Felur fjórum að vinna greinargerðir um ákveðna kafla stjórnarskrárinnar Atli Ísleifsson skrifar 6. janúar 2023 13:07 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Sérfræðingunum fjórum er ætlað að taka saman greinargerðir um þá kafla stjórnarskrárinnar sem fjalla um Alþingi, dómstóla og mannréttindi. Vísir/Egill Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur falið fjórum sérfræðingum – þeim Þórði Bogasyni, Hafsteini Þór Haukssyni, Róberti Spanó og Valgerði Sólnes – að taka saman greinargerðir um þá kafla stjórnarskrárinnar sem fjalla um Alþingi, dómstóla og mannréttindi. Sagt er frá þessu á vef forsætisráðuneytisins. Þar segir að sérfræðivinna þessi sé í samræmi við það hvernig ákveðið var í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarflokkanna að halda áfram þeirri heildstæðu yfirferð yfir stjórnarskrána sem hafi hafist á síðasta kjörtímabili. Þá hafi meðal annars verið tekin fyrir ákvæði um auðlindir og umhverfismál og kafli um handhafa framkvæmdarvalds. „Þórður Bogason hæstaréttarlögmaður mun vinna greinargerð um IV. kafla stjórnarskrárinnar sem fjallar um Alþingi. Þær breytingar sem orðið hafa á kaflanum frá lýðveldisstofnun snúa einkum að afnámi deildaskiptingar Alþingis. Á þeim tíma hafa orðið miklar breytingar á starfsháttum Alþingis og töluverð þróun alþjóðlega er varðar starfsemi þjóðþinga. Hafsteinn Þór Hauksson mun skoða kafla stjórnarskrárinnar um dómstóla.Stöð 2 Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, mun vinna greinargerð um V. kafla stjórnarskrárinnar sem fjallar um dómstóla. Kaflinn hefur lítið breyst frá lýðveldisstofnun en síðan þá hefur dómskerfið þróast auk þess sem mikil þróun hefur verið á alþjóðavettvangi varðandi meðferð dómsvalds í réttarríki. Róbert Spanó, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og fv. forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, og Valgerður Sólnes, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, munu vinna greinargerð um mannréttindakafla stjórnarskrárinnar. Við endurskoðun mannréttindakaflans 1995 var megináhersla lögð á að festa í sessi fyrstu og annarrar kynslóðar mannréttindi, þ.e. borgaraleg, stjórnmálaleg, efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi. Síðan þá hefur alþjóðleg réttarþróun á sviði mannréttinda orðið til þess að dýpka inntak ýmissa mannréttindahugtaka og skilning á samspili þeirra innbyrðis. Gert er ráð fyrir því að sérfræðingarnir skili greinargerðum sínum til forsætisráðuneytisins eigi síðar en 1. september nk. Munu þeir í vinnu sinni taka mið af þeirri stjórnarskrárvinnu sem fram hefur farið hér á landi frá 2005,“ segir í tilkynningunni. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnarskrá Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Sagt er frá þessu á vef forsætisráðuneytisins. Þar segir að sérfræðivinna þessi sé í samræmi við það hvernig ákveðið var í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarflokkanna að halda áfram þeirri heildstæðu yfirferð yfir stjórnarskrána sem hafi hafist á síðasta kjörtímabili. Þá hafi meðal annars verið tekin fyrir ákvæði um auðlindir og umhverfismál og kafli um handhafa framkvæmdarvalds. „Þórður Bogason hæstaréttarlögmaður mun vinna greinargerð um IV. kafla stjórnarskrárinnar sem fjallar um Alþingi. Þær breytingar sem orðið hafa á kaflanum frá lýðveldisstofnun snúa einkum að afnámi deildaskiptingar Alþingis. Á þeim tíma hafa orðið miklar breytingar á starfsháttum Alþingis og töluverð þróun alþjóðlega er varðar starfsemi þjóðþinga. Hafsteinn Þór Hauksson mun skoða kafla stjórnarskrárinnar um dómstóla.Stöð 2 Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, mun vinna greinargerð um V. kafla stjórnarskrárinnar sem fjallar um dómstóla. Kaflinn hefur lítið breyst frá lýðveldisstofnun en síðan þá hefur dómskerfið þróast auk þess sem mikil þróun hefur verið á alþjóðavettvangi varðandi meðferð dómsvalds í réttarríki. Róbert Spanó, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og fv. forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, og Valgerður Sólnes, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, munu vinna greinargerð um mannréttindakafla stjórnarskrárinnar. Við endurskoðun mannréttindakaflans 1995 var megináhersla lögð á að festa í sessi fyrstu og annarrar kynslóðar mannréttindi, þ.e. borgaraleg, stjórnmálaleg, efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi. Síðan þá hefur alþjóðleg réttarþróun á sviði mannréttinda orðið til þess að dýpka inntak ýmissa mannréttindahugtaka og skilning á samspili þeirra innbyrðis. Gert er ráð fyrir því að sérfræðingarnir skili greinargerðum sínum til forsætisráðuneytisins eigi síðar en 1. september nk. Munu þeir í vinnu sinni taka mið af þeirri stjórnarskrárvinnu sem fram hefur farið hér á landi frá 2005,“ segir í tilkynningunni.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnarskrá Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira