Skemmtiferðaskip í Reykjavík greiði í takt við mengun Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. janúar 2023 19:40 Sigrún Ágústsdóttir forstjóri Umhverfisstofnunar og Sigurður Jökull Ólafsson. Vísir/Einar Ferðaþjónustan og umhverfisyfirvöld þurfa að ráðast í stefnumörkun á því hvernig hægt sé að draga úr gríðarlegri mengun frá skemmtiferðaskipum að mati forstjóra Umhverfisstofnunar. Hún segir jákvætt skref að skemmtiferðaskip sem koma til Reykjavíkur greiði hafnargjöld í samræmi við mengun. Metár er fram undan í komum skemmtiferðaskipa hingað til lands en um helmingi fleiri komur eru væntanlegar en í fyrra og áttatíu prósent fleiri farþegar. Sigrún Ágústsdóttir forstjóri Umhverfisstofnunar segir mikilvægt að reyna að minnka mengun af þeirra völdum. Rætt var við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Við getum ráð fyrir því að losun eins skips í siglingu losi margfalt á við árslosun einnar bifreiðar. Það þarf því að leggja áherslu á að láta skipin nota rafmagn í höfnum þar sem það er. Þá þarf að hraða uppbyggingu slíkra lausna. Það skiptir líka miklu máli hvernig eldsneyti er notað. Þá er von á nýrri reglugerð frá Evrópusambandinu varðandi losunarheimildir fyrir skemmtiferðaskip,“ segir Sigrún. Sigrún segir afar mikilvægt að fara vel yfir þessi mál hér á landi. „Ég held að þurfi heildræna stefnumörkun ferðaþjónustunnar og umhverfisyfirvalda í því að draga úr þessari losun og finna bestu leiðirnar. Við erum t.d. að horfa til Alaska. Þar er þjóðgarður sem heitir Glacier Bay þar sem búið er að koma ótrúlega skemmtilegu kerfi á laggirnar sem gengur út á að draga úr umhverfisáhrifum af skemmtiferðaskipum. Þeir sem standa sig best þar eiga mestu möguleika á að komast inn í þjóðgarðinn. Við erum með vísir að þessu á Hornströndum þ.e. þar eru ákveðin fjöldatakmörk á umferð,“ segir Sigrún. Sigrún bendir einnig á að Umhverfisstofnun hafi á síðasta ári ásamt Samgöngustofu og Landhelgisgæslunni gefið út leiðbeiningar á íslensku og ensku fyrir stjórnendur farþegaskipa. Þar séu að finna ákvæði um siglingaöryggi, mengunarvarnir og náttúruvernd. Skemmtiferðaskip þurfa að greiða eftir mengun Faxaflóahafnir taka við langstærstum hluta skemmtiferðaskipa. Sigurður Jökull Ólafsson markaðsstjóri segir að strax í vor verði byrjað að tengja skip við rafmagn við Miðbakka og fleira sé á döfinni. „Við erum fyrsta höfnin í heiminum, fyrir utan norsku hafnirnar sem byrjuðu, til að taka þetta upp. Þetta er umhverfiseinkunnar kerfi sem er tengt gjaldskránni, þannig að skip greiða eftir því hversu mikið eða lítið þau menga,“ segir Sigurður. Sigrún Ágústsdóttir forstjóri Umhverfisstofnunar er ánægð með þetta skref. „Þetta er jákvætt þegar kemur losun meðan skipið er í höfninni. Það þarf hins vegar líka að skoða en það losun á siglingaleiðinni, en það er stærsta vandamálið,“ segir hún. Lega landsins, stríðið í Úkraínu og norðurslóðir Sigurður markaðsstjóri Faxaflóahafna segir legu landsins eina ástæðu þess að hingað séu að koma fleiri skemmtiferðaskip. Vegna legunnar komi áttatíu og fimm þúsund mann til landsins sem sé um þrjátíu þúsund fleiri en í fyrra. Þá komi fleira til. „Við fáum fleiri skip vegna stríðsins í Úkraínu en vegna þess er minni umferð um Eystrasalt en áður og svo er mikill áhugi á norðurslóðum. Þessir ferðamenn skilja um þrisvar sinnum meira eftir sig en hefðbundnir farþegar á skemmtiferðaskipum. Því þeir kaupa flug, hópferðir, gistingu og þjónustu í meira mæli,“ segir Sigurður. Skemmtiferðaskip á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Umhverfismál Loftgæði Hafnarmál Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Metár er fram undan í komum skemmtiferðaskipa hingað til lands en um helmingi fleiri komur eru væntanlegar en í fyrra og áttatíu prósent fleiri farþegar. Sigrún Ágústsdóttir forstjóri Umhverfisstofnunar segir mikilvægt að reyna að minnka mengun af þeirra völdum. Rætt var við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Við getum ráð fyrir því að losun eins skips í siglingu losi margfalt á við árslosun einnar bifreiðar. Það þarf því að leggja áherslu á að láta skipin nota rafmagn í höfnum þar sem það er. Þá þarf að hraða uppbyggingu slíkra lausna. Það skiptir líka miklu máli hvernig eldsneyti er notað. Þá er von á nýrri reglugerð frá Evrópusambandinu varðandi losunarheimildir fyrir skemmtiferðaskip,“ segir Sigrún. Sigrún segir afar mikilvægt að fara vel yfir þessi mál hér á landi. „Ég held að þurfi heildræna stefnumörkun ferðaþjónustunnar og umhverfisyfirvalda í því að draga úr þessari losun og finna bestu leiðirnar. Við erum t.d. að horfa til Alaska. Þar er þjóðgarður sem heitir Glacier Bay þar sem búið er að koma ótrúlega skemmtilegu kerfi á laggirnar sem gengur út á að draga úr umhverfisáhrifum af skemmtiferðaskipum. Þeir sem standa sig best þar eiga mestu möguleika á að komast inn í þjóðgarðinn. Við erum með vísir að þessu á Hornströndum þ.e. þar eru ákveðin fjöldatakmörk á umferð,“ segir Sigrún. Sigrún bendir einnig á að Umhverfisstofnun hafi á síðasta ári ásamt Samgöngustofu og Landhelgisgæslunni gefið út leiðbeiningar á íslensku og ensku fyrir stjórnendur farþegaskipa. Þar séu að finna ákvæði um siglingaöryggi, mengunarvarnir og náttúruvernd. Skemmtiferðaskip þurfa að greiða eftir mengun Faxaflóahafnir taka við langstærstum hluta skemmtiferðaskipa. Sigurður Jökull Ólafsson markaðsstjóri segir að strax í vor verði byrjað að tengja skip við rafmagn við Miðbakka og fleira sé á döfinni. „Við erum fyrsta höfnin í heiminum, fyrir utan norsku hafnirnar sem byrjuðu, til að taka þetta upp. Þetta er umhverfiseinkunnar kerfi sem er tengt gjaldskránni, þannig að skip greiða eftir því hversu mikið eða lítið þau menga,“ segir Sigurður. Sigrún Ágústsdóttir forstjóri Umhverfisstofnunar er ánægð með þetta skref. „Þetta er jákvætt þegar kemur losun meðan skipið er í höfninni. Það þarf hins vegar líka að skoða en það losun á siglingaleiðinni, en það er stærsta vandamálið,“ segir hún. Lega landsins, stríðið í Úkraínu og norðurslóðir Sigurður markaðsstjóri Faxaflóahafna segir legu landsins eina ástæðu þess að hingað séu að koma fleiri skemmtiferðaskip. Vegna legunnar komi áttatíu og fimm þúsund mann til landsins sem sé um þrjátíu þúsund fleiri en í fyrra. Þá komi fleira til. „Við fáum fleiri skip vegna stríðsins í Úkraínu en vegna þess er minni umferð um Eystrasalt en áður og svo er mikill áhugi á norðurslóðum. Þessir ferðamenn skilja um þrisvar sinnum meira eftir sig en hefðbundnir farþegar á skemmtiferðaskipum. Því þeir kaupa flug, hópferðir, gistingu og þjónustu í meira mæli,“ segir Sigurður.
Skemmtiferðaskip á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Umhverfismál Loftgæði Hafnarmál Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira