Viðskipti innlent

Ali Baba í Austur­stræti lokað

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Yaman Brikhan, eigandi Ali Baba.
Yaman Brikhan, eigandi Ali Baba. Vísir/Andri

Kebabstaðurinn Ali Baba lokar í Austurstræti. Ástæðan er ansi einföld, annar aðili vildi kaupa húsnæðið og hyggst opna bar eða veitingastað.

Yaman Brikhan, eigandi Ali Baba segir í samtali við fréttastofu að þeim hafi borist tilboð í húsnæðið sem erfitt var að hafna. Aðdáendur kebabstaðarins þurfa þó ekki að örvænta þar sem rekstri verður haldið áfram í Kringlunni og Hamraborg.

Staðurinn í Austurstræti lokaði þann 31. desember síðastliðinn.

Yaman segir reksturinn hafa gengið vel en hann hafi verið spurður hvort hann hefði áhuga á að selja húsnæðið. Hann útilokar ekki að Ali Baba opni aftur á öðrum stað í miðbænum en að svo stöddu þykir honum betra að vera annarsstaðar í Reykjavík.

Þá vilji hann einbeita sér um stund að rekstri bakarísins Aleppo sem hann rekur einnig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×