Neyðarástand er dauðans alvara Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar 9. janúar 2023 14:31 Það er þyngra en tárum taki að sökum vanfjármögnunar og skorts á heilbrigðisstarfsfólki hafi myndast grafalvarlegt ástand á bráðamóttöku Landspítalans um jólin. Ástandið er dauðans alvara og á ábyrgð stjórnvalda. Þau hafa vitað af ástandinu á bráðamóttöku Landsspítalans ekki bara svo mánuðum skiptir, heldur árum saman. Að sjúklingur sé sendur heim og að hann látist nokkrum klukkustundum síðar er grafalvarlegt mál sem átti aldrei að eiga sér stað. Heilsa og öryggi borgaranna á að vera forgangsverkefni stjórnvalda. Hvort þetta neyðarástand á bráðamóttökunni hafi leitt til andláts mannsins eða mannleg mistök er mál sem verður að upplýsa og rannsaka til hlítar. Þá hefur fækkað stórlega í hópi lækna á bráðamóttöku Landspítala og hafa uppsagnir hjúkrunarfræðinga skipt tugum og það þrátt fyrir ítrekað ákall þeirra og læknanna um aðgerðir strax vegna ástandsins.Starfsfólk bráðamóttöku sinnir meira en helmingi fleiri sjúklingum en pláss er fyrir og verða fyrir vikið að vinna margfalt hraðar er óásættanlegt ástand fyrir starfsmenn og ávísun á mistök. Það er ekki hægt að tryggja öryggi sjúklinga við þessar aðstæður. Þá fara samskipti við sjúklinga í síauknum mæli fram á gangi fyrir framan aðra sjúklinga og það um mjög viðkvæm málefni.Hvers vegna hafa ríkisstjórnir undanfarinna áratuga leyft ástandinu í heilbrigðismálum að verða að þessu neyðarástandi? Fyrir 50 árum gat maður farið á bráðamóttöku Borgarspítalans og fengið þjónustu á einni klukkustund. En í dag gefst fólk upp eftir margra klukkustunda bið.Núna er einnig um mánaðar bið eða lengri eftir heimilislækni, en áður fyrr fékk maður tíma hjá honum samdægurs eða daginn eftir. Áður fyrr voru sjúkrahús í hverjum landsfjórðungi og veikt fólk fékk þjónustu í nærumhverfi, en verða nú að fara um langan veg og það í misjöfnu veðri.Hvenær og hvers vegna hætti þetta góða kerfi að virka og fór inn á þessa skelfilegu neyðarbraut sem veldur óbætanlegum skaða á veiku fólki? Hvers vegna vilja ekki um eitt þúsund hjúkrunarfræðingar starfa við þá vinnu sem þeir hafa menntað sig í? Það er ekki rétt lausn að mennta fleiri. Það þarf að ná til þeirra sem ekki starfa í faginu með samningum um betri starfsumhverfi og kjör sem er lausnin á vandanum og þá einnig að semja við sérgreinalækna og sjúkraþjálfara strax. Oft hefur verið þörf, en nú er lífsnauðsynlegt að við tökum höndum saman og forgangsröðum rétt og segjum fólkið fyrst og svo allt hitt. Höfundur er Þingflokksformaður Flokk fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Kristinsson Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Arðgreiðslur í sjávarútvegi eru eðlilegar og nauðsynlegar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Það er þyngra en tárum taki að sökum vanfjármögnunar og skorts á heilbrigðisstarfsfólki hafi myndast grafalvarlegt ástand á bráðamóttöku Landspítalans um jólin. Ástandið er dauðans alvara og á ábyrgð stjórnvalda. Þau hafa vitað af ástandinu á bráðamóttöku Landsspítalans ekki bara svo mánuðum skiptir, heldur árum saman. Að sjúklingur sé sendur heim og að hann látist nokkrum klukkustundum síðar er grafalvarlegt mál sem átti aldrei að eiga sér stað. Heilsa og öryggi borgaranna á að vera forgangsverkefni stjórnvalda. Hvort þetta neyðarástand á bráðamóttökunni hafi leitt til andláts mannsins eða mannleg mistök er mál sem verður að upplýsa og rannsaka til hlítar. Þá hefur fækkað stórlega í hópi lækna á bráðamóttöku Landspítala og hafa uppsagnir hjúkrunarfræðinga skipt tugum og það þrátt fyrir ítrekað ákall þeirra og læknanna um aðgerðir strax vegna ástandsins.Starfsfólk bráðamóttöku sinnir meira en helmingi fleiri sjúklingum en pláss er fyrir og verða fyrir vikið að vinna margfalt hraðar er óásættanlegt ástand fyrir starfsmenn og ávísun á mistök. Það er ekki hægt að tryggja öryggi sjúklinga við þessar aðstæður. Þá fara samskipti við sjúklinga í síauknum mæli fram á gangi fyrir framan aðra sjúklinga og það um mjög viðkvæm málefni.Hvers vegna hafa ríkisstjórnir undanfarinna áratuga leyft ástandinu í heilbrigðismálum að verða að þessu neyðarástandi? Fyrir 50 árum gat maður farið á bráðamóttöku Borgarspítalans og fengið þjónustu á einni klukkustund. En í dag gefst fólk upp eftir margra klukkustunda bið.Núna er einnig um mánaðar bið eða lengri eftir heimilislækni, en áður fyrr fékk maður tíma hjá honum samdægurs eða daginn eftir. Áður fyrr voru sjúkrahús í hverjum landsfjórðungi og veikt fólk fékk þjónustu í nærumhverfi, en verða nú að fara um langan veg og það í misjöfnu veðri.Hvenær og hvers vegna hætti þetta góða kerfi að virka og fór inn á þessa skelfilegu neyðarbraut sem veldur óbætanlegum skaða á veiku fólki? Hvers vegna vilja ekki um eitt þúsund hjúkrunarfræðingar starfa við þá vinnu sem þeir hafa menntað sig í? Það er ekki rétt lausn að mennta fleiri. Það þarf að ná til þeirra sem ekki starfa í faginu með samningum um betri starfsumhverfi og kjör sem er lausnin á vandanum og þá einnig að semja við sérgreinalækna og sjúkraþjálfara strax. Oft hefur verið þörf, en nú er lífsnauðsynlegt að við tökum höndum saman og forgangsröðum rétt og segjum fólkið fyrst og svo allt hitt. Höfundur er Þingflokksformaður Flokk fólksins.
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun