Hver eru þín gildi? Jón Jósafat Björnsson skrifar 5. janúar 2023 10:30 Það er auðvelt að láta berast með straumnum og eyða miklum tíma í að lesa fyrirsagnir og fletta samfélagsmiðlum. Það er hins vegar ekki sjálfgefið að straumurinn beri okkur þangað sem við viljum fara eða vera. Í upphafi hvers árs er gott tækifæri til að huga að eigin velferð og ef til vill leiðrétta kúrsinn ef okkur hefur borið af leið. Gildi virka sem innri áttaviti en þau eru grundvallarviðhorf sem stýra hegðun okkar og hugarfari. Þau hjálpa okkur að ákveða hvað er mikilvægt og lýsa því hvers konar manneskja við viljum vera; hvernig við komum fram við okkur sjálf og aðra og samskipti okkar við heiminn í kringum okkur. Hvernig ákveður maður gildi? Þegar við ákveðum gildin okkar er snjallt að velja nokkur grundvallar gildi sem eru ófrávíkjanleg í okkar huga og við myndum ekki gera málamiðlanir um. Við getum líka notað gildi sem stefnumótandi hugmyndafræði og valið gildi sem við höfum ekki í dag en langar að lifa eftir. Ein leið til að finna mikilvægustu gildin er að klippa niður blað í t.d. 20 miða og skrifa eitt gildi á hvern miða. Fækka svo gildunum fyrst um helming og svo aftur um helming þannig að 5 gildi standi eftir. Þú getur síðan raðað þeim í mikilvægisröð. Til að fá hugmyndir af gildum er auðvelt að spyrja Google. Uppruni gilda Gildin okkar tengjast flest; menningu, trú, stjórnmálaskoðunum, menntun, starfi okkar, reynslu eða uppeldi. Á mínu æskuheimili var ekki formlega sest niður til að ræða gildi en engu að síður var það kýr-skýrt hvaða gildi voru í hávegum höfð. Ég get nefnt gildi eins og; frændrækni, dugnaður, heilindi, ráðdeild og hjálpsemi. Enginn afsláttur var veittur af þessum gildum. Árekstur gilda Forgangsröðun gilda getur orsakað árekstra í samskiptum og getur búið til ólíka sýn á aðstæður. Tökum dæmi: Tveir aðilar vinna hjá sama fyrirtæki og annar aðilinn setur gildið heiðarleika í fyrsta sæti en hinn hollustu. Upp kemur staða þar sem þeir verða áskynja að yfirmaður þeirra viðhefur ósiðlegt athæfi. Sá aðili sem hefur heiðarleika í fyrsta sæti hefur ríka þörf fyrir að láta vita af hegðun yfirmannsins á meðan hinn tekur hollustu við yfirmanninn framyfir. Ungt fólk hefur áhuga á gildum Svo árum skiptir höfum við hjá Dale Carnegie farið í skóla og félagsmiðstöðvar og rætt um gildi við ungt fólk. Við höfum prentað rifgataðar arkir með 30 gildum sem við gefum krökkunum sem flokka og forgangsraða gildum og nota útilokunaraðferðina til að finna þau gildi sem þau tengja mest við. Oft er þetta í fyrsta sinn sem þau heyra um hugtakið en það dregur ekki úr áhuganum. Þau fara síðan með gilda-spjöldin heim og í kjölfarið fáum við hrós og þakkir frá foreldrum fyrir framtakið. Nú í upphafi ársins skora ég á þig lesandi góður að gefa þér nokkrar mínútur til að hugleiða gildin þín og hvernig manneskja þú vilt vera í nútíð og framtíð. Gleðilegt ár. Höfundur er framkvæmdastjóri Dale Carnegie. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Jósafat Björnsson Mest lesið Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Skoðun Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
Það er auðvelt að láta berast með straumnum og eyða miklum tíma í að lesa fyrirsagnir og fletta samfélagsmiðlum. Það er hins vegar ekki sjálfgefið að straumurinn beri okkur þangað sem við viljum fara eða vera. Í upphafi hvers árs er gott tækifæri til að huga að eigin velferð og ef til vill leiðrétta kúrsinn ef okkur hefur borið af leið. Gildi virka sem innri áttaviti en þau eru grundvallarviðhorf sem stýra hegðun okkar og hugarfari. Þau hjálpa okkur að ákveða hvað er mikilvægt og lýsa því hvers konar manneskja við viljum vera; hvernig við komum fram við okkur sjálf og aðra og samskipti okkar við heiminn í kringum okkur. Hvernig ákveður maður gildi? Þegar við ákveðum gildin okkar er snjallt að velja nokkur grundvallar gildi sem eru ófrávíkjanleg í okkar huga og við myndum ekki gera málamiðlanir um. Við getum líka notað gildi sem stefnumótandi hugmyndafræði og valið gildi sem við höfum ekki í dag en langar að lifa eftir. Ein leið til að finna mikilvægustu gildin er að klippa niður blað í t.d. 20 miða og skrifa eitt gildi á hvern miða. Fækka svo gildunum fyrst um helming og svo aftur um helming þannig að 5 gildi standi eftir. Þú getur síðan raðað þeim í mikilvægisröð. Til að fá hugmyndir af gildum er auðvelt að spyrja Google. Uppruni gilda Gildin okkar tengjast flest; menningu, trú, stjórnmálaskoðunum, menntun, starfi okkar, reynslu eða uppeldi. Á mínu æskuheimili var ekki formlega sest niður til að ræða gildi en engu að síður var það kýr-skýrt hvaða gildi voru í hávegum höfð. Ég get nefnt gildi eins og; frændrækni, dugnaður, heilindi, ráðdeild og hjálpsemi. Enginn afsláttur var veittur af þessum gildum. Árekstur gilda Forgangsröðun gilda getur orsakað árekstra í samskiptum og getur búið til ólíka sýn á aðstæður. Tökum dæmi: Tveir aðilar vinna hjá sama fyrirtæki og annar aðilinn setur gildið heiðarleika í fyrsta sæti en hinn hollustu. Upp kemur staða þar sem þeir verða áskynja að yfirmaður þeirra viðhefur ósiðlegt athæfi. Sá aðili sem hefur heiðarleika í fyrsta sæti hefur ríka þörf fyrir að láta vita af hegðun yfirmannsins á meðan hinn tekur hollustu við yfirmanninn framyfir. Ungt fólk hefur áhuga á gildum Svo árum skiptir höfum við hjá Dale Carnegie farið í skóla og félagsmiðstöðvar og rætt um gildi við ungt fólk. Við höfum prentað rifgataðar arkir með 30 gildum sem við gefum krökkunum sem flokka og forgangsraða gildum og nota útilokunaraðferðina til að finna þau gildi sem þau tengja mest við. Oft er þetta í fyrsta sinn sem þau heyra um hugtakið en það dregur ekki úr áhuganum. Þau fara síðan með gilda-spjöldin heim og í kjölfarið fáum við hrós og þakkir frá foreldrum fyrir framtakið. Nú í upphafi ársins skora ég á þig lesandi góður að gefa þér nokkrar mínútur til að hugleiða gildin þín og hvernig manneskja þú vilt vera í nútíð og framtíð. Gleðilegt ár. Höfundur er framkvæmdastjóri Dale Carnegie.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun