Innlent

Bylting fyrir blinda strætónotendur hér á landi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Navilens kóðann má sjá fyrir ofan orðið „corner“ á þessari neðanjarðarlestastöð í Brooklyn í New York.
Navilens kóðann má sjá fyrir ofan orðið „corner“ á þessari neðanjarðarlestastöð í Brooklyn í New York. Navilens

Svokölluðum NaviLens kóðum verður komið fyrir á öllum biðstöðvum og vögnum Strætó á landinu. Um er að ræða byltingu á aðgengi fyrir blinda og sjónskerta.

Greint er frá tíðindunum á vef Stjórnarráðsins. Félags- og vinnumarkaðsráðherra og innviðaráðherra hefur skrifað undir samning við Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra, vegna samstarfsverkefnis félagsins og Strætó um innleiðingu á kóðunum. 

Kóðarnir eru nýttirtil að lesa upp fyrirfram ákveðnar upplýsingar og munu í tilviki Strætó gagnast til að gefa upp rauntímaupplýsingar um komu næstu vagna. Koma á NaviLens kóðum fyrir á öllum biðstöðvum og vögnum Strætó á öllu landinu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×