Hlustar ekki á „hótanir“ Halldórs Benjamíns Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. janúar 2023 11:39 Sólveig Anna fyrir fund samninganefnda Eflingar og Samtaka atvinnulífsins í húsnæði ríkissáttasemjara fyrir áramót. Vísir/vilhelm Formaður Eflingar segir að félagið muni slíta kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins og hefja verkfallsundirbúning, fallist samtökin ekki á að hafa nýtt tilboð Eflingar til grundvallar í frekari viðræðum. Hún kveðst þó bjartsýn á að ná góðum samningi fyrir Eflingarfólk og gefur lítið fyrir „hótanir“ framkvæmdastjóra SA um brottfall afturvirkni. Tilboði Eflingar fylgir útfærsla á nýrri launatöflu sem gerir ráð fyrir hækkunum á bilinu 40 til 59 þúsund krónur. Til viðbótar komi 15 þúsund króna framfærsluuppbót, sama upphæð og lagt var upp með í tilboði Eflingar frá 12. desember, en nú sé boðið að uppbótin verði utan við grunnlaun og hækki því ekki vakta- og yfirvinnuálag. „Og við förum fram á það að sú tafla sem um semst sé í samræmi við það sem kemur Eflingarfólki best en við séum ekki þvinguð til að taka við niðurstöðu sem hentar okkur alls ekki,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að eftir miðvikudag næstkomandi 11. janúar væri afturvirkni samninga út úr myndinni. Sólveig Anna gefur lítið fyrir þau ummæli. „Hvort það verði á endanum svo að afturvirkni samningsins verði tekin af Eflingarfólki, við auðvitað hlustum ekki á þessar hótanir. Við höfum gert kröfu um það að afturvirknin verði, líkt og hún hefur verið í öðrum samningum sem Samtök atvinnulífsins hafa gert, og það er bara okkar eindregna afstaða að svo verði,“ segir Sólveig. Verkfallsundirbúningur yrði næsta skref Tilboð Eflingar rennur út á hádegi á morgun og ljóst að tíminn er naumur. Halldór Benjamín sagðist í samtali við Ríkisútvarpið í morgun að hann væri ekki ýkja bjartsýnn á framhaldið. En hvað segir Sólveig Anna? „Það sem ég er bjartsýn á er það að samninganefnd Eflingar nái að gera kjarasamning sem hentar félagsfólki Eflingar.“ Er þetta það lengsta sem verður komist að ykkar hálfu? „Ja, við segjum í tilboðinu að fari svo að SA hafni alfarið þessu tilboði sem grundvelli að frekari viðræðum þá munum við slíta viðræðunum og hefja þá undirbúning næsta fasa.“ Sem er þá hver? „Sem er þá að hefja verkfallsaðgerðaundirbúning.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir Eflingu ekki hlusta á SA sem muni ekki draga fólk í dilka Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að samtökin muni ekki draga fólk í dilka eftir búsetu í yfirstandandi kjaraviðræðum. Hann segir Eflingu ekki hafa viljað hlusta, og segir að afturvirkni í tilboði SA til Eflingar verði ekki í boði eftir 11. janúar. 8. janúar 2023 21:40 Segja nýjasta útspilið koma verulega til móts við SA Tilboð Eflingar í kjaradeilunni við Samtök atvinnulífsins sem lagt var fram í gær kemur verulega til móts við SA miðað við upphaflega kröfugerð stéttarfélagsins og fyrri tilboð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu. 9. janúar 2023 09:31 Efling búin að semja móttilboð til SA Samningsnefnd Eflingar í yfirstandandi kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins samþykkti einróma tilboð til SA á fundi sínum í dag. Fundinum lauk nú á fimmta tímanum og má búast við að tilboðið berist SA og ríkissáttasemjara fyrir dagslok. 8. janúar 2023 16:46 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Tilboði Eflingar fylgir útfærsla á nýrri launatöflu sem gerir ráð fyrir hækkunum á bilinu 40 til 59 þúsund krónur. Til viðbótar komi 15 þúsund króna framfærsluuppbót, sama upphæð og lagt var upp með í tilboði Eflingar frá 12. desember, en nú sé boðið að uppbótin verði utan við grunnlaun og hækki því ekki vakta- og yfirvinnuálag. „Og við förum fram á það að sú tafla sem um semst sé í samræmi við það sem kemur Eflingarfólki best en við séum ekki þvinguð til að taka við niðurstöðu sem hentar okkur alls ekki,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að eftir miðvikudag næstkomandi 11. janúar væri afturvirkni samninga út úr myndinni. Sólveig Anna gefur lítið fyrir þau ummæli. „Hvort það verði á endanum svo að afturvirkni samningsins verði tekin af Eflingarfólki, við auðvitað hlustum ekki á þessar hótanir. Við höfum gert kröfu um það að afturvirknin verði, líkt og hún hefur verið í öðrum samningum sem Samtök atvinnulífsins hafa gert, og það er bara okkar eindregna afstaða að svo verði,“ segir Sólveig. Verkfallsundirbúningur yrði næsta skref Tilboð Eflingar rennur út á hádegi á morgun og ljóst að tíminn er naumur. Halldór Benjamín sagðist í samtali við Ríkisútvarpið í morgun að hann væri ekki ýkja bjartsýnn á framhaldið. En hvað segir Sólveig Anna? „Það sem ég er bjartsýn á er það að samninganefnd Eflingar nái að gera kjarasamning sem hentar félagsfólki Eflingar.“ Er þetta það lengsta sem verður komist að ykkar hálfu? „Ja, við segjum í tilboðinu að fari svo að SA hafni alfarið þessu tilboði sem grundvelli að frekari viðræðum þá munum við slíta viðræðunum og hefja þá undirbúning næsta fasa.“ Sem er þá hver? „Sem er þá að hefja verkfallsaðgerðaundirbúning.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir Eflingu ekki hlusta á SA sem muni ekki draga fólk í dilka Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að samtökin muni ekki draga fólk í dilka eftir búsetu í yfirstandandi kjaraviðræðum. Hann segir Eflingu ekki hafa viljað hlusta, og segir að afturvirkni í tilboði SA til Eflingar verði ekki í boði eftir 11. janúar. 8. janúar 2023 21:40 Segja nýjasta útspilið koma verulega til móts við SA Tilboð Eflingar í kjaradeilunni við Samtök atvinnulífsins sem lagt var fram í gær kemur verulega til móts við SA miðað við upphaflega kröfugerð stéttarfélagsins og fyrri tilboð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu. 9. janúar 2023 09:31 Efling búin að semja móttilboð til SA Samningsnefnd Eflingar í yfirstandandi kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins samþykkti einróma tilboð til SA á fundi sínum í dag. Fundinum lauk nú á fimmta tímanum og má búast við að tilboðið berist SA og ríkissáttasemjara fyrir dagslok. 8. janúar 2023 16:46 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Segir Eflingu ekki hlusta á SA sem muni ekki draga fólk í dilka Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að samtökin muni ekki draga fólk í dilka eftir búsetu í yfirstandandi kjaraviðræðum. Hann segir Eflingu ekki hafa viljað hlusta, og segir að afturvirkni í tilboði SA til Eflingar verði ekki í boði eftir 11. janúar. 8. janúar 2023 21:40
Segja nýjasta útspilið koma verulega til móts við SA Tilboð Eflingar í kjaradeilunni við Samtök atvinnulífsins sem lagt var fram í gær kemur verulega til móts við SA miðað við upphaflega kröfugerð stéttarfélagsins og fyrri tilboð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu. 9. janúar 2023 09:31
Efling búin að semja móttilboð til SA Samningsnefnd Eflingar í yfirstandandi kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins samþykkti einróma tilboð til SA á fundi sínum í dag. Fundinum lauk nú á fimmta tímanum og má búast við að tilboðið berist SA og ríkissáttasemjara fyrir dagslok. 8. janúar 2023 16:46