Innlent

Fjölmargar ábendingar borist um vitni í Breiðholtslaug

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Maðurinn fannst látinn í byrjun desember.
Maðurinn fannst látinn í byrjun desember. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið fjölmargar ábendingar um vitni að því þegar hreyfihamlaður karlmaður á áttræðisaldri missti meðvitund í Breiðholtslaug í desember. Andlátið er til rannsóknar hjá lögreglu.

Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu, segir að rætt hafi verið við nokkur vitni en enn vanti frekari upplýsingar í málinu.

Krufningu er lokið en Grímur segir lögregluna að svo stöddu ekki munu ræða hverju hún skilaði. Lögreglan hefur upptökur úr eftirlitsmyndavélum sundlaugarinnar til skoðunar sem sýna aðdraganda þess að maðurinn missti meðvitund.

Grímur segir engan með stöðu sakbornings í málinu.


Tengdar fréttir

Rann­saka and­lát hreyfi­hamlaðs manns í Breið­holts­s­laug

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur andlát hreyfihamlaðs manns í Breiðholtslaug til rannsóknar. Talið er að hann hafi legið hreyfingarlaus á botni heits potts í um þrjár mínútur áður en sundlaugargestur kom að honum. Maðurinn var á áttræðisaldri þegar hann lést í byrjun desember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×