarár.Vegagerðin Til að koma verkinu í gang voru Alþingi og ríkisstjórn búin að skilgreina það sem samvinnuverkefni, ásamt fimm öðrum. Hafði Vegagerðin í fyrra gefið það út að vegurinn um Öxi yrði boðinn út á árinu 2022. Það ár er núna liðið. „Við vorum í raun og veru langt komin með útboðsgögn þar til að hefja það ferli,“ segir Guðmundur Valur Guðmundsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar. Ekkert bólar á útboðinu. Alþingi og ríkisstjórn skáru nefnilega tíu milljarða króna af nýframkvæmdum í vegagerð á þessu ári. Og þótt gert væri ráð fyrir einkafjármögnun Axarvegar og vegtolli átti ríkið að koma með mótframlag. Svona er nýr Axarvegur hugsaður í Vagnabrekku.Vegagerðin „Það voru lækkuð framlög til vegagerðar, flutt til 2024, út af þensluáhrifum meðal annars. Og að einhverju leyti bitnar það kannski á Öxi. En við erum að vinna af fullum krafti í undirbúningi þar, bæði að hönnun og landakaupum og öllu sem tilheyrir þar. Ný veglína Axarvegar við Innri-Viná.Vegagerðin Þannig að væntanlega næsta vor, þá mun það skýrast í tengslum við fjármálaáætlun, sem liggur fyrir næsta vor, fjármálaáætlun til fimm ára, hvernig fjármögnun á nýjum vegi um Öxi verður,“ segir Guðmundur Valur. Uppbygging vegarins var ein helsta forsenda sameiningar Djúpavogs, Fljótsdalshéraðs, Seyðisfjarðar og Borgarfjarðar eystri í Múlaþing en hún var samþykkt í íbúakosningu haustið 2019. Svona eiga ný gatnamót Axarvegar og Breiðdalsvegar að líta út efst í Skriðdal.Vegagerðin Vegagerðin hafði stefnt að því að framkvæmdir við Axarveg hæfust vorið 2023 og að verkið tæki þrjú ár. En hvenær telja Vegagerðarmenn núna að verkið gæti hafist? „Ég held að það bara, eins og fleiri verkefni hjá okkur, varðandi samgönguáætlun og í vegagerð, byggir mikið á hvernig fjármálaáætlunin muni líta út fyrir 2024 til 2028. Það er kannski bara ótímabært að tjá sig eitthvað um það fyrr en það bara liggur fyrir,“ svarar framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar. Ný veglína Axarvegar innst í Berufirði við Víðineshjalla.Vegagerðin
Vegagerð Samgöngur Múlaþing Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Fjárlagafrumvarp 2023 Tengdar fréttir Tíu milljarða vantar í fjárlög upp í loforðin í vegagerð Tíu milljarða króna gat er í nýsamþykktum fjárlögum næsta árs til að unnt verði að standa við þau fyrirheit sem gefin voru í samgönguáætlun fyrir síðustu kosningar. Breikkun Suðurlandsvegar í útjaðri Reykjavíkur er meðal þeirra verkefna sem skorin verða niður. 21. desember 2022 10:20 Innviðaráðherra segir aðgerðir gegn þenslu ekki bitna á framkvæmdum Ríkisstjórnin boðar aðgerðir til að mæta þenslu í hagkerfinu. Innviðaráðherra segir að þetta muni ekki bitna á neinum framkvæmdum. 8. júní 2022 22:20 Ölfusárbrú og Axarvegur á leið í einkaframkvæmd Smíði nýrrar Ölfusárbrúar og lagning Axarvegar eru að fara í útboðsferli sem einkaframkvæmd og mun Vegagerðin í þessum og næsta mánuði óska eftir áhugasömum bjóðendum. Ný brú á Hornafjarðarfljót er þó komin lengst slíkra verkefna en tilboð verða opnuð síðar í þessari viku. 14. febrúar 2022 22:05 Heilsársvegur yfir Öxi efstur á óskalistanum Betri veg yfir Öxi var svarið þegar Djúpavogsbúar voru spurðir í þættinum Um land allt á Stöð 2 um hvað helst þyrfti að bæta til að styrkja samfélagið á Djúpavogi. 6. mars 2020 17:12 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira
Tíu milljarða vantar í fjárlög upp í loforðin í vegagerð Tíu milljarða króna gat er í nýsamþykktum fjárlögum næsta árs til að unnt verði að standa við þau fyrirheit sem gefin voru í samgönguáætlun fyrir síðustu kosningar. Breikkun Suðurlandsvegar í útjaðri Reykjavíkur er meðal þeirra verkefna sem skorin verða niður. 21. desember 2022 10:20
Innviðaráðherra segir aðgerðir gegn þenslu ekki bitna á framkvæmdum Ríkisstjórnin boðar aðgerðir til að mæta þenslu í hagkerfinu. Innviðaráðherra segir að þetta muni ekki bitna á neinum framkvæmdum. 8. júní 2022 22:20
Ölfusárbrú og Axarvegur á leið í einkaframkvæmd Smíði nýrrar Ölfusárbrúar og lagning Axarvegar eru að fara í útboðsferli sem einkaframkvæmd og mun Vegagerðin í þessum og næsta mánuði óska eftir áhugasömum bjóðendum. Ný brú á Hornafjarðarfljót er þó komin lengst slíkra verkefna en tilboð verða opnuð síðar í þessari viku. 14. febrúar 2022 22:05
Heilsársvegur yfir Öxi efstur á óskalistanum Betri veg yfir Öxi var svarið þegar Djúpavogsbúar voru spurðir í þættinum Um land allt á Stöð 2 um hvað helst þyrfti að bæta til að styrkja samfélagið á Djúpavogi. 6. mars 2020 17:12