Innlent

Tveir sárir í and­liti eftir að snjór féll af þaki í mið­bænum

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Grýlukerti og snjóhengjur á húsum geta skapað mikla slysahættu.
Grýlukerti og snjóhengjur á húsum geta skapað mikla slysahættu.

Óskað var aðstoðar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í miðbæ Reykjavíkur í gær eftir að töluvert magn af snjó féll ofan af húsþaki og á gangandi vegfarendur. Tveir hlutu minni háttar áverka í andliti en ekki þótti ástæða til að flytja þá á bráðamóttöku til skoðunar.

Í póstnúmerinu 105 var lögregla kölluð til vegna ofurölvi einstaklings á veitingastað. Er hann sagður hafa truflað starfsemi staðarins og var hann handtekinn og vistaður í fangaklefa. Ekki reyndist hægt að ræða við hann sökum ölvunar.

Lögreglu barst einnig tilkynning um slagsmál í 105 og líkamsárás í 109. Þá var tilkynnt um rán í verslun í miðbænum, þar sem einn var handtekinn á vettvangi.

Nokkrir voru stöðvaðir í umferðinni grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna og ein tilkynning barst um umferðaróhapp í Hafnarfirði, þar sem ekið hafði verið á kerrugeymslu fyrir utan verslun. Lítið tjón var á bifreiðinni og ökumaðurinn ómeiddur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×