Ótrúleg saga Árna Þórðar: „Ég sé að honum hrakar og þetta endar með ósköpum“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 7. janúar 2023 14:11 Feðgarnir Árni Þórður og Sigurður Þ. Ragnarsson. Myndin er tekin þegar Árni Þórður útskrifaðist sem tollari en Sigurður starfaði einmitt á árum áður sem slíkur. Facebook Árni Þórður Sigurðsson hefur náð ótrúlegum bata eftir að hafa veikst af svokallaðri fjöllíffærabilun. Honum var haldið sofandi í fimm mánuði og var talinn í lífshættu í heilt ár. Árni er sonur Sigurðar Þ. Ragnarssonar, sem er betur þekktur sem Siggi stormur. Þeir segja sögu Árna og reynslu sína af löngu bataferlinu í helgarviðtali Fréttablaðsins. Siggi hélt vinum, vandamönnum og raunar þjóðinni allri vel upplýstum um baráttu sonar síns á Facebooksíðu sinni. „Ég er mikil tilfinningavera og þetta tók svakalega á mig. Hann er í heildina í lífshættu í meira en tíu mánuði og þegar maður byrjar hvern einasta dag, mánuð eftir mánuð, á því að vera hræddur um barnið sitt þá tærist maður einhvern veginn upp,“ segir Siggi í samtali við Fréttablaðið. Í október á síðasta ári útskrifaðist Árni loks af spítala. Eftir að Árna hafði verði haldið sofandi í um fjóra og hálfan mánuð vaknaði hann loks og horfði þá til betri vegar. Var í framhaldinu ákveðið að Árni færi í endurhæfingu á Grensás sem Sigga fannst of snemmt þar sem hann átti enn í erfiðleikum með að nærast. Hann ákvað þó að treysta læknum. „Þarna verður mikið bakslag og ég er afar bitur út í Grensás. Afsakaðu orðalagið, en þeir vorum næstum búnir að drepa hann,“ er haft eftir Sigga. „Ég sé að honum hrakar og þetta endar með ósköpum.“ Árna hrakaði sem sagt mikið og greindist með svæsna lungnabólgu í kjölfarið. Var hann þá færður aftur á Landspítala þar sem læknar og hjúkrunarteymi voru ekki bjartsýn á bata Árna. „Einn daginn hringir í okkur læknir og segir okkur að Árna hafi hrakað mikið, staðan hafi versnað hratt og að það gangi illa að halda uppi súrefnismettun. Við erum eiginlega beðin um að koma bara strax, þarna var bara verið að biðja okkur um að koma og kveðja hann,“ er haft eftir Sigga. Á gjörgæslu var kallað til Tómasar Guðbjartssonar, Lækna-Tómasar, sem lagði það örþrifaráð til að snúa Árna á grúfu. Við tók erfið bið en loks sýndi Árni svörun og björgunin tókst. Við tók endurhæfingarferli á Spáni en Siggi var ákveðinn í að senda son sinn ekki aftur á Grensás. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sonur Sigga storms berst fyrir lífi sínu á gjörgæslu Árna Þórði, syni Sigurðar Þ. Ragnarssonar bæjarfulltrúa í Hafnarfirði og Hólmfríðar Þórisdóttur, hefur verið haldið sofandi nú í viku í öndunarvél vegna alvarlegrar líffærabilunar. Veikindi Árna Þórðar hafa ekkert með Covid að gera. 27. desember 2021 11:28 Árni Þórður útskrifaður af spítala Árni Þórður Sigurðsson, sonur Sigga storms, er útskrifaður af spítala eftir að hafa legið inni í tæpa tíu mánuði vegna alvarlegrar líffærabilunar. 1. október 2022 08:12 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Sendi Dönum tóninn Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira
Árni er sonur Sigurðar Þ. Ragnarssonar, sem er betur þekktur sem Siggi stormur. Þeir segja sögu Árna og reynslu sína af löngu bataferlinu í helgarviðtali Fréttablaðsins. Siggi hélt vinum, vandamönnum og raunar þjóðinni allri vel upplýstum um baráttu sonar síns á Facebooksíðu sinni. „Ég er mikil tilfinningavera og þetta tók svakalega á mig. Hann er í heildina í lífshættu í meira en tíu mánuði og þegar maður byrjar hvern einasta dag, mánuð eftir mánuð, á því að vera hræddur um barnið sitt þá tærist maður einhvern veginn upp,“ segir Siggi í samtali við Fréttablaðið. Í október á síðasta ári útskrifaðist Árni loks af spítala. Eftir að Árna hafði verði haldið sofandi í um fjóra og hálfan mánuð vaknaði hann loks og horfði þá til betri vegar. Var í framhaldinu ákveðið að Árni færi í endurhæfingu á Grensás sem Sigga fannst of snemmt þar sem hann átti enn í erfiðleikum með að nærast. Hann ákvað þó að treysta læknum. „Þarna verður mikið bakslag og ég er afar bitur út í Grensás. Afsakaðu orðalagið, en þeir vorum næstum búnir að drepa hann,“ er haft eftir Sigga. „Ég sé að honum hrakar og þetta endar með ósköpum.“ Árna hrakaði sem sagt mikið og greindist með svæsna lungnabólgu í kjölfarið. Var hann þá færður aftur á Landspítala þar sem læknar og hjúkrunarteymi voru ekki bjartsýn á bata Árna. „Einn daginn hringir í okkur læknir og segir okkur að Árna hafi hrakað mikið, staðan hafi versnað hratt og að það gangi illa að halda uppi súrefnismettun. Við erum eiginlega beðin um að koma bara strax, þarna var bara verið að biðja okkur um að koma og kveðja hann,“ er haft eftir Sigga. Á gjörgæslu var kallað til Tómasar Guðbjartssonar, Lækna-Tómasar, sem lagði það örþrifaráð til að snúa Árna á grúfu. Við tók erfið bið en loks sýndi Árni svörun og björgunin tókst. Við tók endurhæfingarferli á Spáni en Siggi var ákveðinn í að senda son sinn ekki aftur á Grensás.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sonur Sigga storms berst fyrir lífi sínu á gjörgæslu Árna Þórði, syni Sigurðar Þ. Ragnarssonar bæjarfulltrúa í Hafnarfirði og Hólmfríðar Þórisdóttur, hefur verið haldið sofandi nú í viku í öndunarvél vegna alvarlegrar líffærabilunar. Veikindi Árna Þórðar hafa ekkert með Covid að gera. 27. desember 2021 11:28 Árni Þórður útskrifaður af spítala Árni Þórður Sigurðsson, sonur Sigga storms, er útskrifaður af spítala eftir að hafa legið inni í tæpa tíu mánuði vegna alvarlegrar líffærabilunar. 1. október 2022 08:12 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Sendi Dönum tóninn Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira
Sonur Sigga storms berst fyrir lífi sínu á gjörgæslu Árna Þórði, syni Sigurðar Þ. Ragnarssonar bæjarfulltrúa í Hafnarfirði og Hólmfríðar Þórisdóttur, hefur verið haldið sofandi nú í viku í öndunarvél vegna alvarlegrar líffærabilunar. Veikindi Árna Þórðar hafa ekkert með Covid að gera. 27. desember 2021 11:28
Árni Þórður útskrifaður af spítala Árni Þórður Sigurðsson, sonur Sigga storms, er útskrifaður af spítala eftir að hafa legið inni í tæpa tíu mánuði vegna alvarlegrar líffærabilunar. 1. október 2022 08:12