Menning

Fay Weldon er látin

Atli Ísleifsson skrifar
Fay Weldon er líklega þekktust fyrir bók sína frá árinu 1983, Ævi og ástir kvendjöfuls (e. The Life and Loves of a She-Devil).
Fay Weldon er líklega þekktust fyrir bók sína frá árinu 1983, Ævi og ástir kvendjöfuls (e. The Life and Loves of a She-Devil). Getty

Breski rithöfundurinn Fay Weldon er látin, 91 árs að aldri.

Sonur hennar, Dan Weldon, staðfesti andlátið í samtali við blaðið Guardian í gær og segir hana hafa andast í gær.

Weldon var þekkt fyrir bækur sínar, handrit að sjónvarpsþáttum, leikgerðir og smásögur um líf fólks í Bretlandi en höfundarferill hennar spannaði rúma fimm áratugi.

Weldon er líklega þekktust fyrir bók sína frá árinu 1983, Ævi og ástir kvendjöfuls (e. The Life and Loves of a She-Devil). Kvikmynd sem byggði á bókinni var gerð upp úr bókinni árið 1989 og bar hún titilinn She-Devil. Leikkonurnar Meryl Streep og Roseanne Barr fóru með aðalhlutverk í myndinni. Bókin fjallaði um Ruth Patchett, konu í hefndarhug eftir að hún kemst að því að eiginmaður hennar stendur í framhjáhaldi.

Áður hafði breska ríkissjónvarpið framleitt sjónvarpsþætti byggða á bókinni sem skartaði þeim Dennis Waterman, Patricia Hodge og Julie T Wallace í aðalhlutverkum.

Weldon gaf úr rúmlega þrjátíu skáldsögur á ferli sínum, auk smásagnasafna, sjónvarpshandrita og greina.

Hún fæddist í Bretlandi en ólst upp á Nýja-Sjálandi. Hún starfaði á sínum yngri árum á auglýsingastofu og gaf út sína fyrstu bók árið 1967. Hún átti eftir að verða vinna og verða tilnefnd til fjölda verðlauna á ferli sínum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×