Innlent

Ákærður fyrir leynilega upptöku í þríleik

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Karlmanninum er gefið að sök að hafa nýtt iPhone 8 plus síma sinn til að taka upp kynferðislegt efni án vitneskju konunnar.
Karlmanninum er gefið að sök að hafa nýtt iPhone 8 plus síma sinn til að taka upp kynferðislegt efni án vitneskju konunnar. Unsplash/Matteo Fusco

Karlmaður hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir að hafa í júní 2021 í Reykjavík tekið upp myndskeið á síma sinn af konu hafa samræði við sig og veita þriðja manni munnmök.

Þetta á karlmaðurinn að hafa gert án samþykkis og vitneskju konunnar sem telst varða við kynferðisbrotalög þar sem segir að:

„Hver sem útbýr, aflar sér eða öðrum, dreifir eða birtir myndefni, texta eða sambærilegt efni, þ.m.t. falsað efni, af nekt eða kynferðislegri háttsemi annars manns án hans samþykkis skal sæta sektum eða fangelsi allt að 4 árum.“

Karlmaðurinn á að hafa tekið efnið upp á iPhone 8 Plus snjallsíma sinn. Héraðssaksóknari krefst upptöku á símanum.

Þá er gerð krafa um þriggja milljóna króna miskabótagreiðslu til konunnar.

Málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjaness.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×