Körfubolti

Kevin Durant meiddist á hné

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kevin Durant ofg félagar í Brooklyn Nets hafa verið á mikilli sigurgöngu síðustu vikur.
Kevin Durant ofg félagar í Brooklyn Nets hafa verið á mikilli sigurgöngu síðustu vikur. Getty/Michael Reaves

Kevin Durant fer í myndatöku í dag eftir að hafa meiðst á hné í sigurleik Brooklyn Nets á Miami Heat í NBA-deildinni í körfubolta í gær.

Durant meiddist á hægra hné þegar 1:05 voru eftir af þriðja leikhlutanum. Hann fer væntanlega í segulómun í dag.

Jimmy Butler, leikmaður Miami, datt aftur á bak á hné Durant. Durant lá niðri um dágóða stund en hélt svo áfram leik. Durant hélt hins vegar áfram að nudda hnéð og var tekinn af velli þegar Brooklyn Nets tók leikhlé þrjátíu sekúndum síðar.

„Ég var þarna rétt hjá þessu og svona atvik eru óhugnanleg,“ sagði Kyrie Irving, liðsfélagi Durant hjá Brooklyn Nets.

„Ég er þakklátur fyrir allan tímann sem hann hefur eytt í líkamsræktarsalnum og með því er líkaminn hans klár í margt og gat bjargað honum frá einhverju enn verra,“ sagði Irving sem sagðist vera bjartsýnn á það að meiðslin væru ekki alvarleg.

Nets liðið hefur unnið átján af síðustu tuttugu leikjum sínum eða síðan að Kyrie Irving kom aftur inn í liðið.

Durant er með 30,0 stig, 6,8 fráköst og 5,4 stoðsendingar að meðaltali í leik á þessu tímabili.

Durant hefur áður meiðst á hné en hann missti af einum og hálfum mánuði í byrjun árs í fyrra eftir að hafa meiðst á hné.

Án Durant í fyrra þá tapaði Brooklyn liðið 17 af 22 leik sínum þar á meðal ellefu leikjum í röð.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×