„Þeir undirstrikuðu veikleikana hjá okkur“ Valur Páll Eiríksson skrifar 10. janúar 2023 08:00 Þeir þýsku unnu leik sunnudagsins eftir sigur Íslands á laugardeginum. Getty Images Fyrrum landsliðsmaðurinn Ásgeir Örn Hallgrímsson segir enga breytingu hafa orðið á kröfunum til íslenska karlalandsliðsins í handbolta eftir leiki þess við Þýskaland um helgina. Þó hafi ákveðnir vankantar á leik liðsins sýnt sig. Ísland tapaði síðari leiknum við Þýskaland ytra með tveggja marka mun eftir að hafa unnið þann fyrri með eins marks mun deginum áður. Þar bar á ákveðnum veikleikum í vörn liðsins. „Mér fannst þetta þokkalegir leikir. Maður þarf að muna að þetta eru bara æfingaleikir. En þeir sýndu okkur ýmislegt, þeir undirstrikuðu veikleikana hjá okkur en samt, við sýndum ákveðinn karakter að vinna einn. Ég er bara á sama stað og ég var fyrir helgina varðandi væntingarnar fyrir mótið,“ segir Ásgeir Örn. Hvar liggja þessir veikleikar sem Ásgeir nefnir? „Við fáum á okkur allt of mikið af auðveldum mörkum í stöðusóknum. Það er svolítið áhyggjuefni og við fáum lélega markvörslu líka. En svo samt kom þetta, það þarf rosalega lítið til að við náum nokkurra mínútna kafla í fyrri leiknum þar sem Bjöggi er frábær og vörnin kemur,“ „Þá fer þetta að rúlla og við helvíti flottir,“ segir Ásgeir Örn. Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka.Vísir/Diego En hvað var þá aftur á móti jákvætt í leikjunum? „Mér finnst sóknarlega, er hægri vængurinn í þessum tveimur leikjum frábær. Við erum með tvö sett af leikmönnum þar sem geta tekið leikina hálfgert yfir. Mér fannst það virkilega sterkt og gaman að sjá það.“ segir Ásgeir Örn. Allt hægt en mega ekki fara fram úr sér Þrátt fyrir vandræðaganginn vannst fyrri leikurinn og munurinn lítill í þeim síðari. Ásgeir segir því enga breytingu á þeim kröfum sem gera má til íslenska liðsins. „Maður þarf alltaf passa sig aðeins í þessu. Ég held að algjör lágmarkskrafa fyrir okkur að komast inn í 8-liða úrslitin. Leiðin þangað er alveg gerleg. Þetta snýst allt um að vinna þessa tvo fyrstu leiki og eftir það liggur þetta nokkuð vel fyrir okkur. Við þurfum að hafa trú á okkur og vita að við erum með frábært lið. En samt má ekki fara að horfa á einhverjar gullmedalíur út um allt,“ Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Fleiri fréttir Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Sjá meira
Ísland tapaði síðari leiknum við Þýskaland ytra með tveggja marka mun eftir að hafa unnið þann fyrri með eins marks mun deginum áður. Þar bar á ákveðnum veikleikum í vörn liðsins. „Mér fannst þetta þokkalegir leikir. Maður þarf að muna að þetta eru bara æfingaleikir. En þeir sýndu okkur ýmislegt, þeir undirstrikuðu veikleikana hjá okkur en samt, við sýndum ákveðinn karakter að vinna einn. Ég er bara á sama stað og ég var fyrir helgina varðandi væntingarnar fyrir mótið,“ segir Ásgeir Örn. Hvar liggja þessir veikleikar sem Ásgeir nefnir? „Við fáum á okkur allt of mikið af auðveldum mörkum í stöðusóknum. Það er svolítið áhyggjuefni og við fáum lélega markvörslu líka. En svo samt kom þetta, það þarf rosalega lítið til að við náum nokkurra mínútna kafla í fyrri leiknum þar sem Bjöggi er frábær og vörnin kemur,“ „Þá fer þetta að rúlla og við helvíti flottir,“ segir Ásgeir Örn. Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka.Vísir/Diego En hvað var þá aftur á móti jákvætt í leikjunum? „Mér finnst sóknarlega, er hægri vængurinn í þessum tveimur leikjum frábær. Við erum með tvö sett af leikmönnum þar sem geta tekið leikina hálfgert yfir. Mér fannst það virkilega sterkt og gaman að sjá það.“ segir Ásgeir Örn. Allt hægt en mega ekki fara fram úr sér Þrátt fyrir vandræðaganginn vannst fyrri leikurinn og munurinn lítill í þeim síðari. Ásgeir segir því enga breytingu á þeim kröfum sem gera má til íslenska liðsins. „Maður þarf alltaf passa sig aðeins í þessu. Ég held að algjör lágmarkskrafa fyrir okkur að komast inn í 8-liða úrslitin. Leiðin þangað er alveg gerleg. Þetta snýst allt um að vinna þessa tvo fyrstu leiki og eftir það liggur þetta nokkuð vel fyrir okkur. Við þurfum að hafa trú á okkur og vita að við erum með frábært lið. En samt má ekki fara að horfa á einhverjar gullmedalíur út um allt,“
Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Fleiri fréttir Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Sjá meira