Fótbolti

Frakkar halda tryggð við Deschamps

Hjörvar Ólafsson skrifar
Didier Deschamps var vitanlega súr eftir tap Frakka gegn Argentínu í úrslitaleik heimsmeistaramótsins í desember síðastliðnum. 
Didier Deschamps var vitanlega súr eftir tap Frakka gegn Argentínu í úrslitaleik heimsmeistaramótsins í desember síðastliðnum.  Vísir/Getty

Didier Deschamps, þjálfari franska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur framlengt samning sinn við franska knattspyrnusambandið. Nýr samningur hans gildir fram yfir lokakeppni heimsmeistaramótsins sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada árið 2026.

Didier Deschamps, þjálfari franska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur framlengt samning sinn við franska knattspyrnusambandið. Nýr samningur hans gildir fram yfir lokakeppni heimsmeistaramótsins sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada árið 2026.  

Nokkuð var rætt og ritað um framtíð Deschamps eftir að franska liðið laut í lægra haldi fyrir Argentínu í úrslitaleik heimsmeistaramótsins í Doha í Katar í desember síðastliðnum. 

Nú er ljóst að Deschamps mun stýra Frakklandi á Evrópumótinu sem fram fer í Þýskalandi næsta sumar og freista þess síðan að koma liðinu í lokakeppni heimsmeistaramótsins sem haldið verður í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada árið 2026. 

Deschamps hefur stýrt Frakklandi í 11 ár en á þeim tíma hefur liðið orðið heimsmeistari árið 2018, unnið Þjóðadeildina 2021 og þá fór franska liðið í úrslitaleik heimsmeistaramótsins í Katar í lok síðasta árs þar sem liðið beið ósigur gegn Argentínu eftir vítaspyrnukeppni. 

Þar að auki lék liðið til úrslita á heimavelli á Evrópumótinu árið 2016 en laut þá í gras gegn Portúgal á Stade de France.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×