„Við eigum bara að keyra á medalíu og ekkert annað“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 9. janúar 2023 07:01 Kári Kristján Kristjánsson er harður á því að íslenska liðið eigi að stefna á verðlaunasæti á HM í handbolta. Vísir/Stöð 2 Sport Íslenska þjóðin ræður vart við sig fyrir spenningi fyrir heimsmeistaramótinu í handbolta sem hefst næstkomandi fimmtudag. Svava Kristín Grétarsdóttir fór á stúfana, hitti nokkra handboltaþjálfara fyrrum leikmenn íslenska karlalandsliðsins og spurði þá hvort við værum að setja markið of hátt. Felstir voru þeir sammála um það að svo væri ekki. Kári Kristján Kristjánsson segir að liðið eigi að stefna á verðlaunasæti. „Nei alls ekki. Þetta eru bara held ég raunhæfar kröfur. Við eigum bara að keyra á medalíu og ekkert annað,“ sagði Kári. Þá vildu Arnór Þór Gunnarsson og Ólafur Stefánsson báðir meina að strákarnir í hópnum vildu finna fyrir þessari pressu sem komin er frá íslensku þjóðinni. „Ég held að við séum með þannig gæja í þessum hóp að þeir vita bara um hvað þetta snýst og ég held að við getum bara sett hvaða pressu sem við viljum. Og þeir finna svo bara út úr því,“ sagði Ólafur. Pressan geti verið þungur kross að bera Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari Kadetten Schaffhausen í Sviss, var þó einn af þeim sem sagði að pressan gæti komið sér illa fyrir liðið. „Það er margt sem lítur vel út, en þessar væntingar sem er búið að setja á liðið er þungur kross að bera og það er ákveðin kúnst að stýra því. Auðvitað er gott að fólk hefur trú á liðinu en engu að síður hefur sagan kennt okkur það að það er betra að vaðið fyrir neðan sig þegar maður fer í svona mót og stilla væntingunum í hóf. Ég hef enga trú á öðru en að Guðmundur geri það með sinni einstöku snilld,“ sagði Aðalsteinn. Mikilvægt að byrja mótið vel Guðjón Valur Sigurðsson, þjálfari Gummersbach í þýsku úrvalsdeildinni og markahæsti landsliðsmaður heims, segist vera gríðarlega bjartsýnn fyrir mótinu. „Ég er eins og flestir. ég er rosalega bjartsýnn, en náttúrulega af eigin reynslu þá veit ég það að það er rosalega mikilvægt að byrja mótið vel. Við vitum að við erum í erfiðum riðli og það skiptir miklu máli að byrja vel, það skiptir miklu máli að taka með sér stig í milliriðilinn og það skiptir máli að koma sér í átta liða úrslitaleikinn og þá getur allt gerst,“ „Ég er ekki að fara að standa hérna og segja að við séum að fara að vinna alla leiki, en við erum með lið sem getur unnið alla. Þegar þú lítur yfir hópinn þá er enginn leikmaður í hópnum sem er einhversstaðar að spila lítið eða í litlu hlutverki í sínu liði. Það er að koma aftur upp lið eins og við vorum með fyrir þónokkrum árum síðan þar sem allir eru í virkilega góðum og stórum hlutverkum og eru mikilvægir og góðir leikmenn. Plús það að þeir eru í góðu formi og eru allir að mínu mati að spila alveg gríðarlega vel.“ Að lokum sagði Hannes Jón Jónsson, þjálfari Alpla Hard í austurrísku úrvalsdeildinni, að ef Ísland ætlaði sér einhverntíman að verða heimsmeistari í handbolta þá væri rétti tíminn núna. „Það er allt í lagi að vera með kassann út núna fyrir mót og ég held að ef þeir vinna ekki núna þá veit ég ekki hvenær þeir vinna.“ Svava ræddi einnig við þau Rúnar Kárason, Rakel Dögg Bragadóttur, Örn Þrastarson, Anton Rúnarsson og Harald Þorvarðarson, en innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Þjálfarar og fyrrum landsliðsmenn um möguleika Íslands á HM Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Leik lokið: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Sjá meira
Felstir voru þeir sammála um það að svo væri ekki. Kári Kristján Kristjánsson segir að liðið eigi að stefna á verðlaunasæti. „Nei alls ekki. Þetta eru bara held ég raunhæfar kröfur. Við eigum bara að keyra á medalíu og ekkert annað,“ sagði Kári. Þá vildu Arnór Þór Gunnarsson og Ólafur Stefánsson báðir meina að strákarnir í hópnum vildu finna fyrir þessari pressu sem komin er frá íslensku þjóðinni. „Ég held að við séum með þannig gæja í þessum hóp að þeir vita bara um hvað þetta snýst og ég held að við getum bara sett hvaða pressu sem við viljum. Og þeir finna svo bara út úr því,“ sagði Ólafur. Pressan geti verið þungur kross að bera Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari Kadetten Schaffhausen í Sviss, var þó einn af þeim sem sagði að pressan gæti komið sér illa fyrir liðið. „Það er margt sem lítur vel út, en þessar væntingar sem er búið að setja á liðið er þungur kross að bera og það er ákveðin kúnst að stýra því. Auðvitað er gott að fólk hefur trú á liðinu en engu að síður hefur sagan kennt okkur það að það er betra að vaðið fyrir neðan sig þegar maður fer í svona mót og stilla væntingunum í hóf. Ég hef enga trú á öðru en að Guðmundur geri það með sinni einstöku snilld,“ sagði Aðalsteinn. Mikilvægt að byrja mótið vel Guðjón Valur Sigurðsson, þjálfari Gummersbach í þýsku úrvalsdeildinni og markahæsti landsliðsmaður heims, segist vera gríðarlega bjartsýnn fyrir mótinu. „Ég er eins og flestir. ég er rosalega bjartsýnn, en náttúrulega af eigin reynslu þá veit ég það að það er rosalega mikilvægt að byrja mótið vel. Við vitum að við erum í erfiðum riðli og það skiptir miklu máli að byrja vel, það skiptir miklu máli að taka með sér stig í milliriðilinn og það skiptir máli að koma sér í átta liða úrslitaleikinn og þá getur allt gerst,“ „Ég er ekki að fara að standa hérna og segja að við séum að fara að vinna alla leiki, en við erum með lið sem getur unnið alla. Þegar þú lítur yfir hópinn þá er enginn leikmaður í hópnum sem er einhversstaðar að spila lítið eða í litlu hlutverki í sínu liði. Það er að koma aftur upp lið eins og við vorum með fyrir þónokkrum árum síðan þar sem allir eru í virkilega góðum og stórum hlutverkum og eru mikilvægir og góðir leikmenn. Plús það að þeir eru í góðu formi og eru allir að mínu mati að spila alveg gríðarlega vel.“ Að lokum sagði Hannes Jón Jónsson, þjálfari Alpla Hard í austurrísku úrvalsdeildinni, að ef Ísland ætlaði sér einhverntíman að verða heimsmeistari í handbolta þá væri rétti tíminn núna. „Það er allt í lagi að vera með kassann út núna fyrir mót og ég held að ef þeir vinna ekki núna þá veit ég ekki hvenær þeir vinna.“ Svava ræddi einnig við þau Rúnar Kárason, Rakel Dögg Bragadóttur, Örn Þrastarson, Anton Rúnarsson og Harald Þorvarðarson, en innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Þjálfarar og fyrrum landsliðsmenn um möguleika Íslands á HM
Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Leik lokið: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti