Segir Eflingu ekki hlusta á SA sem muni ekki draga fólk í dilka Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. janúar 2023 21:40 Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að samtökin muni ekki draga fólk í dilka eftir búsetu í yfirstandandi kjaraviðræðum. Hann segir Eflingu ekki hafa viljað hlusta, og segir að afturvirkni í tilboði SA til Eflingar verði ekki í boði eftir 11. janúar. Líkt og greint var frá í dag hefur samninganefnd Eflingar samið móttilboð í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Efling hafnaði í gær tilboði SA, sem hljóðaði upp á svipuð kjör og kvað á um í samningi SA og SGS sem var undirritaður í síðasta mánuði. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, ræddi við Hallgerði Kolbrúnu fréttamann í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þar sagði hann að tilboð SA stæði enn, þar sem það rynni út 11. janúar. „Og Samtök atvinnulífsins hafa lagt mikla áherslu á að afturvirkni til 1. nóvember, hún er inni í þessu tilboði sem gildir til miðvikudagsins 11. janúar. Þannig að við skulum sjá hvað setur í vikunni.“ Muni ekki draga fólk í dilka Efling hefur í viðræðunum lagt mikla áherslu á að framfærslukostnaður á höfuðborgarsvæðinu sé hærri en annars staðar í landinu. Heyra mátti á Halldóri Benjamín að hann teldi þann málflutning ekki vænlegan til árangurs í viðræðunum. „Samtök atvinnulífsins munu aldrei, undir neinum kringumstæðum, fara að draga landsmenn í dilka eftir því hvar þeir búa og borga mishá laun, kjarasamningsbundin laun, eftir því hvort fólk býr í Reykjavík eða annarsstaðar. Að mínu viti gengur það algerlega gegn óskrifuðum samfélagssáttmála, og yfir þá línu munu Samtök atvinnulífsins ekki stíga,“ sagði Halldór Benjamín. „Við höfum sagt að það sé mjög erfitt, og í raun ógerningur, að draga einhvern einn hóp manna út úr þessu, og við verðum að hafa í huga að félagssvæði Eflingar er miklu stærra en bara Reykjavík. Það nær upp í Grafningshrepp, Þorlákshöfn, Hveragerði og víðar.“ Afturvirkni ekki í boði eftir miðvikudag Þá sagði hann að trúnaður SA lægi gagnvart þeim 80.000 sem þegar hefði verið samið við, víðsvegar um landið. „Og hvers vegna? Jú, viðsemjendur okkar verða að geta treyst því að þegar Samtök atvinnulífsins undirrita kjarasamning við þau, þá munum við ekki snúa okkur við og semja síðan um eitthvað meira við einhvern annan. Að þessu leyti erum við bundin í báða skó. Og við höfum talað mjög skýrt við Eflingu. Við höfum boðið þeim kjarasamning Starfsgreinasambandsins, sem hefur farið í atvkæðagreiðslu hjá öllum félögum Starfsgreinasambandsins nema Eflingu og verið samþykktur.“ Engu að síður standi vilji SA til þess að klára samning við Eflingu hratt og örugglega, og talað skýrt um það. SA sé tilbúið að teygja sig og koma til móts við einstaka atriði sem Efling hafi áhuga á, að því gefnu að það sé sambærilegt við kjarasamning Starfsgreinasambandsins. „Á þetta hefur því miður ekki verið hlustað, og því erum við stödd þar sem við erum stödd í dag.“ Aðspurður hvort afturvirkni samninga til 1. nóvember yrði enn á borðinu eftir 11. janúar, daginn sem tilboð SA rennur úr gildi, var Halldór Benjamín með svar á reiðum höndum. „Nei. Þá er hún ekki í boði. Svo einfalt er það.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Efling búin að semja móttilboð til SA Samningsnefnd Eflingar í yfirstandandi kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins samþykkti einróma tilboð til SA á fundi sínum í dag. Fundinum lauk nú á fimmta tímanum og má búast við að tilboðið berist SA og ríkissáttasemjara fyrir dagslok. 8. janúar 2023 16:46 Segir nálgun Eflingar undarlega og til skammar Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins segist gáttaður á málflutningi Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar um hærri framfærslukostnað á höfuðborgarsvæðinu. Beiðnin um hærri laun vegna þessa sé ómálefnaleg og á röngum forsendum. 7. janúar 2023 22:08 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Líkt og greint var frá í dag hefur samninganefnd Eflingar samið móttilboð í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Efling hafnaði í gær tilboði SA, sem hljóðaði upp á svipuð kjör og kvað á um í samningi SA og SGS sem var undirritaður í síðasta mánuði. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, ræddi við Hallgerði Kolbrúnu fréttamann í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þar sagði hann að tilboð SA stæði enn, þar sem það rynni út 11. janúar. „Og Samtök atvinnulífsins hafa lagt mikla áherslu á að afturvirkni til 1. nóvember, hún er inni í þessu tilboði sem gildir til miðvikudagsins 11. janúar. Þannig að við skulum sjá hvað setur í vikunni.“ Muni ekki draga fólk í dilka Efling hefur í viðræðunum lagt mikla áherslu á að framfærslukostnaður á höfuðborgarsvæðinu sé hærri en annars staðar í landinu. Heyra mátti á Halldóri Benjamín að hann teldi þann málflutning ekki vænlegan til árangurs í viðræðunum. „Samtök atvinnulífsins munu aldrei, undir neinum kringumstæðum, fara að draga landsmenn í dilka eftir því hvar þeir búa og borga mishá laun, kjarasamningsbundin laun, eftir því hvort fólk býr í Reykjavík eða annarsstaðar. Að mínu viti gengur það algerlega gegn óskrifuðum samfélagssáttmála, og yfir þá línu munu Samtök atvinnulífsins ekki stíga,“ sagði Halldór Benjamín. „Við höfum sagt að það sé mjög erfitt, og í raun ógerningur, að draga einhvern einn hóp manna út úr þessu, og við verðum að hafa í huga að félagssvæði Eflingar er miklu stærra en bara Reykjavík. Það nær upp í Grafningshrepp, Þorlákshöfn, Hveragerði og víðar.“ Afturvirkni ekki í boði eftir miðvikudag Þá sagði hann að trúnaður SA lægi gagnvart þeim 80.000 sem þegar hefði verið samið við, víðsvegar um landið. „Og hvers vegna? Jú, viðsemjendur okkar verða að geta treyst því að þegar Samtök atvinnulífsins undirrita kjarasamning við þau, þá munum við ekki snúa okkur við og semja síðan um eitthvað meira við einhvern annan. Að þessu leyti erum við bundin í báða skó. Og við höfum talað mjög skýrt við Eflingu. Við höfum boðið þeim kjarasamning Starfsgreinasambandsins, sem hefur farið í atvkæðagreiðslu hjá öllum félögum Starfsgreinasambandsins nema Eflingu og verið samþykktur.“ Engu að síður standi vilji SA til þess að klára samning við Eflingu hratt og örugglega, og talað skýrt um það. SA sé tilbúið að teygja sig og koma til móts við einstaka atriði sem Efling hafi áhuga á, að því gefnu að það sé sambærilegt við kjarasamning Starfsgreinasambandsins. „Á þetta hefur því miður ekki verið hlustað, og því erum við stödd þar sem við erum stödd í dag.“ Aðspurður hvort afturvirkni samninga til 1. nóvember yrði enn á borðinu eftir 11. janúar, daginn sem tilboð SA rennur úr gildi, var Halldór Benjamín með svar á reiðum höndum. „Nei. Þá er hún ekki í boði. Svo einfalt er það.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Efling búin að semja móttilboð til SA Samningsnefnd Eflingar í yfirstandandi kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins samþykkti einróma tilboð til SA á fundi sínum í dag. Fundinum lauk nú á fimmta tímanum og má búast við að tilboðið berist SA og ríkissáttasemjara fyrir dagslok. 8. janúar 2023 16:46 Segir nálgun Eflingar undarlega og til skammar Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins segist gáttaður á málflutningi Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar um hærri framfærslukostnað á höfuðborgarsvæðinu. Beiðnin um hærri laun vegna þessa sé ómálefnaleg og á röngum forsendum. 7. janúar 2023 22:08 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Efling búin að semja móttilboð til SA Samningsnefnd Eflingar í yfirstandandi kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins samþykkti einróma tilboð til SA á fundi sínum í dag. Fundinum lauk nú á fimmta tímanum og má búast við að tilboðið berist SA og ríkissáttasemjara fyrir dagslok. 8. janúar 2023 16:46
Segir nálgun Eflingar undarlega og til skammar Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins segist gáttaður á málflutningi Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar um hærri framfærslukostnað á höfuðborgarsvæðinu. Beiðnin um hærri laun vegna þessa sé ómálefnaleg og á röngum forsendum. 7. janúar 2023 22:08
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent