Gámar skíðloguðu eftir íkveikjur Árni Sæberg skrifar 8. janúar 2023 08:39 Slökkvilið að störfum við verslun Bónus í Spönginni í gærkvöldi. Skjáskot Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnti fjórum útköllum í gærkvöldi vegna íkveikja. Gámar skíðloguðu í Spönginni og kveikt var í ruslatunnu í Hafnarfirði. Um klukkan 20 í gærkvöldi barst tilkynningu um að eldur væri í gámi í verslunarkjarnanum Spönginni í Grafarvogi. Dælubíll var sendur á vettvang ásamt áhöfn sem gekk greiðlega að slökkva í gámnum þrátt fyrir að um mikinn eld væri að ræða. Gámurinn var fullur eldfimum pappa. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu var lítil sem engin hætta á ferð enda eldurinn einungis í gámnum sem stóð fjærri byggingum og bifreiðum. Hann segir ljóst að um íkveikju hafi verið að ræða enda kvikni almennt ekki í gámum af sjálfsdáðum á laugardagskvöldum. Aðra sögu væri hugsanlega að segja ef eldurinn hefði komið upp að degi til í miðri viku þegar menn eru líklegri til þess að henda úrgangi sem gæti kviknað í. Kviknaði í á sama stað skömmu seinna Sem áður segir gekk greiðlega að slökkva eldinn í gámnum en það reyndist skammgóður vermir þar sem eldur kom upp í öðrum gámi í Spönginni aðeins tveimur klukkustundum síðar. Líklegt er að þar hafi brennuvargar aftur verið á ferð en að sögn varðstjóra er ekki útilokað að kviknað hafi í út frá hitaleiðni frá fyrri gámnum. Vísir hefur undir höndum myndskeið sem sýna eldinn í seinni gámnum og aðgerðir slökkviliðs á vettvangi. Þau má sjá klippt saman í spilaranum hér að neðan: Gámur í Laugardal og ruslatunna í Hafnarfirði Einnig var kveikt í gámi við Vogaskóla í Laugardal. Þar var ekki heldur hætta á ferð og slökkvistarf gekk vel. Loks barst útkall vegna logandi ruslatunnu í Hafnarfirði, hið sama var uppi á teningnum þar. Grunur er um íkveikju í öllum framangreindum tilfellum. Líkt og sjá má í myndskeiðinu hér að ofan mætti lögregla á vettvang í Spöngina. Að sögn varðstjórans mætir lögregla ávallt á vettvagn þegar um bruna er að ræða en að íkveikjurnar verði sennilega ekki rannsakaðar frekar þar sem engin hætta var á ferð. Í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er ein tilkynning um eld í ruslagámi í Grafarvogi bókuð. Að lokum segir varðstjórinn að slökkviliðið hafi sinnt einu útkalli til í nótt. Undir morgun kom upp leki í úðakerfi sem slökkvilið sinnti. Slökkvilið Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Um klukkan 20 í gærkvöldi barst tilkynningu um að eldur væri í gámi í verslunarkjarnanum Spönginni í Grafarvogi. Dælubíll var sendur á vettvang ásamt áhöfn sem gekk greiðlega að slökkva í gámnum þrátt fyrir að um mikinn eld væri að ræða. Gámurinn var fullur eldfimum pappa. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu var lítil sem engin hætta á ferð enda eldurinn einungis í gámnum sem stóð fjærri byggingum og bifreiðum. Hann segir ljóst að um íkveikju hafi verið að ræða enda kvikni almennt ekki í gámum af sjálfsdáðum á laugardagskvöldum. Aðra sögu væri hugsanlega að segja ef eldurinn hefði komið upp að degi til í miðri viku þegar menn eru líklegri til þess að henda úrgangi sem gæti kviknað í. Kviknaði í á sama stað skömmu seinna Sem áður segir gekk greiðlega að slökkva eldinn í gámnum en það reyndist skammgóður vermir þar sem eldur kom upp í öðrum gámi í Spönginni aðeins tveimur klukkustundum síðar. Líklegt er að þar hafi brennuvargar aftur verið á ferð en að sögn varðstjóra er ekki útilokað að kviknað hafi í út frá hitaleiðni frá fyrri gámnum. Vísir hefur undir höndum myndskeið sem sýna eldinn í seinni gámnum og aðgerðir slökkviliðs á vettvangi. Þau má sjá klippt saman í spilaranum hér að neðan: Gámur í Laugardal og ruslatunna í Hafnarfirði Einnig var kveikt í gámi við Vogaskóla í Laugardal. Þar var ekki heldur hætta á ferð og slökkvistarf gekk vel. Loks barst útkall vegna logandi ruslatunnu í Hafnarfirði, hið sama var uppi á teningnum þar. Grunur er um íkveikju í öllum framangreindum tilfellum. Líkt og sjá má í myndskeiðinu hér að ofan mætti lögregla á vettvang í Spöngina. Að sögn varðstjórans mætir lögregla ávallt á vettvagn þegar um bruna er að ræða en að íkveikjurnar verði sennilega ekki rannsakaðar frekar þar sem engin hætta var á ferð. Í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er ein tilkynning um eld í ruslagámi í Grafarvogi bókuð. Að lokum segir varðstjórinn að slökkviliðið hafi sinnt einu útkalli til í nótt. Undir morgun kom upp leki í úðakerfi sem slökkvilið sinnti.
Slökkvilið Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira