Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Telma Lucinda Tómasson les fréttir klukkan 18:30.
Telma Lucinda Tómasson les fréttir klukkan 18:30.

Yfirlæknir í bráðalækningum á Landspítala óttast fjölgun alvarlegra atvika á bráðamóttöku vegna hættulegrar stöðu sem þar er uppi. Óvenjumörg alvarleg atvik á nýliðnu ári séu áhyggjuefni. Þá gæti bráðamóttakan ekki brugðist við stóru slysi á höfuðborgarsvæðinu með fullnægjandi hætti. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Loftgæði hafa verið yfir heilsuverndarmörkum í dag. Við ræðum við heilbrigðiseftirlitið um stöðuna og kíkjum á leikskóla þar sem börn hafa ekki getað farið út að leika vegna ástandsins.

Dæmi eru um að fangar vilji ekki ljúka afplánun þar sem þeir hafa ekki í nein hús að venda. Þeir sækja því ekki um reynslulausn og brjóta í einstaka tilvikum viljandi af sér í fangelsinu til að lengja dóminn. Verkefnastjóri Rauða krossins segir skort á húsnæði stærsta vandamálið. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.

Svo koma kakkalakkar við sögu, fálki á flögri og fyrrverandi formaður Farmanna- og fiskimannasambandsins sem telur ólíklegt að fólkið sem fann upp orðið fiskari í nafni kynhlutleysis hafi migið í saltan sjó.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30




Fleiri fréttir

Sjá meira


×