Körfuboltakvöld: „Trúi ekki að drengurinn hafi tekið þessa ákvörðun“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. janúar 2023 21:31 Dagur Kár í leik með KR gegn Njarðvík í vetur. Vísir/Hulda Margrét Teitur Örlygsson og Jón Eðvarð Halldórsson eru ekki hrifnir af því að Dagur Kár Jónsson hafi ákveðið að skipta út sökkvandi skipi KR fyrir Stjörnuna í Subway deild karla. Þeir viðruðu skoðun sína í síðasta þætti Körfuboltakvölds. Stjörnumenn hafa gert miklar breytingar á sínu liði sínu í Subway deild karla í körfubolta að undanförnu. Dagur Kár Jónsson er snúinn aftur eftir að hafa byrjað tímabilið með KR en hann steig sín fyrstu skref þegar Teitur Örlygsson þjálfaði liðið. Teitur var sérfræðingur í síðasta þætti Körfuboltakvölds og fór yfir skipti Dags og hvað þau þýða fyrir Stjörnuna og KR. „Mér finnst þetta bara hundleiðinlegt, eins og þetta lítur út fyrir mér þá er eins og hann hafi yfirgefið liðið. Sem er sorglegt því við vitum stöðuna hjá KR. Síðan ákveður þessi nýja stjórn að fara í breytingar, sem eru rándýrar. Senda menn heima, skipta um lið, fá nýja menn og gefa þessu séns. Ætla að reyna halda sér uppi en þá mætir Dagur Kár ekki á æfingu, fyrirliði liðsins. Þetta er hörmung finnst mér,“ sagði Teitur og hélt svo áfram. „Auðvitað þekki ég ekki hina hliðina en svona lítur þetta út fyrir manni og þetta er hryllilegt. Gæti alveg haft áhrif líka fyrir Dag, er eitthvað annað lið að fara taka séns á að taka hann núna? Af því hann yfirgaf Spán líka eins og við vitum, nú yfirgefur hann KR á miðju tímabili.“ Jón Eðvarð Halldórsson tók næstur til máls og hann tók í sama streng. „Ég veit bara aðra hliðina því Dagur hefur ekki tjáð sig um þetta. Ef það er rétt eins og það er búið að lýsa þessu af KR-ingum, sem er algjörlega einhliða, þá finnst mér þetta svakalega dapurt. Ég bara trúi ekki að drengurinn hafi tekið þessa ákvörðun, ég næ þessu ekki.“ „Þú ert fenginn í körfuboltalið á Íslandi, gerður að fyrirliða og það er ákveðið að reyna kaupa inn í liðið í kringum þig – það gekk ekki upp, það sjá það allir – það gengur illa og þú ert fyrsti maðurinn til að hoppa í björgunarbátinn. Þú ættir að vera síðastur frá borði, ég er þar.“ „Ég skal draga allt til baka sem ég er að segja núna ef hann kemur í viðtal og útskýrir af hverju hann gerði þetta. Þetta er svo mikill heigulsskapur, ég trúi bara ekki að einhver geri svona. Þú skilur liðið eftir, það er allt í ljósum logum og þá tekur þú olíu og kastar á eldinn. Þannig horfir þetta við mér, finnst þetta sorglegt. Vona að hann komi og útskýri af hverju hann gerði þetta, gætu verið milljón ástæður en ég vil fá að heyra þær.“ Umræðu Körfuboltakvölds um vistaskipti Dags má sjá í heild sinni hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Trúi ekki að drengurinn hafi tekið þessa ákvörðun Körfuboltakvöld Subway-deild karla KR Stjarnan Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Stjörnumenn hafa gert miklar breytingar á sínu liði sínu í Subway deild karla í körfubolta að undanförnu. Dagur Kár Jónsson er snúinn aftur eftir að hafa byrjað tímabilið með KR en hann steig sín fyrstu skref þegar Teitur Örlygsson þjálfaði liðið. Teitur var sérfræðingur í síðasta þætti Körfuboltakvölds og fór yfir skipti Dags og hvað þau þýða fyrir Stjörnuna og KR. „Mér finnst þetta bara hundleiðinlegt, eins og þetta lítur út fyrir mér þá er eins og hann hafi yfirgefið liðið. Sem er sorglegt því við vitum stöðuna hjá KR. Síðan ákveður þessi nýja stjórn að fara í breytingar, sem eru rándýrar. Senda menn heima, skipta um lið, fá nýja menn og gefa þessu séns. Ætla að reyna halda sér uppi en þá mætir Dagur Kár ekki á æfingu, fyrirliði liðsins. Þetta er hörmung finnst mér,“ sagði Teitur og hélt svo áfram. „Auðvitað þekki ég ekki hina hliðina en svona lítur þetta út fyrir manni og þetta er hryllilegt. Gæti alveg haft áhrif líka fyrir Dag, er eitthvað annað lið að fara taka séns á að taka hann núna? Af því hann yfirgaf Spán líka eins og við vitum, nú yfirgefur hann KR á miðju tímabili.“ Jón Eðvarð Halldórsson tók næstur til máls og hann tók í sama streng. „Ég veit bara aðra hliðina því Dagur hefur ekki tjáð sig um þetta. Ef það er rétt eins og það er búið að lýsa þessu af KR-ingum, sem er algjörlega einhliða, þá finnst mér þetta svakalega dapurt. Ég bara trúi ekki að drengurinn hafi tekið þessa ákvörðun, ég næ þessu ekki.“ „Þú ert fenginn í körfuboltalið á Íslandi, gerður að fyrirliða og það er ákveðið að reyna kaupa inn í liðið í kringum þig – það gekk ekki upp, það sjá það allir – það gengur illa og þú ert fyrsti maðurinn til að hoppa í björgunarbátinn. Þú ættir að vera síðastur frá borði, ég er þar.“ „Ég skal draga allt til baka sem ég er að segja núna ef hann kemur í viðtal og útskýrir af hverju hann gerði þetta. Þetta er svo mikill heigulsskapur, ég trúi bara ekki að einhver geri svona. Þú skilur liðið eftir, það er allt í ljósum logum og þá tekur þú olíu og kastar á eldinn. Þannig horfir þetta við mér, finnst þetta sorglegt. Vona að hann komi og útskýri af hverju hann gerði þetta, gætu verið milljón ástæður en ég vil fá að heyra þær.“ Umræðu Körfuboltakvölds um vistaskipti Dags má sjá í heild sinni hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Trúi ekki að drengurinn hafi tekið þessa ákvörðun
Körfuboltakvöld Subway-deild karla KR Stjarnan Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum