Arna fer fram á að rannsókn á hendur sér verði felld niður Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. janúar 2023 06:51 Arna er fyrir miðju á myndinni, við hlið Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja. Vísir/Vilhelm Arna McClure, yfirlögfræðingur Samherja, hefur farið þess á leit við dómstóla að rannsókn héraðssaksóknara á hendur henni verði úrskurðuð ólögmæt og felld niður. Frá þessu greinir Morgunblaðið en í umfjöllun blaðsins segir að Arna hafi haft réttarstöðu sakbornings í þrjú ár vegna rannsóknar á meintum brotum Samherja í Namibíu en hún hafi ekkert heyrt frá héraðssaksóknara í sautján mánuði. Að sögn Halldórs Brynjars Halldórssonar, lögmanns Örnu, var þess óskað síðasta vor að réttarstöðu Örnu yrði breytt, þar sem ekkert benti til þess að hún hefði gerst sek um saknæma háttsemi. „Við ítrekuðum kröfuna í tvígang en þegar alltaf var svarað á sama veg, án þess að nein efnisleg afstaða væri tekin, sáum við ekki aðra færa leið en láta á þetta reyna fyrir dómstólum,“ segir Halldór í samtali við Morgunblaðið. Í greinargerð sem hefur verið lögð fyrir dómstóla segir einnig að Finnur Þór Vilhjálmsson, saksóknari hjá héraðssaksóknara, sé vanhæfur til að annast rannsóknina sökum þess að hann sé bróðir Inga Freys Vilhjálmssonar, blaðamanns á Stundinni. Er Finnur sagður hafa byggt á gögnum og fréttaskrifum frá bróður sínum. Halldór segir það ekki hafa legið fyrir fyrr en nýlega að Finnur hefði yfirumsjón með rannsókninni. „Þegar við gerðum okkur grein fyrir því að Finnur Þór færi þannig með stjórn rannsóknar, sem bróðir hans Ingi Freyr hefði tekið þátt í að vinna upp í hendurnar á honum, var ákveðið að tilefni væri orðið til þess að leita aðkomu dómstóla.“ Samherjaskjölin Namibía Sjávarútvegur Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Sjá meira
Frá þessu greinir Morgunblaðið en í umfjöllun blaðsins segir að Arna hafi haft réttarstöðu sakbornings í þrjú ár vegna rannsóknar á meintum brotum Samherja í Namibíu en hún hafi ekkert heyrt frá héraðssaksóknara í sautján mánuði. Að sögn Halldórs Brynjars Halldórssonar, lögmanns Örnu, var þess óskað síðasta vor að réttarstöðu Örnu yrði breytt, þar sem ekkert benti til þess að hún hefði gerst sek um saknæma háttsemi. „Við ítrekuðum kröfuna í tvígang en þegar alltaf var svarað á sama veg, án þess að nein efnisleg afstaða væri tekin, sáum við ekki aðra færa leið en láta á þetta reyna fyrir dómstólum,“ segir Halldór í samtali við Morgunblaðið. Í greinargerð sem hefur verið lögð fyrir dómstóla segir einnig að Finnur Þór Vilhjálmsson, saksóknari hjá héraðssaksóknara, sé vanhæfur til að annast rannsóknina sökum þess að hann sé bróðir Inga Freys Vilhjálmssonar, blaðamanns á Stundinni. Er Finnur sagður hafa byggt á gögnum og fréttaskrifum frá bróður sínum. Halldór segir það ekki hafa legið fyrir fyrr en nýlega að Finnur hefði yfirumsjón með rannsókninni. „Þegar við gerðum okkur grein fyrir því að Finnur Þór færi þannig með stjórn rannsóknar, sem bróðir hans Ingi Freyr hefði tekið þátt í að vinna upp í hendurnar á honum, var ákveðið að tilefni væri orðið til þess að leita aðkomu dómstóla.“
Samherjaskjölin Namibía Sjávarútvegur Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Sjá meira