Hænuskref fyrir þá sem fá hausverk um helgar Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 5. janúar 2023 13:31 Fyrr í haust lagði ég fram frumvarp til breytinga á lyfjalögum þess efnis að heimilt verði að selja lausasölulyf í almennum verslunum. Í umræðu um frumvarpið velti ég upp þeirri spurningu hvaða úrræði væru til staðar fyrir þá sem t.d. fá hausverk um helgar í sveitarfélagi þar sem apótek eru ekki opin um helgar. Fyrir áramót tilkynnti heilbrigðisráðherra um breytingu á reglugerð um lyfjaverslanir sem felur í sér heimild til fjarsölu með lyf, lán og sölu lyfja milli lyfjabúða og afhendingu lyfja í verktöku. Ég fagna því að hér sé verið að stíga skref í rétta átt, í átt að auknu frelsi til hagsbóta fyrir neytendur, en velti því því þó fyrir mér hvort stíga megi stærra skref í þessum málum. Heimild til að reka netverslun með lyf Breyting á reglugerðinni felur í sér að frá 1. janúar 2023 varð heimilt að rekja lyfjabúðir sem einungis starfrækja netverslun með lyf. Ekki verður því lengur nauðsynlegt að reka eiginlega lyfjabúð til þess að reka netverslun með lyf. En frá árinu 2018 hefur einungis lyfsöluleyfishöfum verið heimilt að reka netverslun með lyf í tengslum við rekstur lyfjabúða. Ánægjulegt er að verið sé að stíga annað skref í átt að bættri þjónustu fyrir neytendur. Hvert viljum við stefna? Nú segir í tilkynningu um reglugerðarbreytinguna að með henni er ætlað að “ýta undir samkeppni í lyfsölu, bæta nýtingu lyfja og auka þjónustu við notendur á landsbyggðinni.” En betur má ef duga skal. Breytingartillaga mín á lyfjalögum stuðlar enn frekar að sama markmiði; að koma betur til móts við þarfir neytenda, auka aðgengi, auka samkeppni og lækka verð á tilteknum lausasölulyfjum. Tökum næsta hænuskref Lyfjalögin voru endurskoðuð í heild sinni árið 2020 og tóku gildi 1. janúar 2021. Við þinglega meðferð málsins breyttist frumvarpið á þann veg að Lyfjastofnun var veitt heimild til að veita undanþágu frá ákvæði 1. mgr. 33. gr. sem kveður á um að einungis sé heimilt að selja almenningi lyf á grundvelli lyfsöluleyfis. Heimildin kveður á um að Lyfjastofnun geti veitt undanþágu til sölu tiltekinna lausasölulyfja í almennri verslun, en slíka undanþágu megi aðeins veita þar sem ekki sé starfrækt lyfjabúð eða lyfjaútibú. Tökum næsta skref með því að víkka út undanþáguheimild til að selja tiltekin lausasölulyf í almennum verslunum og þannig væri með tiltölulega einföldum hætti hægt að auka frelsi á markaði. Ég vona að breytingar á lyfjalögum raungerist með þessum hætti og við getum hætt að kveða á um undanþágur undanþágum ofar í lögum, sem gerir það eitt að verkum að regluverkið er ógagnsætt og óskiljanlegt. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Ósk Guðmundsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Lyf Alþingi Verslun Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Fyrr í haust lagði ég fram frumvarp til breytinga á lyfjalögum þess efnis að heimilt verði að selja lausasölulyf í almennum verslunum. Í umræðu um frumvarpið velti ég upp þeirri spurningu hvaða úrræði væru til staðar fyrir þá sem t.d. fá hausverk um helgar í sveitarfélagi þar sem apótek eru ekki opin um helgar. Fyrir áramót tilkynnti heilbrigðisráðherra um breytingu á reglugerð um lyfjaverslanir sem felur í sér heimild til fjarsölu með lyf, lán og sölu lyfja milli lyfjabúða og afhendingu lyfja í verktöku. Ég fagna því að hér sé verið að stíga skref í rétta átt, í átt að auknu frelsi til hagsbóta fyrir neytendur, en velti því því þó fyrir mér hvort stíga megi stærra skref í þessum málum. Heimild til að reka netverslun með lyf Breyting á reglugerðinni felur í sér að frá 1. janúar 2023 varð heimilt að rekja lyfjabúðir sem einungis starfrækja netverslun með lyf. Ekki verður því lengur nauðsynlegt að reka eiginlega lyfjabúð til þess að reka netverslun með lyf. En frá árinu 2018 hefur einungis lyfsöluleyfishöfum verið heimilt að reka netverslun með lyf í tengslum við rekstur lyfjabúða. Ánægjulegt er að verið sé að stíga annað skref í átt að bættri þjónustu fyrir neytendur. Hvert viljum við stefna? Nú segir í tilkynningu um reglugerðarbreytinguna að með henni er ætlað að “ýta undir samkeppni í lyfsölu, bæta nýtingu lyfja og auka þjónustu við notendur á landsbyggðinni.” En betur má ef duga skal. Breytingartillaga mín á lyfjalögum stuðlar enn frekar að sama markmiði; að koma betur til móts við þarfir neytenda, auka aðgengi, auka samkeppni og lækka verð á tilteknum lausasölulyfjum. Tökum næsta hænuskref Lyfjalögin voru endurskoðuð í heild sinni árið 2020 og tóku gildi 1. janúar 2021. Við þinglega meðferð málsins breyttist frumvarpið á þann veg að Lyfjastofnun var veitt heimild til að veita undanþágu frá ákvæði 1. mgr. 33. gr. sem kveður á um að einungis sé heimilt að selja almenningi lyf á grundvelli lyfsöluleyfis. Heimildin kveður á um að Lyfjastofnun geti veitt undanþágu til sölu tiltekinna lausasölulyfja í almennri verslun, en slíka undanþágu megi aðeins veita þar sem ekki sé starfrækt lyfjabúð eða lyfjaútibú. Tökum næsta skref með því að víkka út undanþáguheimild til að selja tiltekin lausasölulyf í almennum verslunum og þannig væri með tiltölulega einföldum hætti hægt að auka frelsi á markaði. Ég vona að breytingar á lyfjalögum raungerist með þessum hætti og við getum hætt að kveða á um undanþágur undanþágum ofar í lögum, sem gerir það eitt að verkum að regluverkið er ógagnsætt og óskiljanlegt. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun