Furðar sig á sterkum viðbrögðum og opnar Lauga-Ás aftur Eiður Þór Árnason skrifar 6. janúar 2023 14:55 Guðmundur Ragnarsson og Ragnar Guðmundsson á Lauga-Ási. Vísir/Egill Dyr veitingastaðarins Lauga-Áss verða opnaðar að nýju næsta mánudag en áður var tilkynnt að þeim hafi verið lokað fyrir fullt og allt. Í viku munu allar tekjur staðarins renna til Neistans – Styrktarfélags hjartveikra barna. Ragnar Kr. Guðmundsson, veitingamaður og stofnandi Lauga-Áss á Laugarásvegi greindi frá því í nóvember að rekstrinum yrði hætt um jólin eftir 43 ára rekstur en staðurinn hefur öðlast fastan sess í hjörtum margra Reykvíkinga. Guðmundur Kristján Ragnarsson, sonur Ragnars segir í samtali við Vísi að viðbrögðin hafi komið föður sínum á óvart en greinilegt er að margir sjái á eftir staðnum. „Hann var svo hissa hvað það voru margir sem voru drullufúlir með að hann væri að hætta.“ Veitingastaðurinn Lauga-Ás opnaði 25. júní 1979, á afmælisdegi móður stofnandans Ragnars Guðmundssonar.Lauga-Ás Verður með opið áfram Næsta mánudag, 9. janúar og fram á laugardagskvöld verða í boði þrír mismunandi réttir á Lauga-Ási á einungis 3.500 krónur. Fólk á vegum Neistans verður á staðnum til að taka við greiðslum og gestum boðið upp á að greiða hærri upphæð til samtakanna. Opið verður frá klukkan 11 á daginn og fram á kvöld. Ragnar hyggst ekki láta þar við sitja heldur halda staðnum opnum áfram eftir söfnunarvikuna í takmarkaðan tíma. Matseðilinn í næstu viku.Lauga-Ás Feðgarnir hafa sett sér það markmið að safna tíu milljónum króna fyrir Neistann á þessum sex dögum en fólki verður einnig frjálst að leggja inn á sérstakan söfnunareikning samtakanna. Guðmundur segir að langveikum börnum og fjölskyldum þeirra verði sömuleiðis boðið að koma og eiga saman gleðistund á Lauga-Ási. Hann stendur að venju þétt við bakið á föður sínum og mun aðstoða við eldamennskuna og uppvaskið. „Pabba langaði bara að gera eitthvað og þetta var niðurstaðan. Það var svo mikil aðsókn hérna þegar hann sagðist ætla að hætta að fólk var liggur við að láta keyra sig í sjúkrabíl hingað. Þetta var fáránlegt!“ Var gallharður á því að loka um áramótin Guðmundur segir að pabbi sinn hafi verið gallharður á því að loka um síðustu áramót. „Tíminn er bara kominn. Það tekur allt sinn endi,“ sagði Ragnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í nóvember. „Nú er minn tími kominn. Ég verð að hætta. Mig langar að hætta á toppnum.“ Margir fastagestir tóku þessum tíðindum óstinnt upp. Guðmundur segir að honum hafi þó aðeins snúist hugur eftir fjölda áskorana. „Það er búið að ýta svo mikið á kallinn að hann hafi aðeins lengur opið svo að þegar þetta er búið þá ætlar hann að opna aftur en bara á miðvikudögum, fimmtudögum, föstudögum og hálfan laugardag í einhverja mánuði, hann veit ekki hversu lengi.“ Guðmundur bætir við að sú opnun verði auglýst betur þegar nær dregur. Að lokum stendur til að halda aðra söfnun, í það skiptið fyrir Umhyggju – Félag langveikra barna. „Það er rosalega mikið búið að hringja og það skilur enginn í okkur af hverju hann er að hætta. Þetta er örugglega best rekna veitingahús á Íslandi,“ segir Guðmundur. Á meðan faðir sinn sé við góða heilsu vilji hann að hætta með reisn og á eigin forsendum. „Hann búinn að vera að þessu í 43 ár og hann algjörlega elskar þetta. Þetta verður bara að koma í ljós.“ „Hugsaðu þér að vera orðinn áttræður og geta hætt svona fallega. Mér finnst það bara geggjað,“ segir stoltur sonurinn sem verður til taks í eldhúsinu eftir helgi. Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir „Maður er afklæddur í forstofunni“ Þorláksmessa og skötulykt leggur yfir landið að venju, mörgum til ama en ekki þeim sem biðu í röð eftir því að fá að bragða á ilmandi skötunni á Lauga-ás. Í síðasta sinn þar sem staðnum verður formlega lokað eftir daginn í dag. 23. desember 2022 20:31 „Manni líður eins og maður sé bara heima“ „Tíminn er bara kominn. Það tekur allt sinn endi,“ segir Ragnar Guðmundsson stofnandi veitingastaðarins Lauga-Ás á Laugarásvegi í Reykjavík en staðnum verður lokað í næsta mánuði. Lauga-Ás hefur verið starfræktur síðan árið 1979 og hafa fastagestir staðarins tekið þessum tíðindum óstinnt upp. 16. nóvember 2022 22:47 Loka Lauga-Ási eftir 43 ára starfsemi Veitingastaðnum Lauga-Ási á Laugarásvegi 1 í Reykjavík verður lokað í næsta mánuði. Staðurinn hefur verið starfræktur síðan 1979, en veisluþjónusta verður þó áfram starfrækt undir merkjum staðarins. 16. nóvember 2022 07:25 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira
Ragnar Kr. Guðmundsson, veitingamaður og stofnandi Lauga-Áss á Laugarásvegi greindi frá því í nóvember að rekstrinum yrði hætt um jólin eftir 43 ára rekstur en staðurinn hefur öðlast fastan sess í hjörtum margra Reykvíkinga. Guðmundur Kristján Ragnarsson, sonur Ragnars segir í samtali við Vísi að viðbrögðin hafi komið föður sínum á óvart en greinilegt er að margir sjái á eftir staðnum. „Hann var svo hissa hvað það voru margir sem voru drullufúlir með að hann væri að hætta.“ Veitingastaðurinn Lauga-Ás opnaði 25. júní 1979, á afmælisdegi móður stofnandans Ragnars Guðmundssonar.Lauga-Ás Verður með opið áfram Næsta mánudag, 9. janúar og fram á laugardagskvöld verða í boði þrír mismunandi réttir á Lauga-Ási á einungis 3.500 krónur. Fólk á vegum Neistans verður á staðnum til að taka við greiðslum og gestum boðið upp á að greiða hærri upphæð til samtakanna. Opið verður frá klukkan 11 á daginn og fram á kvöld. Ragnar hyggst ekki láta þar við sitja heldur halda staðnum opnum áfram eftir söfnunarvikuna í takmarkaðan tíma. Matseðilinn í næstu viku.Lauga-Ás Feðgarnir hafa sett sér það markmið að safna tíu milljónum króna fyrir Neistann á þessum sex dögum en fólki verður einnig frjálst að leggja inn á sérstakan söfnunareikning samtakanna. Guðmundur segir að langveikum börnum og fjölskyldum þeirra verði sömuleiðis boðið að koma og eiga saman gleðistund á Lauga-Ási. Hann stendur að venju þétt við bakið á föður sínum og mun aðstoða við eldamennskuna og uppvaskið. „Pabba langaði bara að gera eitthvað og þetta var niðurstaðan. Það var svo mikil aðsókn hérna þegar hann sagðist ætla að hætta að fólk var liggur við að láta keyra sig í sjúkrabíl hingað. Þetta var fáránlegt!“ Var gallharður á því að loka um áramótin Guðmundur segir að pabbi sinn hafi verið gallharður á því að loka um síðustu áramót. „Tíminn er bara kominn. Það tekur allt sinn endi,“ sagði Ragnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í nóvember. „Nú er minn tími kominn. Ég verð að hætta. Mig langar að hætta á toppnum.“ Margir fastagestir tóku þessum tíðindum óstinnt upp. Guðmundur segir að honum hafi þó aðeins snúist hugur eftir fjölda áskorana. „Það er búið að ýta svo mikið á kallinn að hann hafi aðeins lengur opið svo að þegar þetta er búið þá ætlar hann að opna aftur en bara á miðvikudögum, fimmtudögum, föstudögum og hálfan laugardag í einhverja mánuði, hann veit ekki hversu lengi.“ Guðmundur bætir við að sú opnun verði auglýst betur þegar nær dregur. Að lokum stendur til að halda aðra söfnun, í það skiptið fyrir Umhyggju – Félag langveikra barna. „Það er rosalega mikið búið að hringja og það skilur enginn í okkur af hverju hann er að hætta. Þetta er örugglega best rekna veitingahús á Íslandi,“ segir Guðmundur. Á meðan faðir sinn sé við góða heilsu vilji hann að hætta með reisn og á eigin forsendum. „Hann búinn að vera að þessu í 43 ár og hann algjörlega elskar þetta. Þetta verður bara að koma í ljós.“ „Hugsaðu þér að vera orðinn áttræður og geta hætt svona fallega. Mér finnst það bara geggjað,“ segir stoltur sonurinn sem verður til taks í eldhúsinu eftir helgi.
Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir „Maður er afklæddur í forstofunni“ Þorláksmessa og skötulykt leggur yfir landið að venju, mörgum til ama en ekki þeim sem biðu í röð eftir því að fá að bragða á ilmandi skötunni á Lauga-ás. Í síðasta sinn þar sem staðnum verður formlega lokað eftir daginn í dag. 23. desember 2022 20:31 „Manni líður eins og maður sé bara heima“ „Tíminn er bara kominn. Það tekur allt sinn endi,“ segir Ragnar Guðmundsson stofnandi veitingastaðarins Lauga-Ás á Laugarásvegi í Reykjavík en staðnum verður lokað í næsta mánuði. Lauga-Ás hefur verið starfræktur síðan árið 1979 og hafa fastagestir staðarins tekið þessum tíðindum óstinnt upp. 16. nóvember 2022 22:47 Loka Lauga-Ási eftir 43 ára starfsemi Veitingastaðnum Lauga-Ási á Laugarásvegi 1 í Reykjavík verður lokað í næsta mánuði. Staðurinn hefur verið starfræktur síðan 1979, en veisluþjónusta verður þó áfram starfrækt undir merkjum staðarins. 16. nóvember 2022 07:25 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira
„Maður er afklæddur í forstofunni“ Þorláksmessa og skötulykt leggur yfir landið að venju, mörgum til ama en ekki þeim sem biðu í röð eftir því að fá að bragða á ilmandi skötunni á Lauga-ás. Í síðasta sinn þar sem staðnum verður formlega lokað eftir daginn í dag. 23. desember 2022 20:31
„Manni líður eins og maður sé bara heima“ „Tíminn er bara kominn. Það tekur allt sinn endi,“ segir Ragnar Guðmundsson stofnandi veitingastaðarins Lauga-Ás á Laugarásvegi í Reykjavík en staðnum verður lokað í næsta mánuði. Lauga-Ás hefur verið starfræktur síðan árið 1979 og hafa fastagestir staðarins tekið þessum tíðindum óstinnt upp. 16. nóvember 2022 22:47
Loka Lauga-Ási eftir 43 ára starfsemi Veitingastaðnum Lauga-Ási á Laugarásvegi 1 í Reykjavík verður lokað í næsta mánuði. Staðurinn hefur verið starfræktur síðan 1979, en veisluþjónusta verður þó áfram starfrækt undir merkjum staðarins. 16. nóvember 2022 07:25