í samtali við Vísi segir Ingvar Georgsson, slökkviliðsmaður að þó óvitað sé hvað olli brunanum sé talið líklegt að flugeldur hafi farið inn í gáminn. Í gámnum voru innréttingar sem verið var að tæma úr Holtaskóla vegna myglu.
„Þarna var vinnuvél við hliðina sem var í hættu, hún skemmdist aðeins en ekki mikið en gámurinn er ónýtur,“ segir Ingvar. Hann bætir því við að ansi mikið af krökkum hafi verið í kring vegna körfuboltaleiksins sem fór fram í íþróttahúsi á svæðinu en engin slys hafi orðið á fólki. Sömuleiðis hafi engar byggingar verið í hættu.
Georg segir viðbragðsaðila hafa náð tökum á eldinum fljótt en tilkynningin barst slökkviliðinu klukkan 21:39.
„Það var þarna slökkviliðsmaður á frívakt sem var búinn að ná í slökkvitæki inn í íþróttahúsið og var búinn að puða þeim á þetta til þess að halda eldinum frá vinnuvélinni sem var þarna við hliðina,“ segir Ingvar en með snöggum viðbrögðum hafi slökkviliðsmaðurinn á frívakt náð að halda eldinum niðri.
Í myndbandinu hér að neðan má sjá slökkviliðsmenn reyna að ráða niðurlögum eldsins.
Fréttin var uppfærð klukkan 23:03.