Um 500 manns óskast til starfa á Egilsstöðum og næsta nágrenni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. janúar 2023 20:05 Jónína Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar Múlaþings, sem segir að það sé hæglega hægt að taka á móti 500 manns í vinnu í Múlaþingi og sveitarfélögunum þar í kring ef húsnæði væri til staðar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Um fimm hundruð manns vantar nú til starfa við ýmis störf á Egilsstöðum og næsta nágrenni. En það sem verra er, það er ekkert húsnæði til fyrir það fólk, sem vildi ráða sig til starfa á svæðinu. Það er mikil þensla í atvinnulífinu á Austurlandi eins og í öðrum landshlutum, alls staðar vantar fólk til starfa. Málið kemur oft til umfjöllunar í sveitarstjórn Múlaþings en ástandið er sérstaklega slæmt á Egilsstöðum og á fjörðunum þar í kring. „Hér hefur verið má segja frá kreppu ekkert atvinnuleysi verið hér. Það kemur líka til af því að álverið á Reyðarfirði er mannaflafrekt og afleiddur iðnaður í kringum álverið er líka mannaflsfrekur. Hér getum við bætt við alveg helling af starfsfólki í viðbót já,“ segir Jónína Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar Múlaþings. En hvar vantar helst starfsfólk? „Það hefur verið mikill skortur í ferðaþjónustu en annars held ég að það vanti starfsmenn hér alls staðar. Ég held að það vanti hárgreiðslufólk, snyrtifólk, okkur vantar smiði, rafvirkja og okkur vantar líka skrifstofufólk. Okkur vantar bara fólk alls staðar,“ segir Jónína. En hvað heldur Jónína að þetta séu mörg störf, sem vantar að manna núna? „Ég held að við gætum hæglega dælt kannski fimm hundruð manns inn á markaðinn og við myndum ekki finna fyrir því, það myndi renna ljúft inn í þann iðnað og starfsemi, sem er hér í gangi.“ En áttu húsnæði undir þetta fólk? „Nei, ekki enn þá en við erum í uppbyggingarfasa núna,“ segir Jónína. Ekkert framboð er á húsnæði í Múlaþingi en Jónína segir að það sé verið að vinna í þeim málum. Múlaþing Vinnumarkaður Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Sjá meira
Það er mikil þensla í atvinnulífinu á Austurlandi eins og í öðrum landshlutum, alls staðar vantar fólk til starfa. Málið kemur oft til umfjöllunar í sveitarstjórn Múlaþings en ástandið er sérstaklega slæmt á Egilsstöðum og á fjörðunum þar í kring. „Hér hefur verið má segja frá kreppu ekkert atvinnuleysi verið hér. Það kemur líka til af því að álverið á Reyðarfirði er mannaflafrekt og afleiddur iðnaður í kringum álverið er líka mannaflsfrekur. Hér getum við bætt við alveg helling af starfsfólki í viðbót já,“ segir Jónína Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar Múlaþings. En hvar vantar helst starfsfólk? „Það hefur verið mikill skortur í ferðaþjónustu en annars held ég að það vanti starfsmenn hér alls staðar. Ég held að það vanti hárgreiðslufólk, snyrtifólk, okkur vantar smiði, rafvirkja og okkur vantar líka skrifstofufólk. Okkur vantar bara fólk alls staðar,“ segir Jónína. En hvað heldur Jónína að þetta séu mörg störf, sem vantar að manna núna? „Ég held að við gætum hæglega dælt kannski fimm hundruð manns inn á markaðinn og við myndum ekki finna fyrir því, það myndi renna ljúft inn í þann iðnað og starfsemi, sem er hér í gangi.“ En áttu húsnæði undir þetta fólk? „Nei, ekki enn þá en við erum í uppbyggingarfasa núna,“ segir Jónína. Ekkert framboð er á húsnæði í Múlaþingi en Jónína segir að það sé verið að vinna í þeim málum.
Múlaþing Vinnumarkaður Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Sjá meira