Innlent

Viðbúnaður hjá lögreglu í Miðtúni í Reykjavík

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá aðgerð lögreglu í Miðtúni í Reykjavík á fjórða tímanum.
Frá aðgerð lögreglu í Miðtúni í Reykjavík á fjórða tímanum.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var með nokkurn viðbúnað í Miðtúni í Reykjavík á fjórða og fimmta tímanum í dag. Sérsveitarmenn voru kallaðir til vegna málsins en að sögn aðalvarðstjóra var um að ræða útkall vegna veiks einstaklings sem var vopnaður hnífi. 

Rafn Hilmar Guðmundsson aðalvarðstjóri sagði í samtali við Vísi að málið væri til rannsóknar og kannað hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað. Aðgerðin væri á forræði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en ekki miðlægrar rannsóknadeildar.

Síðar kom fram í tilkynningu frá lögreglu að óskað hafi verið eftir aðstoð hennar klukkan 15:15 vegna manns í geðrofsástandi sem veifaði hníf. Lögreglan hafi í kjölfarið tryggt viðkomandi og komið honum í læknishendur.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×