„Þetta er akkúrat það sem við þurftum, smá löðrung“ Valur Páll Eiríksson skrifar 8. janúar 2023 09:00 Ómar Ingi Magnússon og Ýmir Örn Gíslason í baráttunni við Juri Knorr í gær. Martin Rose/Getty Images Íslenska karlalandsliðið í handbolta gerði vel að klára leik sinn við Þýskaland í gær á sigri. Styrkur felst í því að vinna leiki sem spilast illa. Þetta segir sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Maður var farinn að hafa pínulitlar áhyggjur þarna um miðbik leiksins, hvað þetta var hálf dapurt. En við byrjuðum leikinn vel og enduðum leikinn vel og það var nóg,“ segir Jóhann Gunnar Einarsson, fyrrum leikmaður Fram og Aftureldingar og sérfræðingur í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport. „Þetta er kannski það sem maður var farinn að öfunda lið eins og Spán og Danmörku fyrir, að þó þau séu að spila illa þá vinna þau leikina og við gerum það bara á gæðum í lokin. Það var nóg og það er mjög jákvætt,“ bætir hann við. Varamennirnir hetjurnar Leikmenn sem spilað að jafnaði minna í liðinu reyndust íslenska liðinu vel. Óðinn Þór Ríkharðsson er á leið á sitt fyrsta stórmót og var afar öflugur í hægra horninu. Björgvin Páll Gústavsson var öflugur í markinu þegar á leið og Janus Daði Smárason átti frábæra innkomu á miðjuna. Jóhann Gunnar Einarsson.Vísir/Stöð 2 „Ómar var ólíkur sjálfum sér og fleiri. Við getum þakkað innkomu manna sem hafa verið að spila minna, eins og Janus og Óðni, og svo var Bjöggi frábær í markinu. Mér fannst svo Elliði koma með orku inn í þetta þó við höfum verið í vandræðum varnarlega allan leikinn,“ segir Jóhann Gunnar. „Það voru þessir leikmenn sem komu inn á sem við getum þakkað fyrir þennan sigur,“ „Það sem maður hefur mestar áhyggjur af eru kannski línuspil og miðjublokkin lengst af en Gummi hefur sagst vera að vinna í því og þetta er skref í þá átt,“ segir Jóhann Gunnar. Ekki í boði að slaka á Jóhann segir að liðið hafi þurft á ákveðnu veruleikatékki að halda. Þjóðverjanir hafi rifið þá lítillega niður á jörðina eftir að þeir hafi verið lofsungnir upp til himna af íslensku þjóðinni í aðdraganda móts. „Þetta er kannski akkúrat það sem við þurftum, ekki kannski högg í andlitið en smá löðrung. Við þurfum alltaf að gefa allt í þetta þó við séum með frábæra heimsklassa leikmenn, þá erum við ekki orðnir það góðir að við getum við ekki gert þetta eins létt og við getum,“ segir Jóhann Gunnar. Klippa: Jóhann Gunnar um sigur Íslands Það segi þá sitt að Íslendingar séu farnir að gera kröfu á stórsigur á Þýskalandi á útivelli. „Við erum á útivelli og við getum kröfu um að vinna þennan leik. Kannski er bara eðlilegt að fyrsti leikur hjá þessu liði þegar þeir eru orðnir varir um umfjöllunina, að það er vænst mikils af þeim. Þess vegna held ég að það hafi verið eðlilegt að menn hafi verið smá stressaðir,“ segir Jóhann. Ísland og Þýskaland mætast að nýju í dag klukkan 14:30 og verður leikurinn í beinni lýsingu á Vísi. Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Sjá meira
„Maður var farinn að hafa pínulitlar áhyggjur þarna um miðbik leiksins, hvað þetta var hálf dapurt. En við byrjuðum leikinn vel og enduðum leikinn vel og það var nóg,“ segir Jóhann Gunnar Einarsson, fyrrum leikmaður Fram og Aftureldingar og sérfræðingur í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport. „Þetta er kannski það sem maður var farinn að öfunda lið eins og Spán og Danmörku fyrir, að þó þau séu að spila illa þá vinna þau leikina og við gerum það bara á gæðum í lokin. Það var nóg og það er mjög jákvætt,“ bætir hann við. Varamennirnir hetjurnar Leikmenn sem spilað að jafnaði minna í liðinu reyndust íslenska liðinu vel. Óðinn Þór Ríkharðsson er á leið á sitt fyrsta stórmót og var afar öflugur í hægra horninu. Björgvin Páll Gústavsson var öflugur í markinu þegar á leið og Janus Daði Smárason átti frábæra innkomu á miðjuna. Jóhann Gunnar Einarsson.Vísir/Stöð 2 „Ómar var ólíkur sjálfum sér og fleiri. Við getum þakkað innkomu manna sem hafa verið að spila minna, eins og Janus og Óðni, og svo var Bjöggi frábær í markinu. Mér fannst svo Elliði koma með orku inn í þetta þó við höfum verið í vandræðum varnarlega allan leikinn,“ segir Jóhann Gunnar. „Það voru þessir leikmenn sem komu inn á sem við getum þakkað fyrir þennan sigur,“ „Það sem maður hefur mestar áhyggjur af eru kannski línuspil og miðjublokkin lengst af en Gummi hefur sagst vera að vinna í því og þetta er skref í þá átt,“ segir Jóhann Gunnar. Ekki í boði að slaka á Jóhann segir að liðið hafi þurft á ákveðnu veruleikatékki að halda. Þjóðverjanir hafi rifið þá lítillega niður á jörðina eftir að þeir hafi verið lofsungnir upp til himna af íslensku þjóðinni í aðdraganda móts. „Þetta er kannski akkúrat það sem við þurftum, ekki kannski högg í andlitið en smá löðrung. Við þurfum alltaf að gefa allt í þetta þó við séum með frábæra heimsklassa leikmenn, þá erum við ekki orðnir það góðir að við getum við ekki gert þetta eins létt og við getum,“ segir Jóhann Gunnar. Klippa: Jóhann Gunnar um sigur Íslands Það segi þá sitt að Íslendingar séu farnir að gera kröfu á stórsigur á Þýskalandi á útivelli. „Við erum á útivelli og við getum kröfu um að vinna þennan leik. Kannski er bara eðlilegt að fyrsti leikur hjá þessu liði þegar þeir eru orðnir varir um umfjöllunina, að það er vænst mikils af þeim. Þess vegna held ég að það hafi verið eðlilegt að menn hafi verið smá stressaðir,“ segir Jóhann. Ísland og Þýskaland mætast að nýju í dag klukkan 14:30 og verður leikurinn í beinni lýsingu á Vísi.
Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Sjá meira